Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 7

Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 7
yUMFERÐAR RÁÐ Landsbanki L íslands BS) mig...“. Þannig eru upphafslínur þekkts skátasöngs eftir Tryggva Þor- steinsson frá Akureyri. Það er engin tilviljun að flestir skátasöngvar rómi óbyggðirnar og heiðarlöndin en einmitt þaðan eiga flestir skátar dýr- mætustu minningar sínar. Utilífið kennir fólki að meta og virða náttúr- una og þau gæði sem landið býr yfir - á því byggist framtíð okkar. Þá verður og seint metin sú þjálfun sem skátar fá í samskiptum við aðra í gegnum fundastarfið og samvinnu í útilífinu. Uppbygging skátastarfsins Grunneining skátastarfs er flokkur- inn. Þar fer hið eiginlega starf fram en það er mismunandi eftir aldri. Hjá þeim yngri eru hóparnir óformlegri en hjá hinum eldri. Krakkar á aldr- inum 11 til 15 ára starfa í fast- mótuðum skátaflokkum með 5 til 8 skátum og dróttskátar, þ.e. unglingar 15 ára og eldri, starfa í flokkum og nefndum. Fundir eru oftast einu sinni í viku og er dagskrá þeirra fjölbreytt. Skátasveit stendur saman af 4 til 5 flokkum og fer sveitarforingi fyrir henni. Sveitin kemur venjulega saman til fundar einu sinni í mánuði en auk þess eru á vegum hennar ýmsar aðrar uppákomur eins og dagsferðir, heimsóknir og útilegur. Sveitarforingi og flokksforingjar mynda sveitarráð þar sem öll skipu- lagsvinna sveitarinnar fer fram. I stórum félögum með margar skáta- sveitir mynda sveitirnar deildir og fyrir hverri fer deildarforingi. Hvert skátafélag í landinu er sjálfstæð eining en saman mynda þau Bandalag íslenskra skáta sem hefur höfuðstöðvar sínar að Snorrabraut 60 í Reykjavík. Innan Bandalags ís- lenskra skáta eru starfandi um 50 skátafélög víðs vegar um landið auk 22 hjálparsveita. Látum Ijós okkar skína Ljósmyndirnar í þessari opnu og á bls. 8 eru úr leik og starfi íslenskra skáta.

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.