blaðið - 30.05.2005, Síða 23
í
I
I
blaðið I mánudagur, 30. maí 2005
KA burstaði Þór
KA-menn tóku nágranna sína
í Þór í kennslustund í fótbolta
þegar liðin mættust á Akureyr-
arvelli á laugardag. Þegar stað-
an var 1-0 fyrir KA rak Egill
Már Markússon, dómari leiks-
ins, Lárus Orra Sigurðsson af
leikvelli og fannst mörgum sem
á horfðu að það hefði verið allt-
of strangur dómur. Þetta var á
37. mínútu fyrr hálfleiks. Pálmi
Rafn Pálmason skoraði fyrsta
mark leiksins á 12. mínútu.
Þannig stóðu leikar þar til á 3.
mínútu seinni hálfleiks þegar
Steinn Símonarson jafnaði met-
in fyrir Þór með marki úr víta-
spyrnu. Aðeins tveimur mínút-
um síðar var dæmd vítaspyrna
á Þór og Jóhann Þórhallsson
kom KA yfir, 2-1. Jóhann Helga-
son skoraði 3-1 á 57. mínútu og
á 59. mínútu skoraði Pálmi Rafn
Pálmason sitt annað mark. Á 74.
mínútu var öðrum Þórsara vikið
af leikvelli þegar Dragan Simov-
ic fékk að líta gula spjaldið öðru
sinni og þar með rautt. Þórsarar
voru því tveimur leikmönnum
færri síðustu 15 mínútur leiks-
ins og KA-menn nýttu sér það og
skoruðu tvisvar og var Hreinn
Hringsson að verki í bæði skipt-
in. Lokatölur 6-1 fyrir KA.
Stórsigur Víkings
Víkingur í Reykjavík og Vík-
ingur frá Ólafsvík mættust í
Víkinni í Reykjavík og þar var
algjör einstefna. Reykjavíkur-
Víkingurinn Elmar Dan Sigþórs-
son opnaði markareikninginn
á 9. mínútu og þar með hófst
markaveislan. Daníel Hjaltason
skoraði úr vítaspymu. Davíð
Þór Rúnarsson skoraði og Milos
Glogovac kom Reykvíkingum í
4-0. Elmar Dan skoraði annað
mark sitt í leiknum um miðjan
seinni hálfleik. Hörður Bjama-
son skoraði sjötta mark Víkings
og Stefán örn Amarson skoraði
sjöunda og síðasta markið. 7-0
fyrir Reykjavíkur-Víkinga.
HK tapaði nokkuð óvænt á
heimavelli fyrir KS. Branislav
Zrnic og Ragnar Hauksson skor-
uðu fyrir KS.
Haukar mörðu sigur á Völ-
sungi 1-0 með marki frá Hilmari Rafni Emilssyni. Næstu leikir:
Emmtudagur Þá,Ak.-Breiðab. 2. júní
Laugandagur HK-Völsungur 4. júní
Sunnudagur KS-Vikingur, R 5. júní
Sunnudagur Vikingur, O.-KA 5. júní
Sunnudagur Fjölnir-Hajkar 5. júní
Houllier tekur við Lyon
Gerard Houllier, fyrmrn
framkvæmdastjóri Liverpo-
ol, hefur verið ráðinn næsti
þjálfari frönsku meistaraima í
Olympique Lyon. Houllier, sem
er 57 ára, tekur við af Paul Le
Guen sem sagði af sér fyrr í
mánuðinum. Lyon hefur unnið
franska meistaratitihnn síðast-
liðin fjögur ár þannig að Houllier
verður að vanda sig í þetta sinn.
Samningurinn er til tveggja ára
með möguleika á þriðja árinu.
Everton að
kaupa Cudicini?
David Moyes, framkvæmda-
stjóri enska úrvalsdeildarliðsins
Everton, er samkvæmt breskum
fjölmiðlum að undirbúa tilboð í
Carlo Cudicini, markvörð Chels-
ea. Moyes ætlar að styrkja leik-
mannahóp sinn verulega fyrir
næstu leiktíð en Everton tekur
þátt í Meistaradeild Evrópu
á næstu leiktíð. Nigel Martyn
er aðalmarkvörður Everton en
hann er orðinn 39 ára og Moyes
ætlar honum að vera markvörð-
ur númer tvö hjá liðinu. Cudicini
er 31 árs. Moyes er samkvæmt
fréttum að ganga frá kaupum á
Scott Parker og Mikael Forssell
fyrir samtals 1.240 milljónir ís-
lenskra króna.
Hver fýkur fyrstur?
Nú þegar þijár umferðir eru bún-
ar í Landsbankadeild karla í knatt-
spyrnu eru strax komnar vangavelt-
ur um hvaða þjálfari fær fyrstur að
taka pokann sinn, þ.e.a.s. REKINN.
Þrjú lið eru enn stigalaus - Grinda-
vík, ÍBV og Þróttur. Fylkismenn eru
með þrjú stig sem Árbæingar eru
alls ekki sáttir við, að því er heim-
ildir Blaðsins herma, og Þorlákur
Árnason og hans menn verða að fara
taka stig út úr leikjunum ef ekki á
illa að fara. Guðlaugur Baldursson
er að heyja frumraun sína sem þjálf-
ari í Landsbankadeildinni. ÍBV var
spútniklið síðasta árs en nú er öldin
önnur og liðið hefur aðeins skorað tvö
mörk en fengið á sig m'u. Grindvíking-
ar eru líka með nýjan þjálfara - Milan
Stefán Jankovic. Grindvíkingar hafa
fengið flest mörk á sig af öllum liðun-
um en 11 sinnum hafa þeir þurft að
ná í boltann í markið hjá sér.
Skjálftavaktin í
Grindavík í kvöld
Grindavík og ÍBV mætast einmitt
í kvöld í Grindavík og það er alveg
ljóst að þar verður mikill titringur
hjá þjálfurum liðanna því að taplið-
ið fær júmbósætið í verðlaun. Fjórar
umferðir eru búnar og að vera með 0
stig gæti verið áhyggjuefni fyrir ann-
aðhvort Guðlaug eða Jankovic eftir
leikinn. Það er dýrt að falla í 1. deild
og það vita forráðamenn liðanna
manna best og styrktaraðilar þeirra.
Oftar en ekki höfum við fengið fregn-
ir af því að þjálfari hafi verið rekinn
áður en einn þriðji (sex umferðir) er
búinn af mótinu. Ásgeir Elíasson er
nýbúinn að skrifa undir tveggja ára
samning við Þróttara en þeir hvít- og
rauðröndóttu voru óheppnir í fyrstu
tveimur leikjum sínum. Á móti Fram
léku Þróttarar illa og steinlágu. Þrótt-
ur mætir Keflavík á Laugardalsvelli
annað kvöld og þar ætla þeir sér þijú
stig gegn Keflvíkingum, sem unnu
KR-inga í síðustu umferð, og það verð-
ur því erfitt verkefni sem bíður Þrótt-
ara þar. Aldrei þessu vant er þjálfari
Fram ekki í umræðunni svo snemma
móts um hugsanlegan brottrekstur
en Framarar eru með sex stig eftir
þijár umferðir. Safamvrarmenn eru
víst mjög sáttir með Ólaf Kristjáns-
son þjálfara þessa dagana en Fram
sækir „Big Willum" og hans menn
heim að Hlíðarenda annaðkvöld. Vals-
menn, með sína sterku vöm, verða að
teljast sigurstranglegir út úr þeirri
viðureign.
mp
Á að bjóða mörgum til veislu
- ætlarðu að senda boðskort?
fslandspóstur hefur gefið út glæsileg tæki-
færisfrimerki sem eru tilvalin á boðskort o.fl.
Með því að fara á heimasíðu Póstsins,
www.postur.is, færð þú ókeypis aðgang
að nýjustu upplýsingum um heimilisföng
ættingja og vina. Þar er nú hægt að búa til
og geyma sinn eigin heimilisfangalista
sem getur nýst við ótal skemmtileg tækifæri.
Við aðstoðum þig við að koma boðs-
kortunum á réttan stað á réttum tíma.
LANDSBANKADEILDIN