Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 17

Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 17
mIumferðar Uráð M Landsbanki j^lslands Gönguleiðír skólabarna í Reykjavík Viðtal við Ingibjörgu R. Guðlaugsdóttur skipulagsfræðing hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur í tengslum við hverfaskipulag borgarhluta í Reykjavík hafa börn á aldrinum 6 til 12 ára verið látin kortleggja gönguleiðir í skólann. Að þessu hefur verið unnið árlega síðan 1988. Þessar upplýsingar hafa síðan verið notaðar til að leggja fram tillögur um aukið umferðaröryggi í Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir skipulagsfræðingur. hinum ýmsu hverfum borgarinnar. Með þessu vinnulagi er jafnframt vonast til að börnin verði meðvituð um sitt nánasta umhverfi. Til að fá nánari upplýsingar um þetta verkefni var Ingibjörg R. Guð- laugsdóttir hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur spurð um það hvernig þessi könnun færi fram. „Könnunin fer fram á þann hátt að börnin fá í hendur kort sem sýnir m.a. götur, hús, húsnúmer og strætis- vagnabiðstöðvar í borgarhlutanum. Einnig er staðsetning og nafn skóla sýnt. Bömin setja kross við heimilið og draga síðan leiðina sem þau ganga til og frá skólanum á kortið. Eldri börnin vinna þetta fjögur og fjögur saman undir umsjón kennara í skólanum en yngri bömin heima með hjálp foreldra. Þau eru einnig beðin um að merkja á kortið hvar þeim finnst erfitt að ferðast um og greina frá því hvers vegna. í allt hafa 12 skólar með um 4500 nemendum tekið þátt í þessari könnun og hafa skólastjórar og kennarar tekið þessari málaleitan mjög vel og segja að þessi vinna skapi umræður í bekkjunum.“ Hvernig er svo unnið úr þessum gögnum? „Allar gönguleiðir eru dregnar á eitt kort sem nefnt er Gönguleiðir skólabarna og einnig greint frá fjölda barna á hverri leið. Þetta kort er síðan notað þegar umferðarsérfræðingar Reykjavíkurborgar leggja til hvaða úrbætur þurfi að gera til þess að auka umferðaröryggið í borgarhlutanum. Þegar þessar tillögur hafa verið samþykktar af Umferðarnefnd Reykjavíkurborgar og hverfaskipu- lagið af borgarráði er gert kort sem sýnir æskilegar gönguleiðir skóla- barna. Það eru þær leiðir sem eru taldar öruggastar af umferðarsérfræð- ingum. Báðum kortunum er síðan dreift til viðkomandi skóla.“ Að lokum vildi Ingibjörg geta þess að útbúið hefði verið kennslugagn - litaskyggnur - hjá Borgarskipulagi um stjórn borgarinnar, skipulag og hvernig hægt er að hafa áhrif á það. Þetta hefur verið gert til að börnum verði betur ljóst hvernig þeirra nánasta umhverfi verður til og hverjir móta það og er ætlunin að kynna þetta efni áður en bömin kortleggja gönguleiðir sínar til skólans. Látum Ijós okkar skína

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.