Dagsbrún - 01.12.1941, Side 14

Dagsbrún - 01.12.1941, Side 14
tíma lagt sig fram um það, að fá viðurkenndan sérstakan kaup- taxta fyrir skipavinnu í Reykjavík. Þegar þetta er aðgætt verður sam- anburður Jóns Sigurðssonar á skipavinnutöxtum úti um land, sem sáralítið af kaupi verkamanna er greitt eftir og kauptaxta verkamanna í Reykjavík ekki til þess að kasta rýrð á Dagsbrún eða Dagsbrúnarmenn. Auk þess sýnir skýrsla sú um kaupgjald í nóv. þ. á. sem birt er í síðustu sambandstíð- indum, að í sextán stöðum af þrjá- tíu og tveim er kaupgjald við skipa- vinnu, sem Jóni finnst svo mikið til um aðeins jafnhátt og þó víðar lægra en kauptaxti Dagsbrúnar í almennri vinnu og nær því öll verkamannafélög landsins hafa lægri almennan kauptaxta en Dags- brún, en eftir þeim taxta fara allar megin launagreiðslur til verka- manna fram. Þetta, sem hér hefir verið sagt sýnir, að ,,Dagsbrún“ stendur enn sem fyr í fylkingar- brjósti verkalýðssamtakanina, líka á sviði kaupgjaldsmálanna. Þeirri stöðu hennar verður ekki hnekkt með fölskum samanburði á kaupi verkamanna í Reykjavík og skipa- vinnutöxtum annars staðar, sem eing og áður er sýnt fram á kveður meira að í orði en á borði. Dagsbrún hefir einnig nú fyrir skömmu sýnt það, að hún hefir enn sem fyr frumkvæði að stórmerkum framkvæmdum til aukinna rétt- inda fyrir verkamenn. Með frjálsu félagslegu átaki hefir nú tekist að tryggja verkamönnum í Reykjavík árleg sumarleyfi á kostnað atvinnu- rekenda, án aðstoðar löggjafa. Ríkísstjórnin og samningarnir. Því hefir verið haldið fram í dag- blcðum, að Ólafur Thors hafi samið við mig um að Dagsbrún héldi ó- breyttum grunntaxta kaupgjalds. Út af þessu vil ég lýsa því yfir, að ég hefi hvorki átt tal við Ólaf Thors né neinn annan ráðherra úm þessi mál, enda þess ekki verið óskað. Ef líkisstjórnin hefði óskað viðtals við mig eða félagsstjórn um þessi mál, hefði því að sjálfsögðu verið vel tekið. Þau viðtöl, sem ég hefi átt um samningana eru við atvinnu- rekendur: borgarstjóra, stjórn Vinnuveitendafélagsins og yfirfor- ingja vinnuskrifstofunnar brezku. Hinsvegar tel ég að sú leið, sem far- in var, að framlengja samningana með óbreyttu grunnkaupi, fullri dýrtíðaruppbót og viðbættum sumarleyfum handa verkamönn- um, hafi verið eina rétta og færa leiðin fvrir félagið . Héðinn Valdimarsson. Fjárhagur ,,Dagsbrúnar“ stend- ur nú með óvenjulegum blóma. Eru til þess þær ástæður m. a., að fjár- stjórn félagsins er í bezta lagi, öt- ullega gengið að innheimtu árs- gjalda, enda sérstaklega góð skil- yrði í því efni, vegna mikillar at- vinnu verkamanna og ákvæðanna í samningum Dagsbrúnar við at- vinnurekendur og setuliðið um inn- heimtu félagsgjalda af ógreiddum vinnulaunum. Skilningur Dags- brúnarmanna er líka vakandi fyr- DAGSBRÚN 14

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.