blaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 2
Starfsmenn slegnir Segir formaður Vökuls Á íjórða tug starfsmanna munu missa vinnuna 1. september næst- komandi þegar frystihúsi Samherja á Stöðvarfirði verður lokað. Þetta var tilkynnt á fundi sem forsvarsmenn Samherja hf. áttu í gær með fulltrú- um Verkalýðsfélagsins Vökuls og starfsmönnum frystihúss Samherja á Stöðvarfirði. Að sögn Hjördísar Þóru Sigur- þórsdóttur, formanns Vökuls, voru starfsmenn slegnir þegar þetta var tilkynnt. „Eg er reyndar ekki búin að gefa upp vonina um að einhver starfsemi fari fram í frystihúsinu eftir að Sam- heiji fer. Það er verið að skoða þessa dagana,“ sagði Hjördís. Eldur í Breiðholti Um hádegisbilið í gær var sent eft- ir aðstoð slökkviliðs þar sem kviknað hafði í íbúð í Breiðholti. Einn var í íbúðinni og náði hann að koma sér út áður en slökkviliðið kom á staðinn. Litlar skemmdir urðu á húsnæðinu vegna eldsins en talsverðar skemmd- ir af reyk. Kaupmáttur rýrni á næsta ári Verðbólga verður mikil næstu tvö árin, eða 4,6% á þessu ári og 6,3% á næsta ári. Þetta kemur fram í endur- skoðaðri hagspá Hagdeildar ASÍ sem kom út í gær. Samkvæmt skýrslunni mun kaupmáttur launa aðeins auk- ast um 1,1% á þessu ári og gert er ráð fyrir 1,3% rýrnun á kaupmætti á næsta ári. Blaðið/lngó Alvarlegt ástand Símkerfi Landspítala-háskólasjúkra- húss lá niðri mestallan daginn í gær og var þá hvorki hægt að hringja í svokallaða fastlínusíma sjúkrahúss- ins né heldur var hægt að hringja út úr spítalanum. Eins og búast má við varð töluverð röskun á starfi LSH á meðan, enda yfir 150 síma- númer skráð hjá sjúkrahúsinu sem helstu símanúmer þess. Bilun varð í netbúnaði LSH og sökum þess að símkerfí og tölvukerfi byggjast á sama netkerfinu þá varð sú bilun til þess að sjúkrahúsið varð sambands- laust um tíma. ■ Auglýsingadeild 510-3744 blaðid= loftkœling Verð frá 49.900 án vsk. ís-húsið 566 6000 miðvikudagur, 1. júní 2005 I blaðið Olli Rehn, stækkunarkommissar Evrópusambandsins. Innganga íslands í ESB þyrfti ekki að taka meira en ár - sagði Olli Rehn, framkvæmdaráðsmaður ESB, á fundi með Evrópu- nefnd forsætisráðherra sem er í kynnisför til Brussel ísland gæti gengið í Evrópusam- bandið (ESB) með afar skömmum fyrirvara, sæki það um aðild. Hugsan- lega þyrfti ekki að líða meira en ár frá aðildarumsókn uns aðildin tæki gildi. Þetta kom fram í svörum Ollis Rehns, framkvæmdaráðsmanns Evr- ópusambandsins, þegar þingmenn í Evrópunefnd forsætisráðherra áttu fund með honum í gær. Rehn hefur forræði yfir þeim málum sem lúta að stækkun Evrópusambandsins. Evrópustefnunefnd forsætisráð- herra er stödd í kynningarferð í Brussel þessa dagana og varði gær- deginum í höfuðstöðvum Evrópusam- bandsins. Meðal nefndarmanna er Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og á fundi með Olli Rehn spurði hann hversu langan tíma það gæti tekið land á borð við ísland að komast inn í sambandið ef um væri sótt. Rehn sagði að það þyrfti alls ekki að taka jafnlangan tíma og margir virtust halda, allra síst ísland sem væri á margan hátt með verulegt forskot á önnur ríki. Rehn minnti á að það hefði tekið Finna tvö ár að komast inn eftir um- sókn þeirra en það ætti að taka íslend- inga skemmri tíma. ísland væri þegar á evrópska efnahagssvæðinu þannig að litla aðlögun þyrfti ef af aðild yrði en eins myndu þær breytingar, sem ríkisstjórn íslands hefur staðið fyrir um aukið frelsi á fjármagnsmarkaði og í atvinnulífi, vafalaust greiða götu íslendinga inn í ESB. í viðræðum nefndarmanna við Rehn kom fram að hugsanlega þyrfiti ekki að taka meira en eitt ár að kom- ast inn. Rehn sagði engu skipta þótt viðræður væru í gangi við önnur ríki, sem kynnu að taka lengri tíma. Ríkin væru ekki sett í biðröð og svo samið við þau eitt og eitt í réttri röð. í máli Rehns kom einnig fram að viðræðuferlið þyrfti ekki að vera ýkja flókið og það væri síður en svo nauð- synlegt eða til bóta að viðræðunefnd- irnar væru fjölmennar. Hann benti á að þegar Eistlendingar hafi samið um aðild sína að Evrópusambandinu hafi aðeins fimm manna sendinefnd séð um allar viðræðurnar, sem hefðu enda gengið fljótt og örugglega fyrir sig. ■ Reyni Trausta veitt fyrirsát í dómhúsi Reyni Traustasyni, ritstjóra Mann- lífs, var veitt fyrirsát af þekktum ofbeldismanni í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær, en þangað var Reynir kominn til þess að bera vitni í opin- beru máli gegn forsprakka ofstopa- mannanna, sem ruddust inn á rit- stjórnarskrifstofur DV í fyrra. Reynir var á þeim tíma fréttastjóri þar og lenti þar í höggi við mennina. „Ég kom inn í Héraðsdóm og fór að afgreiðslunni til þess að spyrja til vegar og þá sé ég út undan mér að einn þremenninganna, sem réðust inn á DV forðum, kemur, gengur upp að mér, sparkar í sköflunginn á mér, snýst svo hæli og fer í réttarsalinn eins og ekkert sé.“ Reynir segist ekki átta sig á því hvað manninum hafi gengið til. „Hann hefur kannski látið sig Aðfinnslur Ljósmyndasýning verður á Austurvelli í sumar þrátt fyrir aðfinnslur Halldórs Blöndal, forseta Alþingis. Halldór sendi Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra bréf í gær þar sem hann segir óviðeigandi að stilla upp fyrirferðamiklum og grófum steinstöplum á Austurvelli vegna sýningarinnar. Eiríkur Hjálmarsson, aðstoðarmaður borgarstjóra segir að þetta hafi ekki áhrif á sýninguna, enda vekji ljósmyndasýningar á Austurvelli milda athygli og lukku. Blaðiö/lngó dreyma um að ég myndi hætta við vitnisburðinn vegna þessarar ógnar.“ Reynir var þolandi í árás mannanna á DV og því eitt höfuðvitni í málinu. „Þegar ég kem svo inn í réttarsalinn situr maðurinn þar glottandi í áhorf- endastúkunni." Við vitnaleiðslu beiddist Reynir undan því að þurfa að gefa upp heim- ilisfang sitt og varð Símon Sigvalda- son héraðsdómari við því. Reynir gerði svo grein fyrir atvikinu utan við dómsalinn í vitnisburði sínum. í samtali við Blaðið sagðist Reyn- ir hafa það eftir einum starfsmanni Héraðsdóms að ofbeldismaðurinn hefði verið mikið á ferðinni inn og út úr réttarsal og að sér hefði virst sem hann væri að bíða eftir einhveijum. „Maður á erfitt með að draga aðra ályktun en að hann hafi einfaldlega veitt mér fyrirsát," segir Reynir. ■ Sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Denis Dengue Réwaka. Stjórnmála- samband Á fóstudaginn var undirrituðu fastafulltrúar íslands og Gabon hjá Sameinuðu þjóðunum yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. Gabon er á vesturströnd Afríku með landamæri að Kame- rún, lýðveldinu Kongó og miðbaugs Gíneu. ——————————— Skipin eru nánast ósökkvanleg og hvolfi Arun-skipi þá kemst það af sjálfsdáðum á réttan kjöl. Landsbjörg óskar eftir aðstoð: Þrjú björgunar- skip keypt Slysavamafélagið Landsbjörg ætl- ar að ráðast í kaup á þremur Arun Class björgunarskipum frá Englandi. Það kostar mikið fé en stóreykur ör- yggi sjófarenda þegar tekist hefur að vefa þéttriðið net björgunarskipa hringinn í kringum landið. Björgun- arskipin hafa í tvígang komið skip- brotsmönnum til bjargar á neyðar- stundu á undanfórnum dögum. Af þessu tilefni leitar Landsbjörg til almennings eftir liðsinni. Sendir em út gíróseðlar þar sem mönnum er boðin hlutdeild í að loka hringnum, eins og það er orðað. Hér er um að ræða sérhönnuð björgunarskip, smíðuð úr plasti, búin afar öflugum fjarskiptabúnaði og öll- um bestu siglingatækjum, að ekki sé talað um sjúkra- og björgunarbúnað. Borgað fyrir að drekka vatn Veitingamaðurinn á ísafjarðar- flugvelli hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að greiða fólki 10 krónur fyrir hvert vatnsglas sem það drekk- ur. Með því vill hann auka vatns- drykkju, hvort sem er hjá ungum sem öldnum. Ennfremur hefur hann að undanfórnu boðið eldri borgurum upp á ókeypis kaffi, kjósi þeir svo. OHeiðsklrt O Léttskýjaö Skýjaö % Alský|að / Rlgnlng, ilitilshðttar % Rlgnlng Súld -Jfi Snjókoma \j Slydda \ j Snjóél \jj skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 14 25 16 13 18 13 15 13 17 26 29 14 13 24 11 19 14 6 18 25 13 11 8° (3 /> Ý 1O°0 *© Veðurhorfur í dag Veðursíminn 902 vi600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands 8° P 5<A /> 7°^ 8°^ ♦© J”0 «© • & Á morgun «"•3 .13 10°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.