blaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 23
blaðið I miðvikudagur, 1. júní 2005
Liverpool
framlengir
við Carlsberg
Liverpool og danski bjórframleið-
andinn Carslberg hafa náð sam-
komulagi um að Carlsberg verði
styrktaraðili hjá félaginu næstu tvö
árin. Aðilarnir hafa verið í samstarfi
síðastliðin 13 ár. Á vormánuðum
var búist við því að Carlsberg ætl-
aði ekki að vera áfram styrktaraðili
hjá Liverpool en eftir að félagið
varð Evrópumeistari Meistaraliða
breyttist allt. Ekki hefur verið gefið
upp um verðmæti samningsins en
Ijóst er að Liverpool-menn þurfa
ekki að fara að kaupa sér nýjar
treyjur fyrir næstu tvær leiktíðir.
Bolti og bjór er sem sagt áfram
málið hjá Liverpool.
Helgi Valur
í landsliðið
Helgi Valur Daníelsson, leikmaður
með Fylki í Landsbankadeildinni,
hefur verið kallaður í íslenska lands-
liðshópinn vegna meiðsla Hjálmars
Jónssonar, leikmanns IFK Gauta-
borgar. Helgi Valur á einn landsleik
fyrir Island og það var árið 2001
gegn Indverjum. Helgi Valur hefur
leikið feikivel með liði Fylkis það
sem af er leiktíð og verið einn besti
maður liðsins í þeim fjórum leikjum
sem liðið hefur spilað.
ZeyerJil .
Grindavikur
fotbolti.net
Michael Zeyer, þýskur miðjumaður,
hefur fengið leikheimild með Grind-
víkingum. Zeyer, sem verður 37 ára í
júní, á að baki 146 leiki í efstu deild í
Þýskalandi með Kaiserslautern, Duis-
burg og Stuttgart. Hann hefur skorað
14 mörk í þessum leikjum og því er
um mjög reyndan leikmann að ræða.
Zeyer lék einnig með Waldorf
Mannheim í þýsku 2. deildinni oghef-
ur samtals spilað 325 leiki í tveimur
efstu deildunum í Þýskalandi og skor-
að 32 mörk. Síðast var Zeyer svo á
mála hjá liðinu Fortuna Diisseldorf.
Hann hefur fengið leikheimild með
Grindvíkingum og er því löglegur í
næsta leik liðsins, sem er gegn Fylki
á útivelli 12. júní næstkomandi. ■
Enska dagblaðið The Telegraph
sagði frá því í gær að Glazer-fjöl-
skyldan, sem nýlega keypti nánast
öll hlutabréfin í Manchester United,
væri tilbúin að selja Rio Ferdinand,
leikmann liðsins. Rio Ferdinand,
sem margir telja einn af bestu varn-
armönnum Englands, er í samninga-
Glazer tilbúinn
að selja
rerdmand
viðræðum við Manchester United um
áframhald á samningi leikmannsins.
Ferdinand, sem er 26 ára, fer fram á
12,4 milljónir íslenskra króna í viku-
laun og það er nokkuð sem Malcolm
Glazer kemur ekki til með að fallast
á samkvæmt fréttum. Samningur Ri-
os Ferdinand við Manchester United
rennur út sumarið 2007 og Glazer er
tilbúinn að selja leikmanninn í dag
ef rétt tilboð kemur, þ.e.a.s. yfir 3,7
milljörðum íslenskra króna. Sir Alex
Ferguson er áhyggjufullur þessa dag-
ana, samkvæmt breskum fjölmiðlum,
ekki aðeins vegna Rios Ferdinand
heldur einnig vegna eigin framtíðar
en ekki er enn búið að ganga frá hans
málum við félagið. . ■
íslandsmót ÍF í frjálsum
100m hlaup karla - þroskaheftir íslandsmótið í frjálsum utanhúss hjá íþróttafélagi fatlaðra fór fram á Kópa-
vogsvelli um helgina. Þátttaka var mjög góð og margir keppendur að bæta sig
verulega frá fyrri árangri, sem segir okkur að vel er haldið utan um málin hjá
l.flokkur 1. Amar Már Ingibjörnsson 2. Þórir Gunnarsson 3. Haraldur Þórarinsson Nes ÍFR Ösp 14,10 sek. 14,27 sek. 14,86 sek. fótluðum íþróttamönnum. 400m hlaup - hreyfihamlaðir
2. flokkur 1. Baldur Æ. Baldursson Eik 96,86 sek.
1. Sveinbjörn Ó. Sveinbjörnsson 2. Jósef Pétursson 3. Hrafn Logason 3. flokkur ÍFR Nes Ösp 15,84 sek. 16,63 sek. '17,50 sek. 1. Jón Oddur Halldórsson 200m hlaup karla - þroskaheftir Reynir 66,05 sek.
1. Sigurður Axelsson Ösp 18,56 sek. 1. Arnar Már Ingibjömsson Nes 28,58 sek.
2. Kristján Karlsson Ösp 18,73 sek. 2. Þórir Gunnarsson IFR 29,26 sek.
3. Óskar ívarsson Nes 19,01 sek. 3. Guðjón Ingvarsson Þjótur 30,71 sek.
100m - ungliðar
1. Jakob G. Lárusson Nes 15,88 sek.
2. Guðmundur I. Margeirsson Nes 18,07sek.
3. Valur Freyr Ástuson Nes 19,26 sek.
100m hlaup karla - hreyfihamlaðir
1. Jón Oddur Halldórsson (T35) Reynir 14,02 sek.
1 . Baldur Æ. Baldursson (T37) Eik 13,81 sek.
1. Hjalti B. Eiðsson ÍFR 23,04 sek.
2. Heiðar Hjalti Bergsson Eik 23,51 sek.
100m hlaup - konur - þroskaheftar
1. flokkur
1. Sigríður Ásgeirsdóttir Nes 18,50 sek.
2. Ingunn Hinriksdóttir ÍFR 19,79 sek.
3. Kristín Ólafsdóttir Eik 23.39 sek.
2. flokkur
1. Hildigunnur Sigurðardóttir Ösp 24,35 sek.
2. Bryndís Brynjólfsdóttir Nes 27,20 sek.
3. Ágústa Þorvaldsdóttir Ösp 31,85 sek.
200m hlaup karla - þroskaheftir
1. Jakob G. Lárusson Nes 15,88 sek.
2. Guðmundur I. Margeirsson Nes 18,07 sek.
3. ValurFreyrÁstuson Nes 19,26 sek.
A
200m hlaup karla - hreyfihamlaðir
1. Jón Oddur Halldórsson
1. Baldur Æ. Baldursson
Reynir
Eik
28,93 sek.
29,40 sek.
HÁDEGISVERÐARHLAÐBORÐ PLAYERS
frá kl: 11.30 - 13.30 mánudaga til föstudaga
PIZZA SÚPA OG BRAUÐ
KR: 800,
Players alqjör truflun
Bæjarlind4 S: 544 5514