blaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 11

blaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 11
blaðið I föstudagur 6. maí 2005 Var Kobbi kviðristir sjómaður? vbl@vbl.is Ótal bækur hafa verið skrifaðar um Kobba kviðristi og fjölmargar kenn- ingar hafa verið settar fram um það hver hann hafi verið. Kobbi er talinn hafa myrt fimm gleðikonur seinni hluta árs 1888. Alls hafa 140 menn verið bendlaðir við nafn hans, þar á meðal er bamabam Viktoríu drottn- ingar, hirðlæknir dóttur hennar og listmálarinn Walter Sickert. Þrátt fyr- ir ágreining um það hver Kobbi hafi raunverulega verið hafa menn fram að þessu verið nokkuð sammála um að síðasta fómarlamb hans hafi verið gleðikonan Maiy Kelly sem var myrt 8. nóvember 1888. Eftir það spurðist ekkert til Kobba. Fyrmrn lögreglumaður frá Bed- fordshire, Trevor Marriott, heldur því nú fram að Kobbi hafi haldið áfram sinni fyrri iðju, hann hafi framið morð í Managua, höfuðborg Níkaragúa, nokkram mánuðum seinna hafi hann framið annað morð í Whitechapel og þremur mánuðum síðar drepið á ný í Þýskalandi. Marriott eyddi tveimur ámm í rannsókn á morðum Kobba og nýtti sér nýjustu tækni og nútíma starfs- aðferðir lögreglu. Bók hans heitir Jack the Ripper: The 21st Century Investigation. Þar hafnar hann þeirri vinsælu kenningu að morðinginn hafi kunnað sitthvað fyrir sér í skurð- tækni. Hann telur að staðsetning morðanna og tímasetningar bendi til að morðinginn hafi verið sjómaður á kaupskipi. MINNINGARGANGA vbl@vbl.is Um 18 þúsund manns tóku í gær þátt í árlegri minningargöngu um þá sem létu lífið í útrýmingarbúðunum í Au- schwitz í heimsstyijöldinni síðari. Gengin var þriggja kílómetra leið á milli Auschwitz og Birkenau-búð- anna. Á meðal þeirra sem tóku þátt í þessari minningarathöfh vora Áriel Sharon, forsætisráðherra Israels, og Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungveijalands. Gyðingar í fangabúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni Dygguraðdáandi vbl@vbl.is Elsti stuðningsmaður spænska knattspymuliðsins Barcelona, Miqu- el Botey, er látinn, 97 ára að aldri. Botey skráði sig sem stuðningsmann 10. nóvember árið 1917, þá 18 ára. Allar götur síðan hefur hann látið fé af hendi rakna til að styrkja sína menn, auk þess sem hann hefur mætt á flesta leiki liðsins. Fyrir fjórum ár- um heiðraði Barcelona þessa öldnu kempu með því að afhenda honum félagsskírteini númer 1. Barcelona er efst í spænsku deildinni og hefur sex stiga forskot á næsta lið. Auglýsingadeild 510-3744 blaðfe- Aguilera i sviðsljósinu vbl@vbl.is Söngkonan Christina Aguilera stillti sér upp við hlið Andrésar andar þeg- ar haldið var upp á 50 ára afmæli Disneylands í Kalifomíu. Reyndar var tekið smáforskot á sæluna því það var 17. júlí 1955 sem Walt Disney opn- aði garðinn við hátíðlega athöfn. Disn- ey-garðamir em nú tveir í Bandaríkj- unum, annar í Anaheim í Kalifomíu og hinn í Orlando í Flórida. Christina Aguilera með Andrési önd Sprengjutilræði í New York vbl@vbl.is Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjutilræðis við ræðismannsskrif- stofuBretaí NewYorkífyrrinótt. Eng- in slys urðu á fólki en rúður brotnuðu í byggingunni. Lögreglan girti svæðið af í gærmorgun og þyrlur sveimuðu yfir. Ræðismannsskrifstofan er við 3. breiðgötu á Manhattan. Gerðu góð kaup í úrvals gleraugum eða linsum og sjáðu sumarið betur Suðurlandsbraut 50, í bláu húsunum við Faxafen Sími: 568 1800 Gleraugað Gleraugað er verslun í fremstu röð með frábæra þjónustu og vörur fyrir þig: • Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga • Linsumælingar • Mikið úrval af umgjörðum • Allar barnaumgjarðir á 50% afslætti • 24 mánaða ábyrgð á umgjörðum • 2ja mánaða aðlögun á margskiptum glerjum* • Sólgler fylgja öllum gleraugum í sumar* • Mikið úrval snertilinsa • Fagleg og góð þjónusta • Hagstættverð * Nánari upplýsingar i verslun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.