Bændablaðið - 13.01.2004, Page 6
6 Þriðjudagur 13. janúar 2004
Upplag: 10.500 eintök
Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti.
ISSN 1025-5621
Bændablaðið
Málgagn bænda og landsbyggðar
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra
annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en
þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.)
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson
Netfang blaðsins er bbl@bondi.is
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Næstu blöð!
janúar
27.
mars
9.
23.
febrúar
10.
24.
Frestur til að panta stærri auglýsingar er á
hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smáaug-
lýsingar þurfa að að berast í síðasta lagi
fyrir fimmtudag fyrir útkomu.
Bréf kansellíisins um
tilhögun á
kirkjuhurðum
1828
28. október
Hinn 7. þ.m. hefir Hans hátign
allramildilegast þóknast að
úrskurða, að þegar kirkjur eru
byggðar að nýju, þá skuli öllum
hurðum þannig hagað, að þeim
verði lokið upp að innan og
gangi út.
Ofangreint er tekið af vef
Brunamálastofnunar en þar á bæ
eru greinilega áhugamenn um
sögu fyrri tíma.
Nýtt skipulag
almannavarna á
Austfjörðum
Tekið hefur verið upp breytt
skipulag almannavarna á
Austfjörðum þ.e. frá
Fjarðarbyggð suður að
Djúpavogi. Markmiðið með
þessum breytingum er að
einfalda það kerfi sem fyrir var.
Í almannavarnarnefndinni
munu eiga sæti bæjar- og
sveitarstjórar og
lögreglustjórinn á Eskifirði.
Með nefndinni starfar
aðgerðastjórn viðbragðsaðila en
hana skipa fulltrúar
lögreglustjóra, slökkviliðs,
heilbrigðisstofnana,
tæknideildar, svæðisstjórnar,
björgunarsveita og deildar
Rauða kross Íslands. Þá verða
vettvangsstjórnir í hverju
sveitarfélagi en hana skipa
lögregla, slökkvilið, tæknideild
(áhaldahús) björgunarsveit og
sveitarstjóri.
Umhverfisverðlaun í
Skaftárhreppi afhent á
Þorláksmessu
Veittar voru viðurkenningar
fyrir snyrtilegasta umhverfi
sveitabæjar annars vegar og
snyrtilegustu lóðina hins vegar.
Óskað var eftir tilnefningum til
umhverfisverðlauna í
Skaftárhreppi fyrir árið 2003 og
hlutu verðlaunahafar afgerandi
kosningu. Kristín Lárusdóttir
og Guðbrandur Magnússon á
Syðri-Fljótum í Meðallandi
hlutu viðurkenningu fyrir
snyrtilegasta umhverfi
sveitabæjar. Þau hafa lyft
grettistaki í fegrun á umhverfi
Syðri-Fljóta eftir að þau hófu
þar búskap og leynir sér ekki
þegar ekið er framhjá Syðri-
Fljótum hversu vel og snyrtilega
er gengið um. Jóhanna
Friðriksdóttir og Ragnar
Pálson, Skerjavöllum 4 á
Kirkjubæjarklaustri, hlutu
viðurkenningu fyrir
snyrtilegustu lóðina í
Skaftárhreppi. Þau hafa í fjölda
ára átt fallegan og vel hirtan
garð og eru mjög vel að
viðurkenningunni komin.
Þetta er í fysta sinn sem
umhverfisverðlaun eru veitt í
Skaftárhreppi en tilgangur
þeirra er m.a. að hvetja íbúana
til að ganga snyrtilega um
umhverfi sitt og vekja athygli á
því sem vel er gert í þeim
efnum.
Deilur um frjálsa eða ekki frjálsa verslun
eiga sér langa sögu. Þær standa um það
hver eigi að fá, hver eigi ekki að fá og
hver eigi að borga. Með öðrum orðum þá
standa deilurnar um það hver eigi að
ráða, þ.e. um völd. Þetta segir Andreas
Skartveit í norska blaðinu Bondevennen
í áramótablaði þess og hann heldur
áfram:
Sígilt deiluefni er tollur á innflutning
korns. Á að leggja toll á korn og hversu
hár á hann að vera? Bændur í hverju landi
vilja leggja toll á korninnflutning til að
hækka verð á eigin framleiðslu. Aðrir
þjóðfélagsþegnar vilja geta keypt ódýrt
brauð.
Þarna verða yfirvöld að taka af skarið,
hvað sem kenningasmiðir, eins og Adam
Smith og Karl Marx, segja. Ákvörðun
sem allir eru ánægðir með er ekki til. Nóg
er af trúboðum, oft á góðum launum, sem
vilja fá okkur til að trúa því að algjört
viðskiptafrelsi sé öllum fyrir bestu,
beinlínis leiðin til frelsunar. Það eru
haldnar fjölmennar ráðstefnur um efnið.
En þar rísa upp margir villutrúarmenn,
bæði innan og utan ráðstefnusalanna,
þannig að ekkert samkomulag næst, alveg
eins og á kirkjuþingum í gamla daga og
sagan geymir margar frásagnir um.
Vandinn er sá að trúboðarnir, svo að
ekki sé sagt predikararnir, eru
ósannfærandi og með vafasama fortíð.
Vilji menn komast til botns í málinu
verður að leita að því hvar völdin liggja.
Fullt viðskiptafrelsi er heróp og
hernaðaráætlun valdsins.
Og þá kemur hræsnin í ljós. Það trúir
enginn á fullt viðskiptafrelsi,
boðskapurinn er tóm látalæti og hræsni.
Það sem upp úr stendur er að hver og
einn vill viðskiptafrelsi þar sem hann
stendur sterkur en vernd þar sem hann
stendur veikur.
Hin ríku iðnríki boða frjálsa verslun
en eru á móti frjálsri verslun með matvæli
og fatnað. Frjáls verslun myndi leggja í
rúst fataiðnað þeirra og þróunarlönd
myndu skaða bændur í iðnríkjunum.
Mörg þróunarlönd vilja vernda iðnað sinn
eins og Vesturlönd gerðu þegar þau
byggðu upp iðnframleiðslu sína, en það
fá þau ekki. Svo vilja þau flytja út
matvæli og fatnað. Það mega þau heldur
ekki, þá mæta þau tollmúrum okkar.
Bandaríkin, sterkasta hagkerfið í heimi,
er fylgjandi fríverslun, einnig með
matvæli þegar um er að ræða að selja
bandarísk matvæli til Evrópu. En þau eru
á móti evrópskum mat og öðrum mat í
Bandaríkjunum. Hann ógnar
bandarískum landbúnaði. Bandaríkin eru
fylgjandi frelsi í viðskiptum með
iðnaðarvörur en þegar bandarískur
stáliðnaður lenti í vandræðum brugðust
þau hart við og settu toll á innflutt stál.
Við styðjum fullt viðskiptafrelsi með
fisk á sama tíma og við fylgjum
verndarstefnu gagnvart búvörum.
Stjórnarerindrekar okkar geta þurft að
tala fyrir þessum tveimur sjónarmiðum á
sama fundinum.
Iðnbyltingin hófst í Englandi og náði
þar forskoti. Þá boðuðu Englendingar
frjáls viðskipti. Þjóðir á meginlandi
Evrópu og Bandaríkin voru þá á móti
frjálsri verslun. Þessi lönd vildu byggja
upp iðnað sinn í friði og upphófust þá
mikil átök. Þegar Rússland seint og um
síðir hugðist iðnvæðast lokaði ríkið
landamærum sínum áratugum saman.
Fríverslunartrúboð er sérstakt að því
leyti að fagnaðarboðarnir trúa ekki einu
sinni sjálfir sínum eigin boðskap. Þeir
reyna að dulbúa valdið í fagran búning,
fullan af hugmyndum um réttlæti og
algild sjónarmið. Það er ekkert nýtt,
sagan er full af slíkum málflutningi,
valdið hefur alltaf hagað sér þannig.
Hugmyndin um að frjáls verslun muni
frelsa heiminn er lygi sem er svo stór að
hún er orðin sönn. Slíkt hefur komið fyrir
áður. Því er það spurningin hvenær
drengurinn í ævintýrinu um nýju fötin
keisarans kemur og segir: Hann er ber.
Ætla má að næst verði hann svartur./ME
Frjáls verslun