Bændablaðið - 01.04.1989, Page 17

Bændablaðið - 01.04.1989, Page 17
AUKABLAÐ MEÐ 2. TBL.3. ÁRG. 1989 ÁBURÐARVERÐ 1989 Óski kaupandi áburðar sem búsettur er utan svæðis sem takmarkast af Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Kjósarsýslu, Gullbringusýslu og Rangárvallasýslu, að fá áburð afhentan í Gufunesi og annast flutning áburðarins sjálfur skal hann fá endurgreitt sem nemur flutningskostnaði Áburðarverksmiðjunnar á næsta hafnarstað ásamt uppskipunar-, vöru- sjótryggingargjaldi. Áburðarverksmiðjan mun ekki annast flutninga til Dalasýslu, Austur-Barðastrandarsýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Hins vegar mun Áburðarverksmiðjan greiða flutningsstyrk til áburðarkaupenda í framangreindum sýslum og ákvarðast flutningsstyrkurinn hverju sinni með hliðsjón af flutningskostnaði til næstu hafnar. Greiðslukjör Árið 1989 eru greiðslukjör vegna áburðarkaupa sem hér segir: a) Staðgreiðsla á verði viðkomandi mánaðar. b) Kaupandi greiðir áburðinn með átta (8) jöfnum greiðslum sem hefjast í mars en lýkur í október. c) Kaupandi greiðir áburðinn með sex (6) jöfnum greiðslum sem hefjast í apríl en lýkur í september. d) Kaupandi greiðir áburðinn með fjórum (4) jöfnum greiðslum sem hefjast í maí en lýkur í ágúst. Afhending áburðarins til kaupanda samkvæmt liðum b, c og d miðast við að a.m.k. 25% af andvirði áburðarins hafi verið greitt. Gjalddagi er 25. hvers mánaðar Sá hluti áburðar sem afhentur er á lánskjörum skuldfærist á staðgreiðsluverði sem í gildi er í afhendingarmánuðinum en frá og með fyrsta degi næsta mánaðar eftir afhendingarmánuð reiknast vextir á höfuðstól skuldarinnar. BÆNDA- 17 BLAÐIÐ Gerður skal viðskiptasamningur um lánsviðskipti Vextir skulu á hverjum tíma vera þeir sömu og afurðarlánavextir sem auglýstir eru hjá Landsbanka íslands. Vextir greiðast á sömu gjalddögum og afborganir. Kaupandi skal leggja fram tryggingu fyrir þeim hluta viðskiptanna sem eru lánsviðskipti. Gufunesi 17. mars 1989 ^ ÁBURÐARVERKSMIÐJA RlKISINS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.