Bændablaðið - 13.01.2004, Page 5
Þriðjudagur 13. janúar 2004 5
Á uppskeruhátíð ferðaþjónustu-
bænda greindi Marteinn Njáls-
son, formaður félagsins frá
verkefni sem hann kallaði Hag-
nýting á upplýsingatækni. Hann
sagði að Félag ferðaþjónustu-
bænda væri komið í samstarf við
Upplýsingatækni í dreifbýli
(UD) sem er átaksverkefni á veg-
um landbúnaðarráðuneytisins.
Markmiðið með UD er að efla
tölvunotkun og upplýsingatækni
í dreifbýli og þá sérstaklega hjá
bændum.
Marteinn greindi frá því að til
væri áætlun innan ESB sem heitir
Norðurslóðaáætlun. Fyrir einu ári
kom fyrirspurn um hvort Ís-
lendingar vildu taka þátt í fjöl-
þjóða verkefni tengt upplýsinga-
tækni í dreifbýli. Spurningunni var
þá beint til UD sem síðan sótti um
aðild að þessu verkefni í samráði
við Félag ferðaþjónustubænda en
ferðaþjónustubændur falla vel að
þessu verkefni. Umsókn UD var
afgreidd jákvætt í sumar og hófst
vinna við verkefnið nú í haust
Til þessa verkefnis kemur
styrkur frá ESB en hluti af
kostnaði verður fjármagnaður
innanlands. Alls hljóðar verkefnið
upp á um 140þús evrur sem svarar
til um 12 milljónum íslenskra
króna. Um 35 þúsund evrur eiga
að fara í að smíða
hugbúnaðarlausn sem á að efla
notkun íslenskra ferðaþjónustu-
bænda á upplýsingatækni.
Norðurslóðasjóðinn á að nota
til að auka vægi jaðarbyggða í
Evrópu og tryggja hagsæla sjálf-
bæra þróun byggða á norðlægum
slóðum. Marteinn telur að
íslenskir ferðaþjónustubændur
falli vel inn í þetta verkefni sem
heitir RUBIES en það er snýst um
gerð viðskipta- og upplýsingakerfa
fyrir dreifbýli. Markmið verk-
efnisins er að auka notkun á tölvu-
og nettækni á norðlægum slóðum í
Evrópu. Norðlægar slóðir, sam-
kvæmt skilgreiningu ESB, eru N-
Finnland, N-Svíþjóð, N-Noregur,
Ísland og Skotland. Verkefnið er
unnið samhliða í þessum löndum
nema í Noregi sem dró sig út úr
því.
Í byrjun október gerði Félag
ferðaþjónustubænda samning við
UD um könnun á tölvu- og
netnotkun félaga í FFB og kanna
viðhorf til rafrænna viðskipta en
það er forsenda fyrir því að taka
þátt í verkefninu að bændur séu
tilbúnir í rafræn viðskipti.
Samningurinn veitir félögum í
FFB aðgang að námskeiðum sem
UD gengst fyrir og er það tilbúið
til að útbúa sérstakt námskeið fyrir
félaga í Félagi ferðaþjónustu-
bænda. Einnig mun Landsíminn
veita ferðaþjónustubændum tilboð
á ýmsum tæknilausnum og þá
sérstaklega tengingum inn á
Internetið. Loks inniheldur
samningurinn undirbúning að
þarfagreiningu á hugbúnaði sem
myndi virka sem upplýsinga-,
bókunar- og sölugátt á netinu.
Ef fyrrnefnd könnun meðal
ferðaþjónustubænda reynist já-
kvæð þá mun hefjast smíði á
bókunarkerfi á Internetinu sem
myndi halda utan um bókunarleyfi
ferðaþjónustubænda. Ætlunin er
að gera viðskiptin rafrænni og
vinna meira á vefnum og munu
allir gistiaðilarnir hafa aðgang að
kerfinu sem og Ferðaþjónusta
bænda hf. Markmiðið með því að
setja kerfið út á netið er að gera
upplýsingagjöf sjálfvirkari, gera
bókunarferlið styttra og
hraðvirkara og að einfalda yfirsýn
yfir óseldar gistinætur.
Í framhaldi af þessu þriggja ára
verkefni er ætlunin að taka
niðurstöðurnar sem fást og
yfirfæra þær yfir á aðrar búgreinar
íslensks landbúnaðar.
Frekari upplýsingar um mál-
efni Félags ferðaþjónustubænda
má finna á www.sveit.is
Hagnýting á
upplýsingatækni
Bændasamtök Íslands bjóða nú
upp á þá þjónustu fyrir bændur
að geyma öryggisafrit af gögn-
um sem tengjast fagforritum frá
BÍ. Nauðsynlegt er að taka
öryggisafrit af gögnum reglulega
og geyma á öruggum stað.
Ýmsum aðferðum er hægt að
beita, t.d. brenna á geisladisk
eða geyma á öðrum hörðum
diski. Þjónusta BÍ felst í að taka
á móti skrám í tölvupósti og
geyma í öruggu umhverfi gegn
vægu gjaldi.
Þeir sem hafa áhuga á að nýta
sér þessa þjónustu geta sent
öryggisafritin sem viðhengi á net-
fangið afrit@bondi.is með upp-
lýsingum um nafn, kennitölu,
heimilisfang og hvaða forriti
öryggisafritið tilheyrir. Farið er
með þessi afrit sem trúnaðarmál
og verða ekki afhent öðrum nema
með skriflegu leyfi eiganda.
Gjald er tekið fyrir afrit af
hverju forriti fyrir sig og er gjaldið
innheimt árlega. Verð er eftir-
farandi:
Agrosoft: 1.250 kr. m/vsk
CFC: 1.250 kr. m/vsk
dkBúbót: 1.250 kr. m/vsk
Fjárvís: 623 kr. m/vsk
Ískýr: 623 kr. m/vsk
NPK: 623 kr. m/vsk
Gjaldið er þó aldrei hærra en
kr. 2.500 m/vsk fyrir geymslu á
afritum óháð fjölda þeirra, nema ef
um mikið magn sé að ræða (meira
en 10 Mb).
Geymsla á
öryggisafritum
fyrir bændur
Bændablaðið kemur
næst út 27. janúar
Nýjar rannsóknir
sýna að sérstaða íslensku
kúamjólkurinnar er meiri
en áður var talið. Í ljós
hefur komið að bæði
fitu- og próteinsam-
setning er önnur en í ná-
grannalöndunum og
mjólkin er að mörgu
leyti heilsusamlegri.
Árangur rannsókna á
þessu sviði hefur farið
fram úr væntingum.
Rannsóknirnar eru gerðar að
frumkvæði rannsóknarstofu í
næringarfræði við Háskóla Ís-
lands og Landspítala-háskóla-
sjúkrahús og fjármagnaðar á fjár-
lögum síðustu þrjú ár. Mikilvægt
er að halda rannsóknun-
um áfram þar sem þær
snerta heilsufar al-
mennings. Mjólk er
meðal annars aðalfæða
lítilla barna víðs vegar í
heiminum.
Niðurstöðurnar
birtast í bókinni "Sér-
staða íslensku kúa-
mjólkurinnar - tengsl við
heilsu og fram-
tíðarmöguleikar" sem
kom út nýlega og er gefin er út af
rannsóknarstofu í næringarfræði
en höfundar eru dr. Inga
Þórsdóttir, dr. Ingibjörg
Gunnarsdóttir og dr. Bryndís Eva
Birgisdóttir.
Sérstaða
íslensku
mjólkurinnar
Þórður
Þorgeirsson
fluttur að Jaðri
Hinn landsþekkti
tamningamaður Þórður
Þorgeirsson, sem oft hefur verið
nefndur "konungur
kynbótahrossanna", hefur flutt
starfsemi sína um set og gerir nú
út frá Jaðri í
Hrunamannahreppi. Á Jaðri búa
Kristbjörg Kristinsdóttir og
Agnar R. Róbertsson ásamt
sonum sínum en þau fluttu
þangað úr Reykjavík fyrir um
tveimur árum.
Mikil og góð aðstaða hefur verið
byggð upp á Jaðri undanfarna
mánuði, innréttað hefur verið
hesthús fyrir 60 hesta auk þess
sem þar er góð inniaðstaða til
tamninga og nóg rými til allra
átta fyrir útreiðar. Að sögn
Kristbjargar eru þau Agnar mjög
ánægð með að hafa fengið Þórð
til sín og segir hún hesthúsið
smám saman að fyllast af
tamningar- og
þjálfunarhrossum. Sjálfur sagði
Þórður í viðtali við Bændablaðið
sl. sumar að honum líkað hvergi
betur en í sveitinni og hann er
því vel settur í sveitasælunni að
Jaðri. Hreppamenn ættu að vera
ánægðir með fenginn og mega
hestamenn væntanlega eiga von
á að sjá fjölda farsælla
kynbótahrossa úr Hreppunum
undir Þórði á komandi
landsmótsári. HGG