blaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 10
föstudagur 6. maí 2005 I blaðið Lottóvinningur Tíu ítalir skipta með sér stærsta lottóvinningi sögunnar þar í landi en upphæð sem svarar til sex millj- arða króna var í pottinum. Pottur- inn hafði safnast upp á sjö mánuð- um en þann tíma hafði enginn náð öllum sex aðaltölunum réttum. Vinningshafamir tíu keyptu mið- ann sameiginlega á litlum bar í út- hverfi Mílanó-borgar. Jackson fyrir rétti Poppstjaman Michael Jackson mætti fyrir rétt í Santa Barbara í gær, en hann er sakaður um að hafa misnotað börn. Nú er komið að verjendum Jacksons að svara ásökunum sem gætu eyðilagt feril hans. LÍK ÞRIGGJA BARNA FINNAST í WALES Breska lögreglan hefur handtekið 64 ára gamla konu sem grunuð er um að hafa myrt þijú lítil böm í smábænum Merthyr Tyfill í Wales. Konan var handtekin eftir að lík bams fannst á fyrrverandi heimili hennar. Líkið fannst í tösku sem skilin hafði verið eftir. Eftir hand- tökuna fundust lík tveggja bama til viðbótar á háalofti núverandi heimiliskonunnar. Breskirfjölmiðl- ar segja að konan sé fyrrverandi hjúkrunarkona. Lögreglan hefur frest til hádegis í dag til að krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni. Börn drepin ísraelskur herforingi hefur verið leystur frá störfum eftir að tveir palestínskir drengir, 14 og 15 ára, vom skotnir til bana meðan á mót- mælum á Vesturbakkanum stóð. Drengimir vom í hópi manna sem köstuðu steinum að herbílum ísra- ela í Beit Laika, nálægt Ramallah. Talsmaður hersins sagði upphaf- lega að hermenn hefðu verið í lífs- hættu og því hefði skothríðin verið réttlætanleg. Síðar var ákveðið að rannsaka atvikið, og ónafngreindur yfirmaður sagði að ekki hefði verið hægt að réttlæta skothríðina. Söguleg úrslit þingkosninga í Bretlandi vbl@vbl.is Breski Verkamannaflokkurinn gæti brotið blað í sögunni með sigri í þing- kosningunum núna en talið var full- víst að hann myndi halda meirihluta á þingi áður en Blaðið fór í prentun. Frá því flokkurinn var stofhaður, fyr- ir 105 ámm, hefúr hann aldrei fyrr haldið meirihlutastjóm þrjú kjörtíma- bil í röð. Flestir í miðjunni Lykillinn að velgengni Verkamanna- flokksins á undanfórnum árum bygg- ist á því að flokkurinn tók yfir miðju- áherslur íhaldsflokksins á meðan sá síðari færðist lengra til hægri. Allan seinni hluta 20. aldarinnar var íhalds- flokkurinn við stjómvölinn og Verka- mannaflokkurinn kom einungis inn í stuttan tíma í senn. Ólafur Þ. Harðar- son, prófessor í stjómmálafræði, seg- ir mjög ólíklegt að íhaldsflokkurinn geti sigrað í þingkosningum án þess að færa sig aftur inn að miðju. fhalds- flokkurinn er því í sömu stöðu nú og Verkamannaflokkurinn var í á milli 1980 og 1990, þegar áherslur hans vom lengra til vinstri og íhaldsflokk- urinn hélt miðjufylginu. Brown íforsætisráðherrastólinn Það er merkilegt að ekki hafi dregið meira af fylgi Verkamannaflokksins í kjölfar gagnrýni vegna íraksstríðsins en Ólafur segir að áherslur þær sem Tony Blair og Gordon Brown hafi sett í kosningabaráttunni hafi reynst öflugar. „Blair hefur viljað leggja áherslu á efnahagsmálin fremur en utanríkismálin í þessari kosningabar- áttu, eins og flokkar almennt vilja leggja áherslu á mál sem þeir standa sig vel í, og honum virðist hafa tekist það. Kjósendur virðast almennt frek- ar vera að gera upp hug sinn út frá efnahagsmálum en íraksmálinu. Það er auðvitað mjög líklegt að Brown taki við forsætisráðherraembættinu á kjörtíma- bilinu og líklegra að það gerist fyrr verði meirihlutinn naumur." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði Löng valdaseta erfið Ólafur segir þó greinileg merki þreytu í stjórn Blairs, ekki síst hjá honum sjálfum. „Blair hefur látið á sjá út af íraks- stríðinu og einnig vegna þess að hann er búinn að sitja lengi að völdum. Það er auðvitað þannig með menn sem set- ið hafa lengi að þeir gera sífellt fleira sem einhveijum mislíkar. Þá er einn- ig tilhneiging til þess, eftir því sem tímar líða, að fólk horfi frekar á gall- ana en kostina. Endingartími manna í stjómmálum er venjulega ekkert mjög langur.“ Sigri Tony Blair í kosningunum núna er hann kominn í hóp öflugustu leiðtoga í breskum stjómmálum und- anfarinna áratuga. Ólafur segir að það megi í raun teljast merkilegt, miðað við þá orrahríð sem hann hefúr gengið í gegnum, að það hafi ekki spillt meira fyrir honum en raun ber vitni. vbl@vbl.is Að minnsta kosti 23 létust í gær í sprengjutilræðum í Bagdad, höfuðborg íraks. Þar af létust 13 þjóð- varðliðar þegar sprengja sprakk við búðir þeirra. Þá létust níu lögreglu- þjónar þegar árásir vom gerðar á bíla þeirra. í fyrradag létust tugir manna í sprengjutilræði í kúrdnesku borg- inni Ibril. í öllum þessum árásum var um að ræða sjálfsvígsárásir þar sem viðkomandi höfðu fest sprengiefni við sig. Ný ríkisstjóm íraks tók form- lega við völdum á þriðjudag, en enn hefur ekki verið gengið formlega frá samkomulagi við leiðtoga Sunni-músl- íma um þeirra þátt í stjóm landsins. Mesta andstaðan við erlenda hersetu er í þeirra röðum. Fleiri lönd hafa nú bæst í hóp þeirra sem ætla að draga herlið sitt ffá írak. Þannig tilkynntu Búlgarar í gær að 450 manna herlið þeirra í írak yrði kallað heim fyrir árslok. ■ Breskir kvikmynda- unnendur vilja Hopkins í Downing- stræti 10 vbl@vbl.is Anthony Hopkins er sá kvikmynda- leikari sem breskir kvikmyndaaðdá- endur vilja helst sjá sem forsætisráð- herra Breta. Tumer Classic Movies í Bretlandi gekkst nýlega fyrir skoð- anakönnun meðal áhorfenda, sem vom beðnir um að velja þann kvik- myndaleikara sem þeir vildu helst sjá í embætti forsætisráðherra landsins. Skilyrði var að viðkomandi leikari hefði einhvem tíma á ferlinum leikið ijóðarleiðtoga. Anthony Hopkins. Sá leikari sem Bretar vilja helst sjá sem forsætisráðherra Anthony Hopkins varð í fyrsta sæti en hann hefur leikið Richard Nixon, Adolf Hitler og Lloyd George. Harri- son Ford varð í öðru sæti en hann lék forseta Bandaríkjanna í Air Force One. Ben Kingsley hreppti þriðja sæt- ið en hann lék fríðarleiðtogann Gand- hi í samnefndri kvikmynd og hlaut Óskarsverðlaun fyrir vikið. Sjarmör- inn Hugh Grant lenti í fjórða sæti en hann lék einmitt forsætisráðherra Breta í Love Actually. I fimmta sæti var John Travolta sem fór með hlut- verk forsetaffambjóðanda demókrata í Primary Colours og stældi Bill Clin- ton eftirminnilega. Um eitt þúsund manns greiddu at- kvæði í kosningunni. ■ Gíslataka á Haítí Mannræningjar á Haítí halda tveimur útlendingum í gíslingu. Um er að ræða rússneskan verktaka og indverskan kaupsýslumann. Nöfú þeirra hafa ekki verið gefin upp en ræningjamir hafa krafist lausnar- gjalds fyrir Rússann. Þetta em fyrstu útlendingamir sem teknir em í gísl- ingu á Haítí ffá því að Jean-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseti.hrökklað- ist ffá völdum árið 2004. Sameinuðu þjóðimar hafa reynt að halda uppi lög- um og reglu í landinu ffá þeim tíma. ISUBWAY* XHjartáHeill grömitr^ vertu skynsamur, vertu hj kafbátar '6i með öllu því grænmeti sem við höfum upp á að bjóða 6 tommu bátur kr. 299 12 tommu bátur kr.499 Gildir í mai 05. Gildir ekki i Stjömumál.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.