Gangleri - 15.05.1925, Blaðsíða 24
vonbrigðum. Torgið ar atór, ferhyrnt flöt, lögð
trachyt-steinum og marmara. Á þrjár hliðar eru
ainhverjar hinar fegurstu hallir, sem jeg hefi
nokkru sinni sjeð, skreyttar f j ölda fágætra. atand-
mynda. En á eina hlið gnæfir Markúsarkirkjan með .
5,Ö0 marmarasulum, 5 hv,elfingum og 4. logagyltum fákum,
sem lyfta sjer upp á afturfótunum yf-ir aðaddyrunum,
ains og þeir ætli að stökkva út í geyminn. En á
torginu sjálfu eru þúsundir af dúfum, vappandi og
fljúgandi í sstórhópum, svo að öðru hvoru hvexfur alt
í þessari glitrandi fjaðradrífu. Mjer er ekki unt,
að lýsa þeirri fegurð, sem þarna er. En eitt er víst,
ao við höfum aldrei orðið jafnhrifin af hletti nakk.-
urrar horgar. Svo heilluð vorum við af torginu að
*
við gátum ekki annarstaðar verið. Við vorum nærri
því þrjá daga saman í Peneyjum. En við gerðum enga-
tilraun til að sjá neitt anna.ð en þa.ð. Við vorum
öðruhvoru eins og í draumi , er við fórum þarria um.
Og hafi jeg nokkru sinni þózt koma á fornar stöðva,r,
20