blaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 4
miðvikudagur, 1. júní 2005 I blaðið Dæmi um að heimili hafi verið leyst upp Oft að engu að hverfa þegar sjúklingar losna af spítala Yfir eins árs bið er eftir að komast í svokallaða HAM-meðferð á Reykjalundi. Reglur um að langlegusjúklingar noti stóran hluta af örorkubótum sínum til að greiða fyrir sjúkrakostnað hafa ítrekað orðið til þess að einstakling- ar lenda í fjórhagsvanda og missa jafhvel heimili sín. Þetta segir Arn- þór Helgason, framkvæmdastjóri Ör- yrkjabandalags íslands. í Blaðinu í gær var sagt frá því að fjöldi langlegusjúklinga á sjúkra- húsum, þar á meðal geðfatlaðir, hafi aðeins rétt rúmar 20.000 krónur til ráðstöfunar á mánuði. Ástæðan eru reglur Tryggingastofnunar um að einstaklingar sem dvelji meira en sex mánuði samfellt á sjúkrastofnun greiði stóran hluta af örorkubótum sínum upp í sjúkrakostnað. Arnþór bendir á að umræddar regl- ur skapi oft alvarleg vandamál. „Við höfum séð fjölmörg dæmi um að þegar tekjur einstaklinga eru skertar á þennan hátt fara að safnast upp skuldir. Sérstaklega á þetta þó við um einstaklinga sem halda heim- ili. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að greiða t.d. húsaleigu eða afborg- arnir af lónum með þessum tekjum. Einstaklingar sem lenda í þessum vanda fá stundum aðstoð félagsmála- yfirvalda í hveiju sveitarfélagi fyrir sig en oft er eina ráðið að segja upp leigunni. Það þýðir í raun að heimili þessa einstaklings er leyst upp og þeg- ar viðkomandi losnar af sjúkrahúsi er ekki að neinu að hverfa.“ Hluti af greiðslum lífeyrissjóða í sjúkrakostnað Benedikt Davíðsson, starfsmaður Landssambands eldri borgara, kann- ast vel við þennan vanda. „Margir eldri borgarar, sem dvelja á hjúkrunarheimilum, falla und- ir þessa reglu. Ég vil sérstaklega benda á að ef viðkomandi hefur aðr- ar tekjur eru þær líka skertar - en þó minna. Viðkomandi eru tryggðar a.m.k. 46.000 krónur í framfærslu en samkvæmt reglum má taka allt að 160.000 krónur af heildartekjum einstaklinga upp í sjúkrakostnað. Fjölmargir einstakhngar treysta hins vegar alfarið á Tryggingastofnun með framfærslu og þeir hafa aðeins rúm 20.000 til umráða á mánuði. Þetta á aðallega við háaldrað fólk sem aldrei greiddi lífeyrisiðjgald á starfsævinni. Þetta er í heildina slæmt kerfi sem þarfnast betrumbóta," segir Benedikt að lokum. B DV svarar gagnrýni landlæknis og Landspítala Landlæknir heíur slegist í hóp með for- stjóra Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH) í því að gera umfjöllun DV um mann, sem Uggur á sjúkrahúsi vegna hermannaveiki, að umkvörtunarefni. Sigurður Guðmundsson segir í bréfi til ritstjóra DV að umfjöllun íjölmiðla um sjúkdóminn hafi almennt verið greinar- góð og efnisleg. „Því miður skýtur mjög skökku við í umfjöllun [DV] þar sem mynd er birt af manninum og nafn hans nefiit. í lögum um réttindi sjúklinga er rík áhersla lögð á þagnarskyldu heil- brigðisstétta. Almenn siðferðiskennd segir flestum að slíkt hið sama gildi um almenning, enda eru sjúkdómar manna og þau vandamál sem af þeim hljótast einkamál. Flestir virða þessi mörk,“ segir í bréfi landlæknis. „DV eykur þjáningar" Hann segir frétt DV því miður fara langt yfir þessi mörk og bendir á að fréttamennska af þessu tagi geri ekk- ert annað en að auka þjáningar og erfið- leika sem þungbærum sjúkdómi fylgir. Sigurður lýkur bréfinu á því að hann voni að DV sýni vandamálum sjúklinga meiri og dýpri skilning í framtíðinni. Trúir ekki á Morgunblaðs- aðferð Blaðið hafði samband við Jónas Krist- jánsson, ritstjóra DV, vegna ummæla forstjóra LSH um daginn og svaraði hann honum með því að benda á sam- þykktar og útgefnar siðareglur DV. Hann segir að DV telji nöfn og myndir vera mikilvægan þátt upplýsinga. Það sé gagnlegt fyrir samfélagið að fá þessa vitneskju, svo að rangar sögu- sagnir leiki ekki lausum hala. ,JDV hefúr ekki trú á Morgunblaðsaðferð- inni: „Gullsmiður við Laugaveginn var tekinn fastur..." Þrenging á hringnum kemur ekki í stað einfaldrar birtingar á nafni og mynd.“ Jónas segir að á með- an aðferðafræði DV sé ný af nálinni verði af og til núningur út af þessu en smám saman muni fólk átta sig á að- ferðinni, skilja hana og fallast á hana. Ný greiðslukort: Nú gildir að muna PIN-númerið Alþjóólegu kortasamsteypurnar hafa í sameiningu þróað og hafið útgáfu á greiðslukortum með örgjörva, sem verður á næstu misserum notaður til að lesa upplýsingar af kortinu í stað segulrandarinnar, sem verður þó enn til staðar fyrst um sinn. í ár munu flestar kredit- og debetkortagreiðsl- ur með þessum nýju kortum verða sannreyndar með því að korthafinn þarf að slá inn persónulegt innslátt- amúmer (PIN) í stað þess að setja undirskrift sína á kvittun. Þetta er því mikil þróun í baráttunni gegn kortamisferli og má búast við stór- minnkuðu tapi í viðskiptum með nýja kerfinu. Kortamisferli hefur aðallega legið í því að óprúttnir aðilar komast yfir kort fólks og geta notað þau þar sem oft eru myndir á kortunum gaml- ar og afgreiðslufólk er misglöggt á undirskriftir. Ábyrgð færist á kortaútgefendur Samkvæmt VISA býður þetta upp á marga kosti til hagsbóta fyrir söluað- ila, afgreiðsla á að ganga hraðar og biðraðir að styttast. Ekki hefur enn verið ákveðið endanlega hvert fyrir- komulagið verður á þeim stöðum sem krefjast ekki undirskriftar, svo sem í kvikmyndahúsum og skemmtistöð- um. Með tilkomu þessa kerfis mun ábyrgð á kortamisferli færast í aukn- um mæli frá söluaðila yfir til korta- útgefanda. Þörf er á að breyta eða uppfæra hérlendis meira en 15.000 afgreiðslukassa og posa, 200 hrað- banka og gefa út um 500.000 ný greiðslukort til þess að kerfið komist fullkomlega í gagnið. Kort þessi eru þekkt erlendis og eru m.a. notuð í Frakklandi og Danmörku. Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra. Umhverfisráðherra: Útskýringar á Sellafield Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur sent breskum stjómvöldum ósk um ná- kvæma skriflega útskýringu á at- vikinu sem olh því að um 83.000 rúmlítrar af geislavirkum vökva láku úr skemmdu röri í endur- vinnslustöðinni í Sellafield. Talsmaður ráðuneytisins sagði í samtah við Blaðið að í raun og vem sé engin hætta búin íslend- ingum eða öðrum vegna lekans. Vökvinn lak í öryggistanka undir endurvinnslustöðinni og safnaðist fyrir þar svo hann losnaði aldrei út úr lokuðu umhverfi stöðvarinn- Loðin yfirlýsing Breta Ástæðan fyrir erindi umhverfis- ráðherra er sú að ráðuneytið vill fá nákvæmari útlistanir á því hvað hafi farið forgörðum. Þylár fréttatilkynning frá British Nucle- ar Group, sem rekur stöðina fyrir hönd breskra stjómvalda, vera helst til loðin, auk þess sem ráðu- neytið vill útskýringar á því hvem- ig úrgangurinn gat lekið frá því í janúar á þessu ári án þess að eftir hafi verið tekið. Þó ríkir nokkur óvissa um hvort lekinn hafi stað- ið lengur yfir en athuganir benda til þess að rörið sem lak úr hafi skemmst í ágúst 2004. Frekari viðbrögð Umhverfisráðuneytisins munu meðal annars ráðast af svörum breskra yfirvalda. Borgin eign- ast Oskju- hlíðarskóla Reylg'avíkurborg hefur tekið við eignarhaldi á Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla en þar er rek- in þjónusta við fótluð grunnskóla- böm en samkomulag um hús- næðismál sérskóla var undirritað í gær. Einnig tekur borgin yfir eignarhald á minni húseignum við Vesturhlíðarskóla, þar sem einnig er rekin þjónusta við fötluð grunn- skólaböm, ogBrúarskóla, sérskóla fyrir böm á gruimskólaaldri með félagslegar og geðrænar raskan- ir. Það húsnæði sérskóla, sem ekki er nauðsynlegt að nýta fyrir starfsemi slíkra skóla, verður selt og andvirðið nýtt til að kosta upp- byggingu á nýrri sérdeildarálmu fyrir fatlaða við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Þegar rekstur grunn- skóla fór ffá ríki til sveitarfélaga árið 1996 tóku sveitarfélögin við eignarforræði á þeim fasteignum sem nýttar höfðu verið undir skóla- hald. Undantekning á því var hús- næði sérskóla sem var áfram í eigu ríkisins þangað til nú. - Kassaklifur - GPS ratleikir - Bátasiglingar - Vatnaleikir - Frumbyggjastörf - ÚLFLJÓTSVATNI Upplýsingar og skráning á nefinu: www.ulfljotsvatn.is 7-8 ára Einstök krakkanámskeið 9-12 ára Almenn námskeið og INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.