blaðið - 30.05.2005, Side 2

blaðið - 30.05.2005, Side 2
2 I Tugir geðfatlaðra með 20 þús- und krónur í tekjur á mánuði Tugir einstaklinga, sem eru lang- legusjúklingar á geðdeild, hafa aðeins rúmar 20.000 krónur í vasapeninga á mánuði til framfærslu. Samkvæmt reglum Trygginga- stofnunar er stór hluti örorkubóta einstaklinga tekinn upp í sjúkra- kostnað, dvelji viðkomandi í meira en sex mánuði inni á sjúkrastofnun. Margir geðfatlaðir einstaklingar eru í langtímavistun á slíkum stofnun- um og falla þá undir umrædda reglu Tryggingastofnunar. Samkvæmt heimildum Blaðsins hafa íjölmargir félagsráðgjafar, og aðrir sem vinna fyrir þennan hóp, þurft að leita eftir aðstoð fyrir skjólstæðinga sína hjá Rauða krossinum og Mæðrastyrks- nefnd. Einn viðmælandi Blaðsins benti á að þessir einstaklingar væru margir algerlega ófærir um að ganga slíkra erinda sjálfir og því þyrfti einhver að gera það fyrir þá. Sveinbjörg Júlía Svavars- dóttir, forstöðufélagsráðgj afi á geðsviði Landspítala-há- skólasjúkrahúss, segir vand- ann mikinn þar sem ekki sé í neina sjóði að leita. „Við erum yfirleitt að fá flatt nei við fyrirspurnum og beiðnum um fjárhagslega aðstoð fyrir þennan hóp. Við þurfum oft að leggja mikla vinnu í að sækja litlar upphæðir fyr- ir þessa skjólstæðinga okkar - þurf- um að áfrýja málum aftur og aftur. Vandinn er raunverulegur - það er augljóst að fyrir marga einstaklinga sem veikjast og þurfa að leggjast inn á sjúkrahús duga 20.000 krónur engan veginn. Tekjur skipta alla miklu máli og það að eiga það yfir höfði sér að missa stór- an hluta þeirra veldur þessum einstaklingum kvíða. Þarna er oft um að ræða einstaklinga sem eiga maka og börn og þurfa að reka heimili þrátt fyrir veikindi sín. Það er enginn sérstakur sjóður, hvorki hjá ríki né sveitarfélögum, sem hægt er að sækja um í fyrir þennan hóp. Sveitarfélögin eru reyndar örlít- ið misjöfn með þetta - sum taka bet- ur í fyrirspurnir og beiðnir okkar en önnur og það er örlítið auðveldara að fá styrki í kringum stórhátíðir," segir Sveinbjörg. Fyrirsjá- anlegur tekjumissir veldur hópi geðfatlaðra kvíða. mánudagur, 30. maí 2005 I blaðið Tugir geðfatlaðra einstaklinga hafa aðeins 20 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Að sögn Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra voru reglur um tekju- stofn langlegusjúklinga rýmkaðar 1. janúar 2004 og þá var lengdur sá tími sem einstaklingur þarf að liggja inni á sjúkrahúsi áður en tekjur hans eru skertar. „Nú er ennfremur hægt að sækja um viðbótarframfærslu en þar er hvert mál skoðað fyrir sig, enda þurfum við alltaf að meta hvert mál sérstaklega. Við erum alltaf að end- urskoða þessar reglur, sérstaklega í sambandi við tekjustofn aldraðra, en staða þeirra er að mörgu leyti hlið- stæð,“ sagði Jón. Beðið fyrir Aroni Pálma Fyrir guðsþjónustur gærdagsins lá fyrir beiðni frá Biskupsstofu til al'lra presta landsins um að gera mál Arons Pálma að sameiginlegu bænarefni. Þessi beiðni var send að ósk stuðn- ingshóps Arons Pálma, eða RJF- hópsins. Talsmaður hópsins, Einar S. Einarsson, sagði í samtali við Blað- ið að það væri komin hreyfing á bak við tjöldin en að hópurinn hygðist taka mjúklega á málinu. Næsta mál á dagskrá væri að skrifa ríkisstjóra Texas bréf, hugsanlega með vottorði biskups, og segja meðal annars frá bænarstundinni. Þá mun Valgerður, móðursystir Arons, fara til Texas með dætrum sínum, en hún er í stöð- ugu sambandi við Aron. Þær munu gista hjá Aroni meðan á dvölinni stendur. Aðspurður um líð- an Arons segir Einar að hann haldi sjó nokkuð vel, hann sýni aðdáunar- verða þrautseigju en þrái mjög að komast heim. \w I Hreyfing á bak við tjöldin. Kjörið í útskriftarveisluna Veislu- ©i QlllZTÍOS* SllB fundabakkar Ókeypis myndbönd ■■ 4. Nýr afþreyingarvefur var opn- aður á miðnætti 28. maí en þar munu viðskiptavinir BT nets með- al annars geta horft á bíómyndir í fullri lengd og í hámarksgæðum án niðurhals. Þessi tækni nefnist „Video-On-Demand“. Þjónustan er bara í boði fyrir þá sem eru með ADSL-tengingar hjá BT net og verður ókeypis í nánustu fram- tíð, segir Engilbert Hafsteinsson, sölu- og markaðsstjóri, en hann bætir við að viðmiðið sé að búa til myndasafn sem er „ódýrara en myndbandaleiga og myndin alltaf inni“. Ný Hringbrautarakrein opnuð tveimur dögum á undan áætlun í gær opnuðu Vegagerðin og Reykj a- víkurborg nýja suður-akrein á Hring- braut, en framkvæmdir við hana hafa staðið yfir frá því síðasta sumar. Upplýsingastjóri Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við Blaðið að akreinin hefði verið opn- uð tveimur dögum á undan áætlun og að Hringbrautarverkefnið væri á tímaáætlun í heild sinni. Ekki lágu fyrir upplýsingar um hvort verkið væri á kostnaðaráætlun. Næsta mál á dagskrá verða gatnamót Snorra- brautar og Hringbrautar en áætlað er að vinna við þau hefjist 19. júní. Verklok eiga að vera í október en þá á að vera búið að ganga frá nýrri Hring- braut. Núverandi Hringbraut mun að öllum líkindum verða notuð sem lóð fyrir Landspítalann. n. LM ci/wioA ésmb Amsterdam 16 Barcelona 24 Berlín 18 Chicago 14 Frankfurt 17 Hamborg 15 Helsinki 15 Kaupmannahöfn 16 London 17 Madrid 22 Mallorka 27 Montreal 14 NewYork 16 Orlando 23 Osló 10 París 17 Stokkhólmur 15 Þórshöfn 5 Vin 29 Algarve 20 Dublin 12 Glasgow 12 Veðurhorfur í dag kl: 12.00 Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.