Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 19

Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 19
UMFERÐAR RÁÐ L Landsbanki íslands osi rfræðsla r í Koykjav ík rðarfræósludeild lögreglunnar í Reykjavík Þorgrímur Guðmundsson við umferðarfræðslu. vori stendur lögreglan fyrir reiðhjóla- keppni meðal 12 ára barna. Þau böm eru verðlaunuð sem best gengur að leysa þrautirnar sem lagðar eru fyrir þau á hjólunum.“ Hvernig er frœðslunni tekið af börnunum og skólanum og er hœgt j að meta árangur liennar? „Yfirleitt er okkur mjög vel tekið bæði af bömum og skólafólki og þau viðbrögð sem frá foreldrum koma eru á sama veg. Árangur forvarnarstarfs er hins vegar erfitt að meta eins og gefur að skilja. Það má þó nefna að samkvæmt skýrslum hjá lögreglunni má merkja að slysatíðni er meiri hjá þeim sem eru 12 ára og eldri og stendur það e.t.v. í samhengi við það að eftir þann aldur er hætt að bjóða upp á umferðarfræðslu. Þorgrímur var að lokum spurður að því hvort honum finndist foreldrar áhugasamir um öryggi barna sinna í umferðinni. „Ég verð því miður að segja það eins og það er að mér finnst foreldrar upp til hópa skeytingarlausir um öryggi barna sinna. Sem dæmi má nefna að þegar lögreglan skoðar reið- hjól bama á vori hverju að þá kemur í ljós að meirihluti þeirri uppfyllir ekki Þorgrímur Guömundsson lögreglumaður. nauðsynlegustu öryggiskröfur. Þá er alltof lítið um það að börn - og einnig fullorðnir - noti öryggishjálma þó svo það hafi aukist að undan- förnum, sérstaklega nu í sumar, sem sennilega má rekja til reiðhjólaslys- sins í Vestmannaeyjum í vor en um- fjöllun um það virðist hafa aukið töluvert á meðvitund fólks fyrir mikilvægi hjálmanna. Þá má geta þess að ennþá er allt of algengt að sjá börn án endurskinsmerkja og er sorglegt til þess að vita því þau auka mjög öryggi barnanna í umferðinni og auk þess er miklum fjármunum varið til kaupa á þeim og þeim síðan dreift ókeypis af ýmsum aðilum, m.a. skátum, inn á heimilin." Börn úr Selásskóla sem unnu útvarpskeppnina á vegum umferðardeildar lögreglunnar 1990. Látum Ijós okkar skína 19

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.