Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 18

Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 18
ú UMFERÐAR RÁÐ Landsbanki íslands BSJ Umferða lögreglunnai Viðtal við Þorgrím Guðmundsson hjá umf< Verkefni lögreglumanna eru fjölþætt. Liður í starfi þeirra er m.a. umferðar- fræðsla barna í grunnskólum og leik- skólum. Hlulverk þeirra er einkum að aðstoða við fræðsluna, rifja upp og leggja áherslu á það sem þegar hefur verið kennt í skólanum. En umferðar- fræðsla er samkvæmt reglugerð frá 1989 einn þáttur grunnskólanámsins og er megintilgangur hennar að gera nemendur sent hæfasta þátttakendur í umferðinni. Frá árinu 1960 hefur lögreglan í Reykjavík sinnt skipulegri umferðar- eigi kost á umferðarfræðslu á vegum lögreglunnar í Reykjavík um þessar mundir. Einnig koma á hverjum vetri fjöldi unglinga víðs vegar að af landinu í starfskynningar en einstakar deildir lögreglunnar annast þessa kynningarstarfsemi. Af þessu má sjá að lögreglan sinnir umfangsmiklu forvamarstarfi með þessari umferðar- fræðslu. Sennilega vantar nokkuð upp á að foreldrum sé kunnugt um það mikla starf sem lögregian vinnur í þessum efnum, hvernig þessi fræðsla fer fram um umferðarmál meðal barna og unglinga í Reykjavík. „Tilfallandi umferðarfræðsla hefur átt sér stað í reykvískum skólum frá 1944 en frá 1960 hefur verið boðið upp á samfellda kennslu. Til að auð- velda kennsluna fékk Slysavarnar- félagið Oskar Gíslason til að gera kvikmynd um umferðaröryggi sem hann tók á árunum 1951 til 1954.“ Hvernig ferfrœÖslait fram? „Við sem sinnum kennslunni dveljum 15 til 20 mínútur í hverri bekkjardeild barna á aldrinum 6 til 11 ára. 12 ára nemendum er hins vegar boðið að koma á Lögreglustöðina eftir hver áramót í u.þ.b. eina og hálfa klukkustund. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að kanna og staðfesta að börnin hafi lært það sem skylt er í þessunt efnum. Megináhersla er lögð á göngureglur - t.d hvernig börnin eiga að haga á sér þegar þau ganga yfir götu. Þá er farið vandlega yfir notkun endurskinsmerkja, rætt um hjólreiðar og búnað reiðhjóla og almennt um störf lögreglunnar. Til að glæða áhuga barnanna enn frekar fyrir umferðarmálum eru svo skipulagðar getraunir. Efnt er til getraunar meðal 12 ára barna í lok skólaársins og þeir tveir skólar sem bestum árangri ná keppa síðan í spurningaþætti í útvarpinu. Þá fer einnig fram getraun meðal 6 til 12 ára barna að haustinu og senda þá börnin svör sín til lögreglunnar skömmu fyrir jól. Ur réttu svörum eru dregin nöfn 250 einstaklinga og fá þau bók í verðlaun sem lögreglumenn bera út á aðfangadag. Að þessu er unnið í sam- vinnu við Umferðarnefnd Reykja- víkurborgar. Einnig má geta þess að á hverju Umferðarfræðsla 12 ára barna á Lögreglustöðinni í Reykjavík. fræðslu í grunnskólum borgarinnar. Allir skólarnir eru heimsóttir einu sinni eða jafnvel tvisvar á hverjum vetri og miðast fræðslan við börn á aldrinum 6 til I2 ára. A grunnskóla- aldri í Reykjavík eru nú 11 þúsund börn sem njóta slíkrar fræðslu. Auk þess eru dagvistarstofnanir borgar- innar heimsóttar eftir þörfum. Frá árinu 1988 hefur lögreglan í Reykja- vík einnig sinnt umferðarfræðslu barna í Mosfellssveit, á Seltjarnar- nesi, Kjalarnesi og í Kjós. Það lætur því nærri að um 16 þúsund nemendur og hvaða upplýsingum er miðlað. Til að fræðast nánar um umferðarfræðslu lögreglunnar var leitað til Þorgríms Guðmundssonar lögregluþjóns sem sér um þessa starfsemi í Reykjavík ásamt öðrum lögreglumanni og ástundum þeim þriðja á álagstímum. Þorgrímur hefur mikla reynslu í umferðarmálum en hann hefur starfað í lögreglunni s.l. 21 ár og þar af 6 síðustu árin eingöngu að umferðar- fræðslu. Þorgrímur var fyrst spurður að því hvenær lögreglan hefði hafði fræðslu Látum liós okkar skína

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.