Bændablaðið - 13.01.2004, Síða 10
10 Þriðjudagur 13. janúar 2004
Manneldisráð birti
snemma á árinu 2003 fyrstu
niðurstöður úr um-
fangsmikilli könnun á mat-
aræði landsmanna en
hliðstæð rannsókn hefur
ekki farið fram frá árinu
1990. Alls tóku 1366 manns
á aldrinum 15-80 ára þátt í
könnuninni og var
svarhlutfall 70,6%.
Könnunin var gerð í
samvinnu við Fé-
lagsvísindastofnun Háskóla
Íslands, framkvæmd og
undirbúningur var í
höndum Manneldisráðs en
húsnæði og aðstaða var
fengin hjá Félagsvísinda-
stofnun. Könnunin fór fram
í tveimur áföngum, febrúar
til apríl og ágúst til
nóvember árið 2002.
Helstu niðurstöður lands-
könnunarinnar voru:
·Í stórum dráttum hefur mataræði Íslendinga
færst nær manneldismarkmiðum: Fitan hefur
minnkað og grænmeti og ávextir aukist, þótt enn sé
langt í land að markmiðinu um 500 grömm á dag sé
náð.
·Dæmi um neikvæða
þróun er hins vegar aukin
sykurneysla og er neysla
gosdrykkja gífurleg, einkum
meðal ungra stráka, sem
drekka að meðaltali tæpan
lítra af gosdrykkjum á dag.
Sykurneysla þeirra er
jafnframt óheyrilega mikil
eða 143 grömm af viðbættum
sykri á dag.
·Stúlkur drekka minna af
gosi og meira af vatni en
strákar og velja fituminni
vörur. Mjólkurneysla þeirra
er hins vegar lítil, fiskneyslan
er hverfandi og næringarefni
í fæði bera þess merki: Kalk,
D-vítamín og joð eru dæmi
um nauðsynleg efni sem eru
undir ráðleggingum í fæði
stúlkna.
·Fiskneysla hefur
minnkað um 45% frá 1990
og er nú litlu meiri en gerist
og gengur í flestum nágrannalöndum
·Fólk á höfuðborgarsvæðinu borðar fituminna
fæði og er grennra en fólk í þéttbýlisstöðum eða
dreifbýli. Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðunni: www.manneldi.is
Landskönnun á mataræði 2002
Gífurleg gosdrykkja meðal ungra stráka
Á uppskeruhátíð Ferðaþjónustu
bænda sem haldin var dagana
20. og 21. nóvember sl. flutti
Björn S. Lárusson ræðu og
skýrði frá því að hann væri að
hefja vinnu við mastersritgerð
við Viðskiptaháskólann í Bif-
röst. Þar ætlar hann að fjalla um
umfang í rekstri Ferðaþjónustu
bænda. Björn nam ferða-
málafræði í Noregi og var fyrsti
Íslendingurinn sem lauk námi í
þeim fræðum en hefur auk þess
lokið námi í markaðs- og
viðskiptafræðum. Hann kallar
ritgerð sína ,,Ferð til fjár."
Verkefnið mun snúast um
rannsókn á umfangi og rekstri í
Ferðaþjónustu bænda og er undan-
fari þess skýrsla sem
landbúnaðarráðherra lét gera um
sóknarfæri til sveita sem kom út í
febrúar 2002. Hann sagði verk-
efnið umfangsmikið og því munu
Vífill Karlsson hagfræðingur og
Þorvaldur Jónsson rekstrarfræð-
ingur vinna með Birni að því.
Björn sagði að það sem skoðað
yrði væri hver sé hlutdeild Ferða-
þjónustu bænda í ferðaþjónustunni
í landinu. Hvaða þættir skili
árangri, hvers vegna og hvað er
það og ekki síður hvaða þættir
gangi miður og sömuleiðis hvers
vegna og hvað það er. Síðan
verður skoðað sérstaklega hlutverk
Ferðaþjónustu bænda í viðhaldi
byggða og byggðamynstrinu hér á
landi og hvernig megi bæta
þjónustuna. Markmiðið væri að
finna út þá þætti sem fara úrskeiðis
og valda rekstrarerfiðleikum þótt
segja megi að flestum hafi gengið
vel í FB. Þetta verður unnið í
samstarfi við Ferðaþjónustu
bænda og í samráði við land-
búnaðarráðuneytið.
Send verður út spurningakönn-
un til allra ferðaþjónustubænda.
Spurt verður um umfang
rekstursins, markaðsmálin og innri
og ytri skilyrði. Farið verður með
allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Einnig verður gerð spurninga-
könnun meðal viðskiptavina.
Spurt verður í Leifsstöð á Kefla-
víkurflugvelli og við tvær brott-
farir Norrænu á Seyðisfirði næst
sumar.
Björn sagði að þeir vænti þess
að fá niðurstöður um umfang FB í
tölum, þ.e. hver sé styrkleiki og
veikleiki í rekstri. Hugsanlega
bætt skipulag er þörf krefur, betri
samskipti, þarfir viðskiptavinanna,
óskir bænda og vitneskja sam-
félagsins um Ferðaþjónustu
bænda.
Rannsókn á umfangi
og rekstri í Ferða-
þjónustu bænda
Grunnskólinn í
Tjarnarlundi með
glæsilegt skólablað
Nemendur Gunnskólans í
Tjarnarlundi hafa gefið út
skólablað sem heitir
Saurbæjarblaðið og er það í
þriðja sinn sem nemendur gefa
það út. Blaðið er hið
glæsilegasta í útliti og fallega
myndskreytt. Í blaðinu eru
nokkur viðtöl, meðal annars við
Sveppa og söngkonuna Siggu
Beinteins. Saga skólans er rakin
og birtur kafli úr bókinni um
Steinólf í Fagradal. Ferðasaga
nemenda til Danmerkur og
hestaferð innanlands og margt
fleira efni er í þessu ágæta blaði.
Ferðaþjónusta bænda
Á Alþingi hefur Önundur S.
Björnsson lagt fram fyrirspurn
til landbúnaðarráðherra um
ferðaþjónustu bænda.
Önundur spyr hversu
margir bændur sinna ferða-
þjónustu að hluta eða öllu leyti
og hver sé staða þeirra og
hverjir framtíðarmöguleikar
greinarinnar séu að mati ráð-
herra.
Í ágústmánuði árið 2001 var
sett ný reglugerð um neyslu-
vatn. Í henni er kafli um eftirlit
heilbrigðisyfirvalda á neyslu-
vatni matvælaframleiðenda en
þar undir falla mjólkurfram-
leiðendur og ferðaþjónustu-
bændur sem selja ferða-
mönnum mat, t.d. morgunverð.
Ekki er ólíklegt að aðrir
bændur (kjötframleiðendur)
komi síðar til með að falla
undir svipaða reglugerð.
Umhverfisstofnun annast
reglugerðina. Heilbrigðisfulltrúar
taka vatnsveiturnar út og ef
eitthvað er athugavert við vatnið
er bændum greint frá hvað sé að,
þeim gert að bæta úr því og fá til
þess einhvern frest. Síðan verður
um reglubundið eftirlit með
vatnsveitunum að ræða. Talað
var um að eftir fimm ár frá útgáfu
reglugerðarinnar yrði búið að
koma öllum vatnsveitum þessara
bænda í viðunandi horf.
Margir bændur sem þurfa að
gera bragarbót á vatnsbólum
sínum leita til Óttars Geirsson
um ráðgjöf en hann er ráðunautur
Bændasamtakanna um vatns-
veitur. Hann segir að ástand
veitnanna sé mjög mismunandi.
Á sumum stöðum þurfi ósköp
lítið að gera til þess að veitan
komist í gott stand, kannski er
bara brotinn hlemmur á brunnin-
um þannig að yfirborðsvatn
komist í hann. Á öðrum stöðum
er svo mun meira að jafnvel svo
mikið að gera verður alveg nýja
veitu. Óttar segir að það geti því
kostað frá nokkur þúsund krón-
um og upp í nokkur hundruð
þúsund að koma vatnveitunum í
viðunandi horf.
,,Til að sýna fram á hversu
viðkvæmur mælikvarði sýnataka
getur verið á gæði vatnsbóla þá
tók heilbrigðisfulltrúi á Norður-
landi vestra sýni úr vatnsbólum
nokkurra bæja í tveimur dölum á
svæðinu og litu öll vatnsbólin
svipað út. Þegar farið var að
rannsaka sýnishornin kom í ljós
að þau voru svo til öll í lagi í
öðrum dalnum en stór hluti
vatnssýna úr hinum dalnum var í
ólagi. Þá kom það fram að þegar
sýni voru tekin í dalnum þar sem
allt var í lagi hafði lengi verið
þurrkur en í hinum hafði verið
rigningartíð og yfirborðsvatn
komist í brunnana en í hinum
dalnum var ekkert yfirborðsvatn
til að renna í brunnana þegar sýni
voru tekin," segir Óttar.
Hann segir að allmikið hafi
verið að gera hjá sér við ráðgjöf
eftir að reglugerðin var sett. Sem
fyrr segir er það afar misjafnt hve
mikið þarf að gera til að koma
hlutunum í lagt, oft hreint smá-
ræði en líka dæmi um hið gagn-
stæða.
Úttekt á vatnsbólum
mjólkur- og ferða-
þjónustubænda
Fræðslunet
Suðurlands
Kynningar-
vika vísinda
og rannsókna
á Suðurlandi
Fræðslunet Suðurlands
hyggst efna til kynningarviku
vísinda og rannsókna á
Suðurlandi í samvinnu við þá
aðila sem þar stunda rann-
sóknarstörf. Tilgangur
vikunnar er að kynna fyrir
almenningi hverjir stundi
rannsóknir á Suðurlandi og um
hvers konar rannsóknir sé að
ræða, hvert umfangið sé og
þýðing fyrir sunnlenskt
samfélag.
Gert er ráð fyrir að vikan
verði 22. - 26. mars 2004. Skipu-
lag vikunnar verður með þeim
hætti að Fræðslunet Suðurlands
úthlutar hverjum rann-
sóknaraðila einum sérstökum
kynningardegi og safnar saman
upplýsingum um hvernig hver
og einn hefur í hyggju að kynna
rannsóknarstarfsemi sína, s.s.
með opnu húsi, sýningum,
kynningum í skólum, greinum í
héraðsblöðum o.fl.
Fræðslunet Suðurlands mun
beita sér fyrir því að vikan fái
umfjöllun í sunnlenskum fjöl-
miðlum og í vikunni á undan,
þann 17. mars, verður gefinn út
sérstakur "kálfur" með
Sunnlenska fréttablaðinu þar
sem þátttakendum gefst kostur
á að fjalla um sitt svið jafnframt
því sem vikan verður auglýst.
Lögð verður áhersla á að
hér er um einstakan viðburð að
ræða þar sem allir aðilar á sviði
vísinda og rannsókna standi
saman að kynningu hver á sínu
fræðasviði.
Vikunni lýkur svo með
öflugu málþingi sem verður öll-
um opið. Þar verður fjallað um
stöðu menntunar og rannsókna
á Suðurlandi, hver staðan sé og
hvert skuli stefna.
Þess er vænst að allir þeir
sem koma að rannsóknar-
starfsemi af einhverju tagi taki
þátt í vikunni þannig að sem
allra best komi í ljós hver
staðan í vísindum og
rannsóknum á Suðurlandi er og
hvaða rannsóknartækifæri séu í
augsýn.