blaðið - 30.05.2005, Page 9

blaðið - 30.05.2005, Page 9
blaóið I mánudagur, 30. maí 2005 Neitar að segja af sér eftir nasistaummæli Austurríski þingmaðurinn Siegfri- ed Kampl hefur dregið aftur loforð sitt um að segja af sér eftir ummæli sín er lýstu hollustu í garð nasista. Kampl, sem hefur verið orðaður við forsetaembætti efri deildar aust- urríska þingsins, lét þau orð falla að austurrískir nasistar hefðu orðið fyrir ofsóknum og ranglæti í kjölfar hruns Þýskalands eftir síðari heims- styrjöldina. I síðasta mánuði sagði hann að faðir sinn hefði verið með- limur nasistaflokks Hitlers „eins og meira en 99% Austurríkismanna". Þá sagði Kampl að ofsóknir í garð austurrískra nasista, er gerðust lið- hlaupar í lok seinni heimsstyijaldar, hefðu verið „aftaka baráttubræðra Austurríkis". í gær tilkynnti Kampl að hann stæði við ummæli sín. „Ef til vill gæti ég orðað skoðanir mínar öðruvísi en í grundvallaratriðum hefur afstaða mín ekki breyst," sagði Kampl í við- tali við útvarpsstöðina ORF í Aust- urríki. „Ég segi ekki af mér, ég held áfram að vera þingmaður og ég tek við embætti forseta efri deildar þings- ins,“ bætti hann við. Kampl gaf þó út yfirlýsingu þar sem hann sagðist ætla að segja sig úr austurríska Framtíðarflokknum sem er minni flokkurinn í samsteypu- stjóm austurrísku ríkisstjórnarinn- ar. Hann sagðist ekki vilja vera byrði flokksbræðra sinna. Kampl, sem einnig er bæjarstjóri í bænum Gurk í Suður-Austurríki, sagðist hafa ákveðið að segja af sér vegna árásargjarnrar gagnrýni nú- verandi forseta þingsins, Georges Pehm, sem er lýðræðissinnaður jafn- aðarmaður. Pehm hafði látið þau orð falla að afsögn Kampls væri „eina mögulega afleiðing ummæla hans“. Ummæli Kampls vora sérstaklega varhugaverð þar sem hægrisinnaði þingmaðurinn John Gudenus hafði í apríl vakið mikla reiði eft- ir að hafa haldið því fram í ræðu að enn ætti eftir að sýna fram á að gasklefar hefðu ver- ið notaðir í útrýmingarbúðum nasista. Hann neitaði einnig að segja af sér þrátt fyrir þrá- láta innanlandsgagnrýni. Staða forseta efri deildar þingsins færist kerfisbund- ið á milli þingmanna til að tryggja að kröfur og þarfir hvers kjördæmis hljóti hljóm- grunn. Sitji Kampl áfram mun hann því sjálfkrafa hljóta stöðuna í júlí. Stjómarandstaðan er æf af reiði vegna málsins og hefur krafist þess að kanslarinn og valdamesti maður þjóðar- innar, Wolfgang Schussel, skerist í málið með beinum aðgerðum. Strippari í barnaafmæli 34 ára gamalli móður í Nashville í Bandaríkjunum hefur verið birt kæra fyrir að leigja fatafellu fyrir 16 ára afmæli sonar síns. Faðir drengsins og stripparinn voru líka kærð fyrir að stuðla að því að börn undir lögaldri tækju þátt í klám- fengnu athæfi. Aðspurð sagði móð- irin, Anette Pharris, að hún hafi viljað gera daginn sérstakan fyrir son sinn. Upp komst um verknað- inn þegar Anette vildi framkalla myndir úr veislunni. Starfsmenn framköllunarstofunnarhöfðusam- band við lögreglu, sem tók málin í sínar hendur. „Hvað eru þeir að segja mér hvað ég megi sýna börn- unum mínum og hvað ekki?“ á An- ette að hafa sagt. Kaupmannahöfn: Dyravörður handtekinn fyrir morð Maður á þrítugsaldri lá í valnum og annar fékk skot í lærið eftir að orða- skipti áttu sér stað í fyrrakvöld við Sankti Hans torgið í Kaupmanna- höfn. Orsökin liggur ekki enn fyrir en samkvæmt lögreglunni er hinn látni einn af svokölluðum góðkunn- ingjum hennar. Atvikið var á þá vegu að fimm til sex manna hópur fór að rífast við dyravörð og félaga hans á veitinga- staðnum Café Rust um hálfníuleytið á laugardagskvöld. Hópurinn náði að ýta þessum tveimur inn í nálægt húsasund en þá skutu þeir á móti hópnum. Eins og áður sagði lést einn maður af skotsárum og annar særð- ist. Dyravörðurinn hefur verið færð- ur í gæsluvarðhald, sem og félagi hans. Þeir neita báðir sök. Bush skemmir sumarfrí danskra lögregluþjóna Opinber heimsókn Bandaríkjafor- seta til Danmerkur er á versta hugs- anlega tíma, með tilliti til sumarfrís danskra lögregluþjóna. Þetta segir Peter Ibsen, formaður starfsmanna- samtaka lögreglunnar, um áætlaða heimsókn Bush til Danmerkur sem mun standa yfir dagana 5. og 6. júh. Ibsen telur að það þurfi í það minnsta jafnmikla öryggisgæslu við komu Bush og þurfti 1997 þegar Bill Clinton heimsótti Danmörku en þá voru 1.400 danskir lögreglumenn sem sinntu öryggisgæslu forsetans. „Þetta verður aðgerð sem nær um allt landið, ekki aðeins Kaupmanna- hafnarsvæðið. Þetta rústar því sum- aráætlanir í mörgum umdæmum," segir Ibsen. Hann kveðst sannfærð- ur um að óánægju muni gæta vegna þessa fyrirkomulags en tekur þó fram að lögreglan muni sinna örygg- isgæslunni af heilum hug. „Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna,“ segir hann en tekur fram að yfir yf- irvöld muni að öllum líkindum rigna kröfum óánægðra starfsmanna, s.s. um yfirvinnutilhögun og skerðingu frítíma. Hágæða > sláttutæki StlGK Collector 45 sláttuvél 4 hestafla B&S mótor 55 Itr. grashirðikassi Combi 45S sláttuvél með drifi 4 hestafla B&S mótor 55 Itr. grashirðikassi Estate Pro 22 sláttutraktór 22 hestafla, sjálfskiptur B&S mótor 300 Itr. grashiröikassi Carden Combi sláttutraktór 12,5 hestafla, sjálfskiptur B&S mótor 1 70 Itr. grashirðikassi Vetrarsól ehf. Askalind 4 - Kópavogi - Simi 564 1864

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.