Börn og bækur - 01.04.1987, Qupperneq 29
NÍNA TRYGGVADÓTTIR
Nína Tryggvadóttir fæddist 16. marz 1913 á
Seyðisfirði. Hún stundaði nám við Kvenna-
skólann í Reykjavík árin 1927-1930. Á árunum
1933-19A6 nam hún myndlist m.a. í Myndlistar-
skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem, við
Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn og
í París og New York. Nína lést í New York
18.6. 1968.
Bækur sem Nína samdi og myndskreytti:
Sagan af svörtu gimbur / Nína Tryggvadóttir.
- Rv. : Gimbrarútgáfan, 1946.
Kötturinn sem hvarf / Nína Tryggvadóttir.
- Rv. : Heimskringla, 1947.
Fljúgandi fiskisaga / Nína Tryggvadóttir.
- Rv. : DAS, 1948.
Stafirnir og klukkan / Nína Tryggvadóttir.
- Rv. : Bækur og ritföng, 1949.
Skjóni / Nína Tryggvadóttir. - Rv. :
Helgafell, 1967.
Myndirnar í bókum Nínu eru með ólíku móti. í
bókinni Sagan af svörtu gimbur eru þær mjög
skýrar og allir fletir vel afmarkaðir. I
bókunum Kötturinn sem hvarf, Fljúgandi fiski-
saga og Stafirnir og klukkan eru |3ær líkastar
klippimyndum, grófar og skýrar. í síðustu
bókinni, Skjóna, eru útlínur og fletir
óljósari en hreyfingum og svip dýranna náð
með örfáum breiðum strikum.
Nína myndskreytti einnig ljóð Steins
Steinars, Tindátana (1943) og ævintýrið
Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn
(1946).
-27-