Bændablaðið - 01.04.1989, Page 4

Bændablaðið - 01.04.1989, Page 4
RULLUBINDINGIN BYLTING í ÍSLENSKUM HEY- SKAP 9 EFTIR ÞÓRÐ INGIMARSSON Bændur hafa löngum átt allt sitt undir sól og regni um hey- skapinn. Vélvæðing og tækni- nýjungar síðari ára hafa þar litlu breytt um ef frá er talin súg- þurrkunin sem flestir komu sér upp þegar sveitir Iandsins raf- væddust á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Votheysgerð hefur aldr- ei orðið útbreidd hér á landi þótt ýmsir bændur hafí verkað vothey með góðum árangri. Vélar og tæki, sem flutt hafa verið inn til heyskapar, hafa því að mestu leyti miðast viö þurrheysverkun og hirðingu þess af velli. Þau hafa létt störfín en engar grund- vallarbreytingar orðið sem leyst hafí bændur undan duttlungum sólar og regns við heyannir.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.