Bændablaðið - 13.01.2004, Síða 20
20 Þriðjudagur 13. janúar 2004
Athygli vekur að bókin er rituð af mikilli tilfinningu
fyrir íslenskum mat. Jafnvel má ganga svo langt að segja að
þjóðerniskennd og ást á íslenskum mat skíni í gegn á síðum
bókarinnar! En hvers vegna rita næringarfræðingarnir bók
um samlokur? Önnur nefnir að þeim hafi fundist
Íslendingar nota einhæft álegg þrátt fyrir að eiga og
framleiða fjölmargt sem hæfir vel góðum samlokum. "Hér
á landi er mikið um úrvals hráefni
sem hægt er að nota ofaná brauð en
gleymist oft. Við getum tekið kalt
lambakjöt sem dæmi og sömuleiðis
fiskinn. Þá megum við ekki gleyma
öllum ostunum okkar, grænmetinu,
ávöxtunum og eggjunum," sagði
Bryndís Eva. "Góð gróf samloka er
eitt það besta sem fólk getur fengið
sér ef það er svangt."
Gott hráefni er undirstaða
árangursríkrar matargerðar. "Hér á
Íslandi erum við mjög heppin hvað
þetta varðar. Víða erlendis ganga
menn ekki að svona gæðum
vísum," sagði Heiða Björg.
Í samtalinu við þær stöllur kom
fram að þær teldu eldhúsið ætti að vera miðstöð ánægju
og gleði. "Hollur matur er bara venjulegur matur. Það er
ekki flókið að útbúa hann og í bókinni eru margar
hugmyndir um hvað hægt er að gera, einskonar
hugmyndabanki." En er samloka skyndibiti? Já, segir
Heiða Björg. " fólk á að grípa það sem til er í
kæliskápnum og búa til eitthvað gott."
Næringarfræðingarnir vilja - með
bókinni - leggja sitt af mörkum til þess
að fólk beini mataræðinu í hollari
farveg. Þær predika ekki öfgar og segja
að allt sé gott í hófi. Bæta við að matur
sé meira en næring og orka - matur sé
ást og gleði og hafi áhrif á tilfinningar
og líðan. "Við verðum að láta okkur
varða hvað við borðum, enda berum
við ábyrgð á eigin heilsu," sagði
Bryndís Eva og Heiða Björg leggur
mikinn þunga í lokaorðin: "Hollur
matur er bragðgóður. Málið er bara að
borða ekki of mikið.“
Meðfylgjandi mynd var tekin í
Bókabúð Máls og menningar. Bryndís
Eva (t.v.) og Heiða Björg.
Á liðnu ári kom út bókin
Samlokur - grípandi góðgæti fyrir
nautnafólk. Bókina skrifa tveir
sérfræðingar í næringu og mat,
Bryndís Eva Birgisdóttir og Heiða
Björg Hilmisdóttir, en báðar lærðu
þær næringarfræði í Svíþjóð. Heiða
Björg rekur eldhús og matsali á
Landspítalanum en Bryndís Eva
vinnur hjá rannsóknarstofu
næringarfræði við Háskóla Íslands
og Landspítala auk þess sem hún
kennir í HÍ. Bókin kostar rétt
röskar eitt þúsund krónur og fæst í
verslunum Hagkaupa, ýmsum
bókabúðum og öðrum verslunum.
Á Íslandi geta menn gengið að
gæðunum vísum
Á dögunum greindi Bændablaðið frá því þegar nýtt skrifstofuhúsnæði
var tekið í notkun á Hvanneyri. Húsið er byggt fyrir tilstilli
Borgarfjarðarsveitar, en þar eru hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki til húsa
sem flest tengjast landbúnaði. Þetta eru: Búnaðarsamtök Vesturlands,
Vesturlandsskógar, Landbúnaðarháskólinn, Hagþjónusta
Landbúnaðarins, Framleiðnisjóður Landbúnaðarins, Landssamband
kúabænda, P.J. byggingar, Héraðssetur Landgræðslu ríkisins og
Orkuveita Reykjavíkur. Bændabl. tók meðfylgjandi myndir við opnunina.
Við borðið sitja þau Bragi Þór Sigurdórsson, Akranesi, Haukur
Þórðarson, starfsmaður Bútæknideildar Rala, Sigríður Júlía
Brynleifsdóttir, nemendi LBH og Sveinn Ingólfsson, verkfræðingur,
Akranesi. Á myndinni til hliðar eru bræðurnir Sveinn og Guðmundur
Bjarnasynir frá Brennistöðum.
Erlendir
ráðunautar í
grænmetis- og
kartöflurækt
Á síðasta ári voru fengnir
erlendir ráðunautar til að
leiðbeina kartöflu- og
grænmetisframleiðendum. Nú
á nýju ári bætist við í hópinn
norskur ráðunautur í
útiræktuðu grænmeti, Kari
Aarekol, en hún starfar hjá
Jæren Forsöksring í Særheim í
Noregi. Kari kemur þann 21.
janúar og heimsækir
framleiðendur og verður með
fræðslufund í
Garðyrkjuskólanum þann
23.janúar kl 13. Kari ætlar
þar að segja frá útiræktun
matjurta í Noregi, fjalla um
helstu afbrigði í ræktun og að
auki mun hún fjalla
sérstaklega um ræktun á
íssalati.
Þann 27. janúar kemur
síðan Jan Boersma, sem kom
hingað í tvígang í fyrra, og
heimsækir gúrku- og
tómatbændur en hann verður
að auki með fundi þar sem
hann segir frá helstu
nýjungum í ræktun þessara
tegunda.
Fyrstu vikuna í febrúar
kemur síðan Chris Verberne
paprikuráðunautur og
heimsækir og heldur fund með
paprikuframleiðendum.
Benny Jensen
kartöfluráðunautur kemur
síðan í heimsókn í vikunni 16. -
20. febrúar. Benny mun
heimsækja framleiðendur og
halda síðan fund með þeim þar
sem farið verður yfir
vorverkin s.s. forspírun,
jarðvinnslu og áburðargjöf.
Einnig mun hann fjalla um
illgresiseyðingu og sjúkdóma.
Þeir sem hafa áhuga á að
Benny eða aðrir ráðunautar
fjalli um einhver tiltekin
vandamál eru hvattir til að
hafa samband við Magnús Á.
Ágústsson ráðunaut í síma 899
4178.
Glæsilegt hótel í Sælingsdal
Húsnæði fyrrum heimavistarskólans að Laugum í Sælingsdal í
Dalasýslu hefur sl. þrjú ár verið rekið sem heilsárshótel eða síðan
hætt var að kenna að Laugum og skólinn fluttur í Búðardal.
Yfir sumarið er rekið þar Edduhótel en yfir veturinn sér fyrirtækið
Dalagisting um reksturinn og tekur þá á móti hópum. Matföng koma frá
verslun og veitingastað sem rekinn er í Búðardal.
Sveinn Gestsson sér um að taka niður pantanir og reksturinn yfir
veturinn. Hann sagði að nokkuð væri um það á veturna að kórar kæmu og
notuðu tímann til æfing sem og íþróttahópar. Einnig er nokkuð um að
hótelið sé notað til fundahalda. Sveinn segir að nýtingin yfir veturinn mætti
vera betri og því væri hverjum hópi sem pantar gistingu fagnað. Pöntun-
arsíminn á hótelinu er 434-1264.
Glæsileg
matvöruverslun