Börn og bækur - 01.04.1987, Blaðsíða 35

Börn og bækur - 01.04.1987, Blaðsíða 35
Vilborg Dagbjartsdóttir er fædd 18.7. 1930 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og er nú búsett í Reykjavík. Hún hefur kennaramenntun og hefur kennt lengi við Austurbæjarskó1ann ásamt því að stunda ýmis konar ritstörf. Vilborg hefur samið nokkrar bækur fyrir börn og unglinga og myndskreytt eina þeirra, Labba pabbakút, með klippimyndum. Auk frumsaminna bóka hefur hún tekið saman safnritið Sögustein þar sem efnið er ýmist þýtt, endursagt eða frumsamið af henni. Vilborg hefur auk þess átt barnaefni í fjöl- mörgum blöðum og tímaritum þar sem mynd- skreytingar hennar hafa oft á tíðum prýtt það. Hún var umsjónarmaður barnasíðu Þjóð- viljans í tólf ár. Árið 1960 sá hún um ársrit Barnaverndarfélagsins, Sólhvörf og hefur auk þess skrifað mikið bæði í Sólhvörf, Sólskin og Melkorku. Vilborg hefur einnig verið mikilvirkur þýðandi og má m.a. nefna bækur Astrid Lindgren um Emil í Kattholti og ýmsar bækur Mariu Gripe. Barnabækur Vilborgar eru: AlliNalli og tunglið / Vilborg Dagbjarts- dóttir ; Sigríður Björnsdóttir gerði myndir. - Rv. : Litbrá, 1939. Alli Nalli og tunglið / Vilborg Dagbjarts- dóttir ; myndir Gylfi Gíslason. - [2. útg.] - Rv. : MM, 1976. Bogga á Hjalla / Vilborg Dagbjartsdóttir ; myndir Anna Cynthia Leplar. - Rv. : MM, 1984. -33-

x

Börn og bækur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.