Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 15

Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 15
Il UMFERÐAR RÁÐ Landsbanki íslands {EXS Ekið Oft ferðst börn í bílum með foreldrum sínum. Rétt er að benda á að „...hver sá sem situr í sæti bifreiðar, sem búið er örygisbelti, skal nota það...“ eins og segir í nýjum umferðarlögum. I lögunum segir jafnframt: „Börn yngir en 6 ára skulu nota bílbelti, barnastól, bílpúða, sem festur er með bílbelti eða annan viðurkenndan öryggisbúnað. Bannað er að hafa börn laus í framsæti eða fyrir framan framsæti í akstri.“ Hjólað Öryggishjálmar A haustin og veturna eiga börn alls ekki að vera á reiðhjólum í almennri umferð. Foreldrar eru hvattir til að fyrirbyggja þá hættu sem í því felst að leyfa börnum að hjóla í slæmu skyggni. Einnig ættu skólastjórar og kennarar að banna að börn komi á reiðhjólum í skólann þegar skammdegið skellur á - það auðveldar for- eldrunum að stöðva hjólreiðar barna sinna. Þegar börn eru í umferðinni á öðrum árs- tímum er mikilvægt að allur öryggisbúnaður sé í góðu lagi og sérstaklega er brýnt að nota ör- yggishjálm. Það er engum vafa undirorpið að hjálmar geta bjargað mannslífum. Nýjasta dæmið um það er óhappið sem Sturla Arnars- son, 7 ára gamall drengur í Vestmannaeyjum, varð fyrir í sumar er ekið var á hann. Sturla var að hjóla fyrir framan heimili sitt er hann skall framan á bíl og kastaðist í götuna. Höggið var svo mikið að hjálmurinn brotnaði en Strula slapp með smámeiðsli. Fullvíst má telja að Sturla hefði slasast hættulega ef hann hefði ekki haft hjálminn. Minnumst þess að börn ná afar takmörkuðu valdi á því að hjóla í umferð fyrr en þau eru 10 til 12 ára gömul. Sturla Arnarsson, 7 ára gamall drengur í Vestmannaeyjum. Hann varð fyrir bíl með hjálm á höfði og slapp því með minni- háttar meiðsli. = HÉÐINN = VE R SLU N SELJAVEGI 2 SlMI 624260 Látum Ijós okkar skína

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.