blaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 4
föstudagur 6. maí 2005 I blaðið
Bónus-fjöl-
tefli Hróksins í
Kringlunni
Fjöltefli verður haldið í dag
og á morgun, laugardag, við
verslun Bónus í Kringlunni.
Það er stórmeistarinn Henrik
Danielsen, skólastjóri Hróks-
ins, sem þar mun tefla við
böm sem fullorðna. Fjöltefl-
ið verður frá klukkan 15-18
í dag og frá kl. 11-14 á morg-
un, laugardag. Skráning fer
fram á staðnum og er öllum
velkomið að spreyta sig gegn
stórmeistaranum.
Henrik Danielsen er dansk-
ur stórmeistari sem verið hef-
ur mjög virkur í starfi Hróks-
ins á síðustu ámm. Hann
flutti til íslands í fyrra og hef-
ur í vetur kennt í Skákskóla
Hróksins, heimsótt fjölda
skóla og tekið þátt í skákvið-
burðum um allt land. Þetta
er í annað sinn sem Henrik
skorar á íslendinga í fjöltefli
á vegum Hróksins og Bónuss.
í desember tefldi hann við
rúmlega 80 áhugamenn á öll-
um aldri og tapaði þá aðeins
einni skák.
Ofbeldi fær
rauða spjaldið
Á Ingólfstorgi
í dag kl. 17
Ungir menntaskólanemar
fengu sig fullsadda af ofbeldi
eftir hrottalegar líkamsárásir
á Akureyri nú nýlega og stóðu
fyrir vel heppnaðri samkomu
í síðustu viku til þess að opna
umræðuna um ofbeldi í þjóðfé-
laginu. Nú er komið að Reyk-
víkingum að sýna slíka sam-
stöðu og hefur því verið efnt
til fjöldasamkomu á Ingólfs-
torgi klukkan fimm í dag. Á
annað þúsund manns söfnuð-
ust saman á Ráðhústorginu
á Akureyri og vonast er til að
mætingin á Ingólfstorgi verði
engu síðri. Samtökin BIRT-
ING - ungt fólk gegn ofbeldi,
sjá um skipulagninguna í
samvinnu við Reykjavíkur-
borg og munu meðal ann-
arra reggísveitin Hjálmar og
tónlistarmaðurinn KK taka
nokkur lög. Fjölmennum á
Ingólfstorg og gefum ofbeld-
inu rauða spjaldið.
Frambjóðendur
á lokasprettinum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og
Össur Skarphéðinsson og stuðn-
ingsmenn þeirra eru nú á loka-
spretti í langri kosningabaráttu
um formannssæti í Samfylking-
unni.
Stuðningsmenn Ingibjargar Sól-
rúnar fylltu Borgarleikhúsið síð-
astliðið miðvikudagskvöld en að
sögn Margrétar S. Björnsdóttur, í
kosningastjórn Ingibjargar, voru
um 600 manns á skemmtuninni
í Borgarleikhúsinu. „Við vissum
að við værum að taka áhættu með
því að taka svo stóran sal. Þeir
sem tóku ákvörðunina höfðu trú
á því að miðað við þær undirtektir
sem Ingibjörg Sólrún hefur fengið
í kosningabaráttunni þá þyrftum
við þetta pláss til að allir gætu
komist að sem vildu. Það reyndist
vera rétt,“ segir Margrét.
Hún segir stuðningsmenn Ingi-
bjargar nota næstu tvær vikur
til að hafa samband við þá sem
skráðu sig í Samfylkinguna í
gegnum kosningaskrifstofuna og
hvetja þá til að skila kjörseðlum.
Nokkur hundruð manns hafa ekki
enn fengið kjörseðla en munu fá
þá í næstu viku.
Stuðningsmenn Össurar Skarp-
héðinssonar halda hraðskákmót
í Iðnó á morgun og er það öllum
opið. Árni Björn Ómarsson, kosn-
ingastjóri Össurar, segir mikið að
gera á kosningaskrifstofunni, ver-
ið sé að hringja í menn og hvetja
þá til að skila kjörseðlum. Sömu-
leiðis sé mikið hringt á skrifstof-
una og eitthvað sé um að menn
hafi ekki enn fengið kjörseðla.
„Það er mikil aksjón og mikil
gleði,“ segir Árni Bjöm. Spurður
hvort menn væru sigurvissir svar-
aði hann: ,A-uðvitað, annars væm
menn ekki að þessu."
Bretar áforma stór-
aukinn kjarnorkuiðnað
„Höfum sérstakar áhyggjur af framtíð Sellafield,“
segir umhverfisráðherra
>LLT
&OTT
Grilluð kjúklingabringa
með heitri sósu, hrísgrjónum,
maís, fersku salati og Topp
1/2 grillaður kjúklingur 1.050
með heítri sósu, hrísgrjónum, maís,
fersku salati og Sódavatn
Kjúklingasalat
með grilluðum kjúkling, lceberg,
tómötum, agúrkum, papriku, pasta,
rauðlauk og Sódavatn
Ríkisstjórn Tonys Blair undirbýr
nú kúvendingu á orkustefnu sinni
en í stað þess að loka flestum
kjarnorkuvemm, líkt og stefnan
hefur verið, á að reisa ný orkuver
á grunni hinna gömlu. Ekki er
nema ár síðan Bretar voru knún-
ir til þess að breyta losun kjam-
orkuúrgangs af nágrannaþjóðum
sínum en nú er allt útlit fyrir að
stórefling kjarnorkuiðnaðar setji
strik í þann reikning. Sigríður
Anna Þórðardóttir umhverfisráð-
herra segir ástæðu til þess að
fylgjast grannt með þessari stefnu-
breytingu, en sem fyrr er það los-
un kjarnorkuúrgangs í hafið við
Sellafield sem veldur mestum
áhyggjum.
„Þótt við höfum náð miklum
árangri á þessu sviði á undanförn-
um árum þurfum við vitaskuld
að fylgjast grannt með þróuninni
og þá horfi ég sérstaklega til Sel-
lafield," segir Sigríður Anna.
„Þar höfum við ekki heldur sofið
á verðinum og Sellafield var t.d.
eitt helsta umræðuefni okkar
Dicks Roche, umhverfisráðherra
íra, á loftslagsráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna í Buenos Aires í
desember." Hún bætti því við að
ýmsar blikur væru á lofti um að
orkuframleiðsla með kjarnaklofn-
un myndi aukast á næstu árum,
einkum vegna krafna um frekari
notkun endurnýtanlegra orku-
gjafa. „Við þurfum að bíða og sjá
hvað Bretar hyggjast fyrir. Þetta
eru fremur óljós áform ennþá en
við munum beita okkur í málinu,
sérstaklega ef það hefur áhrif á
vinnsluna í Sellafield."
Ríkisstjóm Tonys Blair hefur að
undanfórnu undirbúið stóreflda
hagnýtingu kjarnorku þar í landi.
Þegar hefur verið rætt við stór-
orkunotendur í iðnaði um hvernig
bregðast megi við breyttri orku-
stefnu á kjörtímabilinu sem nú er
að hefjast, og er nýbygging kjarn-
orkuvera þar efst á blaði. Rætt
hefur verið um að 35% orkuþarfar
Breta verði svalað með kjarnorku
Gísli Marteinn
kveður sjónvarpið
Gísli Marteinn. Lokaþáttur hinna
vinsælu skemmtiþátta hans er
á laugardagskvöld.
„Við lokum hringnum og fáum
sömu gesti og voru í fyrsta þætt-
inum; Guðna Ágústsson, Birg-
ittu Haukdal og Örn Árnason,"
segir Gísli Marteinn Baldursson
en annað kvöld verður lokaþátt-
ur hinna vinsælu skemmtiþátta
hans, Laugardagskvöld með Gísla
Marteini. „Þegar þessi fyrsti þátt-
ur var tekinn upp stóðu gestirnir
á vissum tímamótum. Guðni var
skömmu eftir þáttinn valinn vin-
sælasti ráðherrann, Birgitta var
tiltölulega óþekkt söngkona og
Öm var að byija með Spaugstof-
una aftur eftir hlé. Þau voru öll
að gera eitthvað sniðugt og eru
enn að því þannig að þetta pass-
aði ágætlega.“
Þessi lokaþáttur er númer 110
og Gísli segist hafa ákveðið að
hafa þáttinn á lágstemmdum nót-
um fremur en að riíja upp atriði
úr fyrri þáttum. Hann segir erfitt
að nefna uppáhaldsþátt. „Það eru
þó nokkrir þættir sem mér þykja
framúrskarandi, eins og þáttur-
inn þar sem fram komu Davíð
Oddsson ogKolbrún Bergþórsdótt-
ir, og Ragnheiður Gröndal spilaði.
Einnig þáttur með Tolla þar sem
Bubbi bróðir hans kom óvænt inn
og þeir tóku lagið saman. Sömu-
leiðis þátturinn þar sem Ingólfur
Margeirsson kom fram skömmu
eftir heilablóðfall og lýsti sjúkra-
sögu sinni af hetjuskap en aðrir
gestir þess þáttar voru Valgerður
Matthíasdóttir og Bubbi."
Næsta vetur hyggst Gísli Mar-
teinn fara í prófkjör vegna vænt-
anlegra borgarstjórnarkosninga.
„Ég er ekki endilega að hætta í
sjónvarpi en ég get ekki verið með
skemmtiþátt í Ríkissjónvarpinu
samhliða því að vera í pólitík. Ég
vil hafa frelsi til að hella mér út í
pólitíkina af fullum krafti,“ segir
hann.
en nú eru um 23% raforku á Bret-
landi leyst úr læðingi í kjamorku-
verum.
Mörgum kemur á óvart að
Verkamannaflokkurinn skuli
beita sér fyrir aukinni kjarnorku-
nýtingu og finnst það illa koma
heim og saman við meinta um-
hverfisverndarstefnu flokksins á
umliðnum áratugum. Talsmenn
flokksins segja þó að það sé ein-
mitt hennar vegna sem þessar
breytingar eru fyrirhugaðar.
Skuldbindingar um minnkandi
bruna jarðefnaeldsneytis og los-
un gróðurhúsalofttegunda valdi
því að brýn nauðsyn sé á að nýta
betur „hreinar" orkulindir á borð
við kjarnorku. Á hinn bóginn gera
menn sér grein fyrir því að á bratt-
ann getur verið að sækja þar sem
almenningsálitið er. Því á að ein-
beita sér að uppbyggingu og end-
ursmíði þeirra kjarnorkuvera sem
fyrir eru í stað þess að reisa þau á
nýjum stöðum.