blaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 22
22 •igt: miðvikudagur, 1. júní 2005 i blaðið Liverpool að fá leikmann Framkvæmdastjóri Liverpool, Rafael Benitez, er sagður vera að tryggja sér unglinginn Miguel Roque. Strákurinn, sem er aðeins 16 ára, þykir gríðarlegt efni en hann leikur sem miðvörður. Real Madrid og Barcelona eru einnig á eftir þessum undradreng en The Daily Mail sagði í frétt sinni í gær að Rafael Benitez Liverpool-stjóri sé að sigra í kapphlaupinu um þennan pitt og gengið verði frá samningi þar að lútandi á allra næstu dögum.____■ Souness býður í Van Buyten Greame Souness, framkvæmda- stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United, hefur boðið 620 milljónir íslenskra króna í Danny Van Buyten sem leikur með þýska liðinu Hamburger. Þetta kemur fram í The Mirror í gær. Van Buyten er miðvörður og hefur verið á óska- lista Greames Souness í langan tíma, eða í ein tvö ár. Van Buyten, sem er belgískur landsliðsmaður, var meðal annars í láni hjá Manc- hester City og þegar Souness var hjá Blackburn reyndi hann að fá leikmanninn til Blackburn. Forráðamenn Hamburger hafa látið hafa eftir sér að Van Buyten sé ekki til sölu en það gæti verið tilraun þeirra til að hækka verðið á leikmanninum. ^ Lopez ekki áfram hjá Valencia Forráðamenn spænska liðsins Valencia hafa tjáð þjálfara fé- lagsins, Antonio Lopez, að hans verði ekki þörf á næstu leiktíð. ■ Lopez staðfesti þetta við spænska fjölmiðla og sagði að hann hafi komist að samkomulagi við forseta félagsins, Juan Soler. „Ég vissi að ef við myndum ekki komast í Meistaradeildina yrði ég ekki áfram sem þjálfari hjá Valencia á næstu leiktíð," sagði Antonio Lopez við fréttamenn. _ Ronaldo montinn af áhuga Milan Brasilíski snillingurinn Ronaldo, sem leikur með Real Madrid á Spáni, hefur látið hafa eftir sér að hann sé mjög svo upp með sér vegna áhuga AC Milan á sér. í síðustu viku gerðu forráðamenn AC Milan fyrirspurnir um kappann. „Minn eini ásetningur í augnablik- inu er að leika áfram með Real Madrid en ég verð að segja að ég er mjög upp með mér yfir áhuga stórveldis sem AC Milan á mér,“ sagði Ronaldo við fréttamenn. AC Milan, sem átti góða möguleika á að vinna tvo bikara í vetur en stóð uppi með engan, ætlar að styrkja lið sitt verulega fyrir átökin á næstu leiktíð og nýlega gekk Marek Jankulovski, varnarmaður Udinese, til liðs við AC Milan. Jankulovski hefur oftast leikið sem vinstri bak- vörður en einnig getur hann nýst vel sem vinstri kantmaður. 0 Chelsea vill fá Motta Ensku meistararnir í Chelsea hafa sýnt hinum unga leikmanni, Marco Motta, mikinn áhuga en leikmaðurinn hefur verið á mála hjá Atalanta á italíu. Motta, sem er 19 ára kantmaður, þykir gríðarlegt efni og vitað er af áhuga AC Milan og Inter á leikmanninum. Hann er verð- metinn á um 500 milljónir íslenkra króna og það þykir nokkuð öruggt að hann fari frá Atalanta, sem féll í B-deildina á Ítalíu um helgina. ■ Suns heldur í vonina Phoenix Suns heldur enn í vonina um að komast í úrslit um NBA- meistaratitilinn. Phoenix vann San Antonio Spurs í fjórða leik liðanna en leikið var í San Antonio. Staðan í hálfleik var 52-59 fyrir Phoenix og í þriðja leikhluta fóru þeir á kostum og unnu hann 21-35. Þar með var nánast formsatriði fyrir Steve Nash og félaga að klára leikinn. Lokatöl- ur urðu svo 106-111 fyrir Phoenix Suns og Amare Stoudemire var með 31 stig og fimm fráköst. Joe Johnson skoraði 26 stig og tók fimm fráköst og Steve Nash var með 17 stig og 12 stoðsendingar. Hjá San Antonio skoraði Manu Ginobili 28 stig og átti sjö stoð- sendingar. Tim Duncan skor- aði 15 stig og tók 16 fráköst en Duncan hitti afleitlega af vítalínunni. Hann hitti að- eins úr þremur skotum það- an af 12 en vítahittni San Antonio var 47,8% eða 11 af 23 skotum. Vítahittnin var mun betri hjá Phoenix eða 87,5%, 14 skot niður af 16. Staðan í einvíginu er því 3-1 fyrir San Antonio Spurs og næsti leikur liðanna fer fram á heimavelli Phoenix Suns. Slakur fótboltaleikur Það var ekki burð- ug knattspyman sem Grindavík og ÍBV buðu upp á í Grindavík þegar liðin mættust í Landsbankadeild- inni. Öllþrjúmörk leiksins komu á fyrstu 16 mínútun- um. Sinisa Kekic, sem var settur í sóknina, skoraði á 11. mínútu og fjórum mínútum síð- ar var Matthew Platt bú- inn að jafna metin fyrir ÍBV. Ekki leið nema um mínúta þar til Jóhannes Valgeirsson dómari var búinn að flauta vafasama vítapsymu á ÍBV og Óli Stefán Flóventsson skor- aði úr henni. Eftir þetta má segja að leikurinn hafi hmnið í gæðum. Lítið var um samspil og leikmenn liðanna náðu ekki að halda boltanum innan síns liðs meira en þijár sending- ar. Milan Stefán Jankovic færði Sinisa Kekic í ffamlínuna og verður það að telj- ast hálfundarlegt þar sem Kekic átti afbragsðleik á miðjunni gegn ÍA. Það er ávallt mikið spil í kring- um Kekic og í ff am- línunni nýtist hann einfaldlega ekki nógu vel í spilið. Lokatölur í leiknum urðu 2-1 fyrir Grindavík og fyrstu stig þeirra á íslandsmótinu era í húsi. ÍBV er enn án stiga og það verður að segjast eins og er að liðið er að leika illa það sem af er Landsbankadeild- inni. Guðlaugur Baldursson og hans menn eiga erfitt sumar ffam undan. Skagamenn teknir í kennslustun Skagamenn, Skaga- menn, skoraðu mörkin. Jú, þeir gerðu það einu sinni svo um munaði en núna er öldin önnur. Skagamenn hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fjóram leikjum liðs- ins og í leiknum gegn Fylki vora það Árbæing- ar sem skoraðu öll þrjú mörk leiksins. Fyrir leikinn höfðu menn talað um að Fylki gengi illa að skora sem var jú alveg kórrétt. Þeir urðu einnig fyrir áfalli í vikunni þegar í ljós kom að Sævar Þór Gíslason var með shtið krossband og leikur ekki meira á leiktíðinni. Fylkismenn léku afbragðsvel á Akranesi og Hrafnkell Helgason lék á ný með Fylki. Hann kom þeim yfir á 23. mínútu. Björg- ólfur Takefusa skoraði úr víta- spyrnu á 9. mín- útu seinni hálf- leiks og Svíinn Erik Gustafsson gulltryggði öragg- an 0-3 sigur Fylkis með marki ó 12. mínútu seinni hálfleiks. Fylkismenn hefðu alveg getað unnið stærri sigur í leiknum, þvílíkir voru yfirburðir gestanna. Bæði liðin era nú með sex stig eftir fjóra leiki og í næstu umferð mætast Fram og ÍA og Fylkir tekur á móti Grindavík. Leikirnir verða 11. júní. fotbolti.net Gianluigi Buffon, sem margir telja besta markmann heims, hefur aðeins áhuga á að ganga til liðs við Real Madrid fari hann ffá Juventus. Hann var orðaður við Manchester United um helgina en tahð var að United gæti boðið Juve 35 milljónir punda fyrir þenn- an frábæra markmann. Roy Carroll er farinn frá United og því er Tim Howard einn eftir. Nýr markmaður mun koma í sumar en það er ljóst að Buffon verður ekki sá maður. Silvano Martina, umboðsmaður Buffons, sagði eftirfarandi í viðtali við Sky- fréttastofuna í dag: „Það er rétt að Juventus eiga það til að selja sína bestu leikmenn þegar almenni- legt boð kemur í þá.Ég held þó að þeir vilji ekki selja Buffon, að minnsta kosti ekki í bili. Hvað sem því líður skiptir hugur leikmannsins mjög miklu máli og Buffon er fullkomlega skuldbundinn Juventus, þar sem þeir era eitt af þremur bestu liðum í heimi." Martina bætti svo við að einungis eitt lið kæmi til greina ef Buffon færi frá Ítalíu: „Ef Buffon færi einn dag- inn frá Juventus þó færi hann bara til Real Madrid. Þess vegna held ég að ekkert komi út úr sögusögnum um Manchester United." ■ Buffon hefur ekki áhuga á Manchester United United verður að vinna titla Nike-spor- t v ö r u - framleið- andinn, er aðal- ili enska úrvalsdeildar- liðsins Manchester United, hefur gefið viðvörun til United-manna. Við- vörunin snýst um eitt mál og það er árangur. United vann engan titil í vet- ur og það er nokkuð sem veldur Nike- framleiðendum áhyggjum. Andy Todd, varaforseti íþróttavöru Nike, sagði í samtali við The Sunday Tele- graph: „Við vitum ekki hvað gerist á næsta ári, allt er opið.“ Manchester United og Nike gerðu samning til 13 ára árið 2002. Hann hljóðaði upp á 37,6 milljarða íslenskra króna. I júlí ó næsta óri er möguleiki fyrir Nike að segja upp samningnum og Todd segir að það sé vissulega möguleiki. „Til dæmis ef Manchester United kemst ekki í Meistaradeildinar 2006-2007 þá gæti það verið mikið vandamál. Við komum til með að fylgjast mjög vel með gangi mála eins og við gerum alls staðar þar sem við erum styrkt- araðilar," sagði Andy Todd. Pressan um betri árangur en á síðustu leiktíð eykst því á forróðamenn Manchester United. Næsta ór verða að koma titl- ar á Old Trafford. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.