blaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 14
BYÐUR UPP Á ALLT, FLOTTAR VERSLANIR,
FRÁBÆRA VEITINGASTAÐI, GLÆSILEGA
GOLFVELLI, GET ÚTVEGAÐ HÓTEL MEÐ
ÖLLU SEM ÞARF FYRIR ÁRSHÁTIÐINA.
KBHBMBHHMBI
Hafðu samband NÚNA Cambridge er aðeins [ 45 mín. fjarlægð
weststarmarketing@btinternet.com frá miðborg London með lest. Get einnig
eða í síma 00447748424233 útvegað miða á knattspyrnuleiki
blaðiða
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Siguröur G. Guðjónsson. Ritstjóri:
Kari Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kárí Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar:
Bæjariind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Simbréf á fréttadeild: 510-3701.
Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar®
vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: isiandspóstur.
Bankarnir og þjóðarsálin
Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, lét
hafa eftir sér í gær að það félli illa að þjóðarsálinni að Björgólfs-
feðgamir „gíni yfir öllu kviku á markaði“, eins og það var orð-
að. Nú er það svo að sameining Landsbanka og íslandsbanka
er ekki enn orðin að veruleika, þótt leiða megi líkum að því að
slíkt geti gerst áður en langt um líður. Það er hins vegar athygl-
isvert hversu vel ráðherra stóriðju er tengdur þjóðarsálinni og
hjartslætti þjóðarinnar. Umræddur ráðherra og flokkur henn-
ar hafa nefnilega iðulega verið sökuð um að vera í litlum tengsl-
um við fólkið í landinu. Burtséð frá þessu þá em orð Valgerðar
illa ígmnduð og í raun vítaverð. Það er algjörlega óásættanlegt
að ráðherra í ríkisstjóm íslands láti ummæli sem þessi sér
um munn fara. í þeim felast sleggjudómar og fordómar í garð
þeirra einstaklinga sem um ræðir. Nú geta menn haft sínar
skoðanir á Björgólfsfeðgum eða talsmönnum Baugs og umsvif-
um þeirra á okkar litla markaði. Það er hins vegar mál dóm-
stóla og samkeppnisyfirvalda að fjalla um lögmæti hugsanlegr-
ar sameiningar bankanna, ekki ráðherra. Það er líka hlutverk
þeirra að fjalla um sameiningar og yfirtökur fyrirtækja. Það
hefur tíðkast allt of oft í gegnum tíðina að ráðherrar hafi verið
stóryrtir í garð einstaklinga í þessu þjóðfélagi án þess að inn-
stæða hafi verið fyrir því. Þetta hefur valdið ómældum skaða,
ekki síst þegar í hlut eiga fyrirtæki sem eiga í viðkvæmum
viðskiptum erlendis. Það verður að gera þá lágmarkskröfu að
ráðherrar virði almennar leikreglur í þjóðfélaginu og að þeir
sleppi sér ekki í tilfinningalegum ofsa. Það er mál að linni.
Stöðugir - Áreiðanlegir |
TVaustir
slöngubátar
Zodiac
áratuga reynsla á íslandi
Verðfri 98.197 kr.
ELLINGSEN
Opíð vórka daga W 6-18, laugard. W 10-14
Sírrú 560 0500
Smáauglýsingar
510-3737
Auglýsingadeild
510-3744
Ritstjórn
510-3799
Skiptiborð
510-3700
blaðiðu,
REYKJAVIK
Flugvöll út í Engey
og Viðey byggð á ný
Valdimar Kristinsson
Settar hafa verið fram róttækar til-
lögur um skipulag í Reykjavík sem
ástæða er til að skoða gaumgæfilega.
Hugmyndir um uppfyllingu út fyrir
Akurey beina byggðinni mót opnu
hafi út í stöðugan næðinginn. Til við-
bótar er svo spáð einhverri hækkun
siávarstöðu með aukinni flóðahættu.
Á annan hátt mætti hugsanlega
standa að málum til að efla byggð í
nágrenni miðbæjarins. Þegar í ljós
kom að Engey var nefnd sem hugs-
anlegt byggingasvæði kviknaði hug-
mynd um flugbraut milli hennar og
Örfiriseyjar, sem lauslega er sýnd á
meðfylgjandi mynd. Olíuinnflutningi
yrrði beint til Helguvíkur, en í staðinn
kæmi endi flugbrautar og síðan lítil
flugstöð, flugtum og flughlað, nálægt
núverandi olíubryggju. Þaðan þyrfti
einnig að hafa auga með ferðum
stórra skipa í nágrenninu. Flugvall-
argerðin yrði kostnaðarsöm en það er
líka til mikils að vinna.
Ef af þessu gæti orðið losnaði
Vatnsmýrin úr viðjum og þar mætti
reisa allháa og þétta íbúðabyggð í
góðum tengslum við Landspítalann,
tvo háskóla og fyrirtæki og stofnanir
þeim tengdum, allt nánast í göngu-
færi við miðbæinn. Nýlega voru von-
ir bundnar við að flugvellinum dygði
ein flugbraut og Vatnsmýrin yrði þá
byggð upp að hálfu en það yrði enn
betri lausn ef raunhæf reyndist.
Margir segja reyndar að flytja yrði
allt innanlandsflug til Keflavíkur, en
mörgum úti á landi líst afar illa á það
og Reykjavík er nú einu sinni höfuð-
borg allrar þjóðarinnar og því þarf að
reyna að ná sátt um málið.
í þessu sambandi mætti nefna að
greiðar samgöngur við Reykjavík
eru í þágu allra sem
búa á Suðvesturlandi,
og reyndar allra lands-
manna, enda gætu
þær létt á spennunni
á höfuðborgarsvæðinu.
Reykvíkingar vilja
komast hratt og örugg-
lega að flugstöðinni á
Keflavíkurflugvelli og
því er tvöfóldun Reykj a-
nesbrautar, sem fyrst
alla leið, hagsmuna-
mál þeirra. Sama er að
segja um leiðina austur
fyrir fjall og upp í Borg-
arfjörð.VegamótSuður-
lands- og Vesturlands-
vega eru reyndar milli
hverfa í borginni en
þar hafa framkvæmdir
enn dregist. Verst er
þó þegar borgarstjórn
tefur lagningu Sunda-
brautar, sem þarf að
ná sem fyrst alla leið
upp á Kjalarnes, vegna
draumsýnar um minn-
ismerki í formi hábrúar í stað þess
að láta Orkuveituhúsið duga. Á sama
tíma er brugðið fæti fyrir gerð hindr-
unarlausa gatnamóta á Miklubraut
og nafn hennar óvirt um leið.
Áðurnefndar skipulagstillögur
ganga einnig út á hóflega byggð á
austurhelmingi Viðeyjar. Þetta er at-
hyglisvert og mætti útfæra frekar án
þess að spilla fógru útsýninu til eyj-
unnar. Það helst með því að hreyfa
ekki við svæðinu frá Kvennagöngu-
hólum og vestur að
Eiði. Þá mætti byggja
um 30 ha. á austur-
hlutanum, á einum 15
á miðhlutanum, norð-
austan við friðaða
svæðið, og um 30 ha.
á Vesturey. Samtals
gætu þetta verið 70-
80 hektarar.
Þetta ætti að vera
þétt, lágreist byggð, 1-
2 hæðir án kjallara, er
tæki t.d. mið af Þrast-
argötunni í Reykja-
vík. Hún gæti verið
byggð án bíla, þótt
þjónustubílar þyrftu
að geta komist leiðar
sinnar um hverfin og
um brú í land. Eftir
endilangri byggðinni
miðri mætti hafa spor-
braut þar sem vagn-
ar rynnu hljóðlaust
á gúmmíhjólum og
tengdust strætó við
Gufunes. Einnig yrði
feija yfir í Sundahöfn. í Viðey gæti
risið mjög sérstök byggð, sem ætti
varla nokkurn sinn líka, um leið og
umhverfið nyti fornrar frægðar.
Höfundur er viðskipta-
og landfræðingur
M--------------
Verst er þó þeg-
ar borgarstjórn
tefur lagningu
Sundabrautar,
sem þarf að
ná sem fyrst
alla leið upp á
Kjalarnes, vegna
draumsýnar um
minnismerki í
formi hábrúar
í stað þess að
láta Orkuveitu-
húsið duga.
NYJUNG 1
FYRIR HANDHAFA
VILDARKORTS
VISA OG
ICELANDAIR j
[
nMn ***** .; ' 1 [ TTT | . - “