blaðið - 10.06.2005, Side 8
föstudagur, 10. júní 2005 I blaðið
8 erlent
Sendinefnd frá
ESB í sögulegri
íraksheimsókn
ESB hefur sent sterka sendinefnd til
Bagdad. Vonir eru bundnar við sam-
starf ESB og íraks, þar sem nokkuð
er umliðið frá því Íraksstríðið setti
blett á samskipti á milli þeirra.
„Stríðið sundraði okkur í Evrópu en
nú erum við sameinuð um að styðja
írak,“ sagði Jean Asselborn, utanrík-
isráðherra Lúxemborgar, eftir fundi
með Jalal Talabani, forseta íraks, í
gœr. „Við höfum sagt skilið við fortíð-
ina til þess að vinna saman að fram-
tíð íraks,“ sagði Jack Straw, utanrík-
isráðherra Breta, en Bretar taka við
stjórn Evrópusambandsins í júlí.
Sögulegur fundur
Javier Solana, framkvæmdastjóri
ESB, og Benita Ferrero-Waídner, ut-
anríkisstjóri ESB, voru viðstödd fund
sem lýst var sem „sögulegum" fyrir
alþjóðaráðstefnu um uppbyggingu ír-
aks seinna í mánuðinum. Hún mun
fara fram í Brussel, með þátttöku 85
þjóða og 40 manna sendinefndar frá
Irak. „Eg tel þetta mjög mikilvægan
atburð því þetta gæti verið upphafið
að nýjum stjórnmálatengslum sem
gæti orðið að gefandi samstarfi,“
sagði Benita Ferrero-Waldner fyrir
fund sendinefndarinnar með Ibra-
him Jaafari, forsætisráðherra íraks.
Asselborn tók sérstaklega fram að
ráðstefnan í Brussel myndi ekki vera
„til að tala um írak - við munum tala
við írak.“
augnablikinu
limhmm
Barnaskóli
rýmdur
í Kolding
440 manns forðað
Barnaskóli var rýmdur í Kolding í
Danmörku effcir sprengjuhótun sem
barst kl. 8.20 í gær.
Þá hringdi karlmaður inn til
neyðarlínu og tilkynnti að sprengja
myndi springa í skólanum kl. 9.15.
Hann lauk samtalinu með því að
segja á dönsku: „AUuh er mikill,"
en tsdið er að hann sé Dani sem hafi
reynt að hljóma eins og útlendingur.
Leitað var í skólahúsinu eftir rým-
ingu en engar sprengjur fundust.
vinkœlar
Verð
25.000 kr.
ís-húsið 566
Smíða enn fleiri
kjarnavopn
Kim Gye Gwan, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Norður-Kóreu, sagði í við-
tali við bandaríska sjónvarpsstöð
að Norður-Kórea ætti töluvert af
kjamorkusprengjum og verið væri
að smíða fleiri. Aðspurður um fjölda
sagði hann. „Ég myndi segja að við
hefðum nóg af kjarnorkusprengjum
til þess að veijast árás frá Bandaríkj-
unum.“ Einnig svaraði hann játandi
spumingu um hvort ráðamenn í Py-
ongyang stæðu að frekari smíðum á
kj arnorkusprengjum.
Setur viðræður í uppnám
Þessi lýsing á kjarnorkuuppbygg-
ingu Norður-Kóreubúa gerir fram-
tíð viðræðna um að ná friðsamlegri
lausn á kjarnorkuafvopnun Kóreu-
skagans mjög óljósa. Ráðamenn í
Washington telja að Norður-Kórea
búi yfir einni eða tveimur sprengjum
og kannski endurunnu plútóníumi
fyrir 6-7 sprengjur í viðbót.
Neitar að staðfesta
Kim, sem er samningamaður
Norður-Kóreu í sex ríkja-hópnum
sem stefnir að afvopnun á Kóreu-
skaganum, vildi hvorki staðfesta né
mótmæla því að Norður-Kórea ætti
langdrægar flaugar sem gætu hæft
skotmörk í Bandaríkjunum, og kom
ekki með afgerandi svar við spurn-
ingunni um hvort Norður-Kórea gæti
sett kjamaodda á langdrægu flaug-
arnar. „Ég get sagt ykkur að vísinda-
menn okkar hafa sömu þekkingu og
vísindamenn annars staðar í heimin-
um,“ sagði hann og bætti við: „Lesið
úr því það sem þið viljið.“ Hann tók
þó fram að Norður-Kórea hefði „ekki í
hyggju að ráðast á Bandaríkin.“
Bush segir viðskiptabann
möguleika
í viðtali við Fox-sjónvarpsstöð-
ina sagði George W. Bush að við-
skiptabann gegn Norður-Kóreu væri
möguleiki. „Norður-Kórea verður
að skilja... að Bandaríkin eru mjög
ákveðin í þvf að vinna með fjórum
öðrum ríkjum til þess að sannfæra þá
um að losa sig við vopnabúnað sinn.“
Norður-Kórea hyggst snið-
ganga viðræður
Kínveijar, sem eru nánir
bandamenn Norður-Kóreu, sögðust
ekkert vita um nein kjarnavopn, en
Japanar lýstu nágrönnum sínum sem
„ógn við heimsfrið“ og ítrekuðu að
nauðsynlegt væri að N.-Kórea sneri
aftur að samningaborðinu. Norður-
Kóreumenn hafa þó sagst ætla að
halda áfram að sniðganga frekari
afvopnunarumræður en Bandaríkja-
menn viðhalda stefnu, sem Norður-
Kóreumenn kalla „óvinveitta“, þar
til Bandaríkjamenn fallast á kröfur
þeirra. Enn er ekki búið að staðfesta
tímasetningu fyrir næstu umferð af
samningaviðræðum þjóðanna sex. ■
HÓTÉL BOKC KyNNIK:
Kaffihlaðborð
alla sunnudaga
kl. Í4.00 -17.00
Ví7rð Í.250 kr. á roann
V^rið v^lkomin
Öryggissveitir halda
stjórnarandstöðu í
stofufangelsi
Eþíópískar öryggissveitir settu
nokkra af leiðtogum stjórnar-
andstöðunnar í stofufangelsi á
fimmtudaginn, degi eftir að lög-
regla og hermenn skutu á hópa
og drápu að minnsta kosti 26
manns í verstu átökum í Addis
Ababa í fjögur ár.
Áhyggjur af að sagan
endurtaki sig
Eldri íbúar Addis Ababa hafa
áhyggjur af afturhvaríi til ein-
ræðis. Þeir segja að aðgerðirnar
minni á valdaránið sem setti Ha-
ile Selassie af og kom marxíska
einræðisherranum Mengistu
Haile Mariam til valda 1974.
EPRDF-flokkurinn hefur verið
við völd síðan skæruliðaher for-
sætisráðherrans Meles Zenawi
steypti Mengistu af stóli. Banda-
ríkjamenn, sem líta á Eþíópíu-
búa sem lykilbandamenn í stríð-
inu gegn hryðjuverkum, hafa
beðið báða aðila um að setjast
að samningaborðinu og víkja frá
ofbeldi.
Sendiráðum
lokað í Ástralíu
Fimm sendiráðum var snarlega
lokað í Canberra í gær eftir að
þeim bárust pakkar með tor-
kennilegu hvítu dufti. Öll sendi-
ráðin sem sent var á tengjast
íraksstríðinu, t.d. með þátttöku
herliðs. Sendiráð Bandaríkj-
anna, Bretlands og Japans voru
meðal þeirra sem fengu send-
ingu, en einnig var sent á skrif-
stofu forsætisráðherra Ástralíu
og ástralska þingið.
Pakkar í rannsókn
„Allir pakkamir sjö hafa verið
sendir í rannsókn, en það er
búið að staðfesta að pakkarnir,
sem fóru til breska og ítalska
sendiráðsins, eru meinlausir,"
segir talsmaður lögreglu. „Það
er of snemmt að draga ályktan-
ir um ásetning eða hvort þessi
atvik tengist."
Fundað um
framhald
Bólívíska þingið fundaði í gær
til að taka ákvörðun um afsögn
Carlosar Mesa, fyrrverandi Ból-
ívíu-forseta. Talið er líklegt að
þingið muni samþykkja afsögn
Mesa. Stjórnarskráin segir að
þingforsetinn Hormando Vaca
Diez eigi að taka við, en stjórnar-
andstaðan lítur á Vaca Diez sem
ótækan frambjóðanda og heimt-
ar kosningar. Leiðtogar and-
spyrnuhópa hvetja borgara til
uppþots ef fulltrúi „stjórnarmafi-
unnar“ sest í forsetastólinn.