Árblaðið - 09.12.1977, Side 12
BÖKUNARVÖRUR
í ÚRVALI
Á SÉRLEGA
HAGSTÆÐU VERÐI
Bílaleiga
$ö(uská(inn Arnbergi Áhöid sf.
Sími 1685
1 LEIGJUM ÚT:
Opnar 15. desember
15. des. n.k. verður Jólasveina-
þjónusta Ungmennafélagsins opn-
uð. Hún verður til húsa í Tryggva-
skála dagana 15.—20 des. og verð-
ur opin kl. 18,00 til 20,00 sí síma
1475.
Pessi þjónusta er þannig hugsuð
að fólk getur pantað jólasvein í
heimsókn með pakka handa börn-
unum. Það fyrsta sem fólk gerir
er að hafa samband við skrifstof-
una og leggja inn pöntun, ásamt
því sem afhenda á. Síðan kemur
jólasveinninn askvaðandi með
pakkana annað hvort á Porláks-
messukvöld eða aðfangadagsmorg-
un. Búist er við miklum önnum
hjá jólasveinunum, því heyrst hef-
ur að margi ætli að notfæra sér
þetta nýmæli, og síðan hefur
heyrst að börn hafi verið óvenju
þæg að undanförnu, enda eins gott.
Föstud. 9. desember 1977
2. tölublað — 1. árgangur
MÚRHAMRA
STEYPUHRÆRIVÉLAR
SLÍPIROKKA
MÁLARATRÖPPUR
BORVÉLAR
HJÓLSAGIR
FLÍSASKERA
O. M. FL.
nlllllIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllHIIIIHHIIHIItlllllllllllllllllllllllllllllllllllttllllllllrH
Gegn
bjórnum
Aðalfundur Áfengisvarnarnefnd-
ar Árnessýslu var haldinn í Hótel
Selfoss 27. nóv. sl. Á fundinn
mættu fulltrúar áfengisvarna-
nefnda í sýslunni.
Björn Stefánsson erindreki
Áfengisvarnaráðs ríkisins flutti er-
indi um störf ráðsins og áfengis-
mál almennt. Jón Guðmundsson,
yfirlögregluþjónn á Selfossi talaði
um áfengið og umferðina. í ræðu
Jóns kom fram að kærur vegna
ölvunar á almannafæri væru 60 á
10 mánuðum af árinu og að á
þessum tíma hefðu 148 verið sett-
ir í fangelsi vegna ölvunar. Einnig
sagði Jón að á árinu 1976 hefðu
kærur vegna ölvunar við akstur
Bæjartáknið.
verið 94, en á 10 mánuðum þessa
árs væru þær komnar yfir 100.
Á fundinum var samþykkt
áskorun til alþingismanna þess
efnis að þeir leggðust gegn bjór-
frumvarpinu, en fundarmenn voru
sammála um að tilkoma bjórsins
bætti ekki ástandið heldur yrði
viðbót við það sem fyrir er.
Leikhúsferð eldri
borgara
Miðvikudaginn 30. nóv. hélt
60 manna hópur á vegum Fé-
lagsstarfs eldri borgara á Sel-
fossi í leikhúsferð til Reykja-
víkur, til að sjá ,,Skjaldhamra“
í Iðnó. Að sögn líkaði fólki
leikurinn vel og hafði gaman af
ferðinni. Sérlcyfisbílar Selfoss
buðu eldri borgurunum ferð-
irnar og eiga þeir þakkir skild-
ar. Félagsstarf eldri borgara á
Selfossi hefur nú starfað í næst-
um ár, og hefur staðið fyrir
leikhúsferðum, skemmtiferð,
opnum húsi og á fimmtudögum
í hverri viku eru samveru-
stundir í Tryggvaskála ásamt
föndri og öðru slíku. Selfoss-
hreppur stendur fyrir félags-
starfinu, mynduð var nefnd
sjálfboðaliða til að sjá um
framkvæmdir félagsstarfsins,
og hefur sá hópur unnið óeigin-
gjarnt starf ásamt fjölda ann-
arra sjálfboðaliða.
Kofi lil
skammar
Peir sem eiga leið um Aust-
urveginn á móts við Tryggva-
götu, komast ekki hjá því að
reka augun í ferlega' ljótan
kofa er þar stendur. Kofi þessi
þjónaði einu sinni því hlutverki
að vera griðarstaður fyrir skáta-
hreyfingu staðarins. Á þeim
tíma var kofanum allavega
haldið í horfinu, þannig að
hann var ekki til skammar, þótt
hann hafi aldrei verið neitt
augnayndi. í dag er þetta hús
Selfossi hreinlega til stór
skammar, og er eiginlega furðu-
legt að kofinn hafi fengið að
standa þetta lengi.
Nú í nokkur ár hefur hús
þetta ekkert verið notað, nema
þá helst af næturhröfnum laug-
ardagskvöldanna er þeir hafa
svalað skemmdarfýsn sinni á
kofagreyinu, og ber hann þá
gjarnan merki þess næsta dag,
hurðin uppsprengd, fjalirnar úr
-gluggunum og veggirnir út-
krassaðir. Ekki er nokkur vafi
að Selfyssingar myndu fagna
því ef þessi kofi yrði fjarlægð-
ur og alveg er víst að bærinn
mundi prýkka til muna.
Húsið á horninu.
\ R ll VI Austurvegi 22 - Selfossi
% o u tf Símar. 1430 1630