Dagsbrún - 01.12.1941, Side 4

Dagsbrún - 01.12.1941, Side 4
ingurn til að fá gjöldjn greidd af' kaupinu. Var það og álitið, að mik- ill meirihluti félagsmanna teldi, að rétt væri að þessu sinni, að nota tækifærið til að ná samningsbundn- um sumarleyfum, en ekki þess vert að leggja út í deilu, sem að þessu sinni yrði notað í landsmálunum gegn verkalýðnum yfirleitt, í flokkshagsmunaskyni, og auk þess sem aðstaða stjórnar brezka setu- liðsins, hefði þá að minsta kosti orðið mjög tvísýn. Félagsfund þótti ekki fært að halda þá, vegna vandkvæða um húsnæði, erida mundu tiltölulega fáir félagsmenn, sem rúmuhust í litlu húsnæði, ekki geta haft nein úrslitaatkvæði um málið og óvíst um fundarsókn. Samtöl fóru síðan fram við at- vinnurekendur og tjáðu þeir sig fúsa til að semja um sumarleyfi, að óbreyttum samningum að öðru leyti. Var þá haldinn trúnaðarráðs- fundur 29. október s.l. og félags- stjórn gefið umboð til að semja um sumarleyfin og segja ekki upp gddandi samningum ef samkomu- lag fengist um sumarleyfin, en segja þeim upp ella eða við þá at- vinnurekendur, er ekki vildu semja um þau. Hinsvegar var á- kveðið að félagsstjórn skyldi nota þá aðstöðu sína, að til hennar þarf að leita til að fá leyfi til nætur- vinnu, til þess að setja þá jafnan skilyrði um kaffitíma fyrir mið- nætti, og ef unnið hefði verið um daginn að matmálstími yrði kl. 7— 8 að kvöldi. Tókust síðan samningar við Vinnuveitendafélagið um sumar- leyfin, elns og fara hér á eftir, 80. október, en við brezka setuliðið 31. október. Sagt var upp samningum við Almenna byggingafélagið o. fl. sem ekki vildu þegar í stað fallast á viðbótarsamning, um sumarleyf- in, en samningar hafa nú einnig tek- ist við það og aðra slíka verktaka. Með samningum þeim, sem nú hafa verið gerðir, hefir Dagsbrún fyrst allra verkamannafélaga feng- ið samningsbundin ákvæði um sum- arleyfi verkamanna með fullu dag- kaupi, er þeir hafa unnið meira en 8 vikur samtals á árinu á sama stað, og telst það vinnuvika, er minst 31 dagtími hefir verið unninn á vik- unni, en sumarleyfin eru jafnt fyr- ir fastamenn, sem dauglaunamenn að öðru leyti. Fá verkamenn frá 1. desember 1941 (ekki 1. febrúar 1942 er gömlu samningarnir gátu runnið út) viðurkenningu fyrir unn- inn tíma, sem þeir geta fengið greitt út á kaup fyrir sumarleyfin næsta sumar. Má vænta þess, að þessi nýi réttur verkamanna til sumarleyfa með kaupi muni héðan af ávalt haldast og þróast. Væri rétt af Dagsbrún að hafa undirbún- ing undir það, að geta boðið með- limum sínum ódýrar sumai’ferðir og sumardvöl, komið hentugu skipulagi á þessi sumarleyfi, fyrir þá, sem það vilja nota utanbæjar. Með þeirri miklu vinnu, sem vænta má að verði í bænum, munu langflestir verkamenn geta fengið nokkurra daga sumarleyfi, og þó að dagkaupið fyrir þessa leyfisdaga sé nokkur fjárhagslegur ávinning- ur fyrir verkamenn, þá verður þetta ákvæði fyrst og fremst að teljast 4 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.