Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 6

Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 6
u UMFERÐAR RÁÐ Landsbanki L íslands SKÁTAHR Upphafið Skátahreyfingin er ein elsta og stærsta æskulýðshreyfing heims. Upphaf hennar má rekja til ársins 1907 er fyrsta skátaútilegan var farin á Brownsea eyju sem er í mynni Thames árinnar suðaustur af London. Það var breski höfuðsmaðurinn Robert Baden-Powell sem var upp- hafsmaður þessarar hugmyndar. Hugmyndin að skátahreyfingunni barst mjög hratt út og innan skamms tíma var skátastarf hafið í fjölda landa. í dag hefur hún innan sinna vébanda um 30 milljónir félaga í 150 löndum. Til íslands barst hreyfingin frá Danmörku haustið 1911 og var Robert Baden-Powel höfuðsmaður. Upphafsmaður skátahreyfingarinnar. fyrsta skátafélagið, Skátafélag Reykjavíkur, stofnað ári síðar eða 2. nóvember 1912 - aðeins fimm árum eftir fyrstu útileguna. Síðan hafa vin- sældir hreyfingarinnar vaxið jafnt og þétt til dagsins í dag. Grundvöllurinn - útivistin En hverju má þakka vinsældir skáta- hreyfingarinnar? Lítum fyrst á í hverju skátastarf felst. Grundvöllur þess er útilífið. Fyrsta útilegan var byltingarkennd hugmynd. Þá fór Baden-Powell með hóp stórborgar- drengja út í náttúruna og dvaldi með þá í tjöldum í um viku tíma. Þetta var byltingarkennd hugmynd vegna þess að á þessum tíma lagðist fólk ekki út nema það þyrfti þess nauðsynlega með. En tímarnir voru breyttir. Iðnaðarsamfélagið var að taka við af landbúnaðarsamfélaginu og borg- unum fylgdu gjörbreyttar aðstæður. Tengslin við náttúruna rofnuðu. Það er einmitt þama sem skátahreyfingin kemur inn. Hún býður börnum og unglingum tækifæri á að kynnast náttúrunni. Allt frá fyrstu útilegunni á Brown- sea eyju hefur útilegan verið ævin- týrið sem heillar. Með útilífinu vinnst margt. Fyrir utan það að vekja ævin- týraþrá sem með flestum býr þá styrkir hún sjálfsbjargarviðleitni, hjálpsemi, athafnaþrá, sköpunargáfu og hjálpar ungu fólki að finna sjálft sig. „Upp til fjalla, ótal raddir seiða Látum Ijós okkar skína 6

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.