blaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 30
föstudagur 6. maí 2005 I blaðið Meistarar meistaranna Meistarakeppni KSl' í karla- og kvenna- flokki fer fram I næstu viku. f karlaflokki mætast íslandsmeistarar FH og bikar- meistarar Keflavíkur. Sá leikur fer fram á mánudag í næstu viku og verður flautað til leiks klukkan 19.15 á Kaplakrikavelli, sem er heimavöllur FH-inga. §, NBÁ boltinn NBA úrslitakeppnin er í fullum gangi og fyrstu umferð fer senn að Ijúka. Meist- arar Detroit Pistons og Seattle Sonics komust í fyrrinótt áfram I næstu umferð I úrslitakeppninni. Detroit vann Fíladelfíu 88-78 og þar með viðureignina 4-1. Se- attle vann Sacramento Kings 122-118 og einvígið 4-1. Indiana vann Boston 90-85 og er staðan 3-2 í einvíginu Indi- ana I vil. San Antonio Spurs vann Den- ver Nuggets 99-89 og þar með komst San Antonio áfram. Liðin sem komin eru áfram eru Miami Heat, Detroit, Seattle, Phoenix og San Antonio Spurs. í kvöld leika Washington Wizards og Chicago Bulls 6. leik sinn í einvígi sínu og þar er staðan 3-2 fyrir Washington. Leikurinn, sem hefst á miðnætti að íslenskum tíma, verður í beinni útsendingu á Sýn. Bolton fær leikmann Bolton Wanderers er að festa kaup á Juanito, miðverði spænska liðsins Malaga. Leikmaðurinn verður laus allra mála undir lok leiktíðar. Ramon Arasa, umboðsmaður Juanitos, var í Bolton í síðustu viku að ganga frá lausum end- um. Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Bolton, hefur fylgst með Juanito um nokkurt skeið og víst er að hann mun styrkja leikmannahóp Bolton til mikilla muna fyrir næstu leiktíð. Gaui á Englandi Guðjón Þórðarson, þjálfari Keflavíkur- liðsins i knattspyrnu, er nú staddur í Englandi þar sem hann er í einkaerind- um, sem og að líta á leikmenn, að sögn Rúnars Arnarsonar, formanns Keflavíkur. Ekki veitir Keflvíkingum af aukamann- skap fyrir komandi átök því að frá síðustu leiktíð hefur liðið misst marga lykilleikmenn. Nægir í því sambandi að nefna Stefán Gíslason, Harald Frey Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson og Þórarin Kristjánsson. Keflavík leikur við FH í tvígang á vikutíma frá og með næsta mánudegi. Leikur meistara síðasta árs fer fram á mánudag og viku síðar mætast liðin í 1. umferð Lands- bankadeildarinnar. CHELSEA fær afhentan bikarinn á morgun - Eiður Smári fær á morgun afhent gullverðlaun fyrir sigur í ensku deildinni vbv@vbl.is Liðsmenn Chelsea fá á morgun af- hentan gullverðlaunapening sinn og bikar fyrir sigur í úrvalsdeild ensku knattspymunnar leiktíðina 2004- 2005. Þetta er í fyrsta sinn í 50 ár sem Chelsea hlotnast þessi heiður og fyr- ir okkur íslendinga er þetta frábært þar sem við eigum okkar fulltrúa í liði Chelsea, arkitektinn Eið Smára Guðjohnsen. Pilturinn hefur átt stór- kostlegt tímabil og er án efa einn af lykilmönnum Jose Mourinho í liði Chelsea. Chelsea mætir Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton á Stamford Bridge í Lundúnum. Við hér á Blaðinu spáum Eiði Smára og fé- lögum sigri í leiknum gegn Charlton. Aðrir leikir um helgina eru þessir og er spá Blaðsins í sviga: Aston Villa - Man.City (D Blackburn - Fulham (x) Crystal Palace-Southampton (2) Everton - Newcastle (x) Man. Utd.-WBA (D Middlesborough - Tottenham (2) Norwich - Birmingham (x) Portsmouth - Bolton (2) Arsenal - Liverpool (D Leikimir sem sýndir verða á Skjá 1 um helgina verða þessir: Laugardagur 7. maí 11.45 Chelsea - Charlton 14.00 Everton - Newcastle 16.15 Man.Utd.-WBA Sunnudagur 8. maí 15.05 Arsenal - Liverpool Enska sambandið úrskurðar um 4. sæti deildarinnar - hvort Liverpool fær 4. sæti deildarinnar ef liðið verður Evrópumeistari vbv@vbl.is Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort Liverpool verði hleypt inn í Meistaradeildina í knattspymu á næstu leiktíð ef félagið sigrar í Meist- aradeildinni í ár en nær ekki 4.sæti í ensku úrvalsdeildinni. Rnattspymu- samband Evrópu hefur látið hafa eft- ir sér að það komi ekki til greina að fimm enskum félögum verði hleypt inn í Meistaradeildina á næstu leik- tíð, takist Liverpool að sigra í keppn- inni í ár. Til greina komi þó að breyta reglunum um þetta á næstu ámm. „Það er ekki hægt að breyta reglunum þegar keppnin er komin svona langt á leið,“ sagði William Gaillard, talsmað- ur UEFA, við fréttamenn. „Reglumar verða óbreyttar á næstu leiktíð en til greina kemur að breyta þeim frá og með keppnistímabilinu 2006-2007. Það væri ósanngjamt að tilkynna öðm landssambandi núna að það fái einu sæti færra á næstu leiktíð. Slíkt geng- ur einfaldlega ekki upp,“ sagði Gaill- ard. Enska knattspymusambandið gæti staðið frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hvort Everton eða Liverpool fari í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Everton er sem stend- ur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fímm stigum á undan Liverpool sem er í 5. sæti og Everton á leik til góða á nágranna sína. Það er ljóst að ákvörð- un enska knattspymusambandsins, hver sem hún verður, á eftir að vekja athygli. Það verður að teljast líklegt að Liverpool fái sæti í Meistaradeild- inni á næstu leiktíð, sigri liðið í Meist- aradeildinni í ár og nái ekki 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Mikil spenna er hvort Liverpool eöa Eveton verður með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. I K I R um helgina Föstudaginn 6. maí Stuðhljómsveitin SÓLON leikur fyrir dansi Laugardaginn 7. maí KLUBBURINN við Gullinbrú Sjá nánari upplýsingar á www.klubburinn.is eða í síma 567 3100 Vinnur Alonso einn sigurinn um helgina? - á laugardag og sunnudag verður keppt enn í Barcelona í Formúlu 1 vbv@vbl.is Um helgina verður keppt í Barcelona á Spáni í Formúlu 1 kappakstrinum. Þetta er fimmta keppnin á tímabilinu og Spánveijinn ungi, Femando Alonso (22 ára), hefur sigrað í þremur en fé- lagi hans hjá Renault-liðinu, ítalinn Giancarlo Fisichella (31 árs), í einni. Almennt er talað um að þeir tveir hafi nú tekið við af Michael Schumacher og Ferrari sem heitustu ökumenn- imir. Alonso þykir mjög hugrakkur og djarfur ökumaður og oft hefur hann tekið of mikla áhættu. í ár hef- ur hann öðmm hnöppum að hneppa því auk þess að vera djarfur þá er piltur orðinn mjög öroggur í öllum sínum aðgerðum. Núverandi heims- meistari, Michael Schumacher, hefur ekki farið vel af stað en hann sigraði í Katalóníu-kappakstrinum á síðasta ári. Schumacher er í þriðja til fjórða sæti í keppni ökumanna með 10 stig, ásamt Giancarlo Fisichella. Femando Alonso er efstur með 36 stig og Jamo Trolli er annar með 18 stig en 10 stig fást fyrir sigur í hverri keppni. Fyrri tímatakan verður klukkan 10.55 á laugardagsmorgun og sú seinni klukkan 7.50 á sunnudagsmorg- un. Kappaksturinn hefst síðan klukkan 11.30 á sunnudag og allt verður þetta í beinni útsend- ingu á RÚV. Spurningin er: Vinnur Alonso enn einn kappaksturinn á tímabilinu og nú á heimavelli.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.