blaðið - 10.06.2005, Page 20
föstudagur, 10. júní 2005 I blaðið
af sýningunni CIRCUS.
Hönnun frá Bergen,
sem mun standa yfir í
Hönnunarsafni íslands
í sumar. býður Epal þér
í samvinnu við
Norska sendiráðið og
Hönnunarsafnið að koma í
Skeifuna 6. föstudaginn 10.
júní milli klukkan
17 og 19.
Þar gefst færi á að hitta
norsku hönnuðina Steinar
Hindenes og Dave Vikören.
en verk þeirra verða sýnd
í Hönnunarsafninu.
Einnig verða staddir í Epal
fulltrúar frá Fora Form
f Noregi og Hansen &
Sorensen í Danmörku, sem
framleiða Circus-húsgögn.
í Epal
verður á sama tíma
frumsýndur stóll frá Stokke
í Noregi hannaður af
japanska arkitektinum
Toshiyuki Kita og verða
fulltrúar Stokke viðstaddir
frumsýninguna.
NORGES AMBASSADE
Er ástin sterkari en
Ástfangid fólk getur einfaldlega
misst völdin
Vísindamenn í
Bandaríkjunum fóru
nýverið af stað með
rannsókn sem miðar
að því að skoða áhrif
ástarinnar á líkams-
starfsemi í heild
sinni. Rannsóknin er
gerð í kjölfar margra
tilgátna um að fólk,
sem nýlega hefur orð-
ið ástfangið, beri þess
vott að eiga í miklum
vandræðum með
tilvist sína. Þetta á
auðvitað ekki við um
alla þó svo að marg-
ir þekki eflaust þá
tilfinningu að vera
„ástfanginn upp fyrir
haus“. Hér er þó átt
við nýtilkomna ást
sem gerir það að verk-
um að viðkomandi á
í veruleikakreppu
og fær ekki rönd við
reist.
Dr. Luce Brown
og dr. Helen Fisher
hafa báðar kynnt sér
breytingar á heila-
starfsemi fólks í þessum sporum og
hafa nú leitt líkum að því að sú til-
finning, sem fólk upplifir þegar það
er ástfangið, geti mögulega verið
sterkari en viljinn til lífs.
Þrotlausar símhringingar í hinn
heittelskaða og öskur af hús-
þökum
Það hefur sýnt sig að ástfangið
fólk getur þjáðst af því sem heyrir
almennt til geðraskana. Oft er um
maníska hegðun að ræða, andlega
vanlíðan, persónuleikaraskanir og
þráhyggju, auk þess sem fólk á það til
að fjarlægjast ættingja og vini. „Þrot-
lausar símhringingar í hinn heittelsk-
aða, óeðlilegar tilraunir til að heilla
manneskjuna og öskur af húsþökum,
eru dæmi um hegðun sem fólk sýnir
við þessar aðstæður," segir dr. Helen
Fisher, en hún ásamt stöliu sinni vill
meina að ákveðinn partur heilans
Á1fablóm
Á1fheimum
geti framkallað óbilandi ástríðuhvat-
ir. „Þegar þú ert í þessu ástandi getur
það riðið þér að fullu, þú getur misst
stjórn á hlutunum, þú ert pirraður og
þú ferð í ræktina kl. 6 á morgnana
alla daga til þess að fá útrás fyrir
innri togstreitu. Svo missa sumir al-
gerlega vitið þegar þeim er hafnað;
þeir geta verið líklegir til manndráps
eða sjálfsmorðs."
Með tíð og tíma
batnar ástandið
Samkvæmt rannsóknum á starf-
semi heilans þegar fólk er ástfangið
hafa verið settar fram tilgátur um
að tilfinningin geti líkst grunnhvöt-
um, eins og t.d. þeim að borða og
drekka. Fólki finnur hjá sér þörf fyr-
ir einhverja uppfyllingu án þess að
vita í raun hver hún er og óreglulegt
lífemi gerir vart við sig, að flestum
ómeðvituðum. Hins vegar jafnar
fólk sig á þessari upplifun ef til sam-
bands kemur og heilinn slakar á þess-
um efnaskiptum sem ráða sjúklegu
ástandinu. Með tíð og tíma verður við-
komandi í stakk búinn til að takast
á við sambandið og verður eðlilegur
áný.
Af gefnu tilefni er þess getið að
ástand sem þetta brýst ekki út hjá
meirihluta fólks - sjúkleg hegðun og
vanlíðan verður eingöngu hjá ókveðn-
um hluta og oft háð aðstæðum, æsku
eða öðru sem haft getur áhrif á mann-
eskjuna.
Fákafeni 9 // 108 Reykjavík // Sími 588 6555
Góð ráö
fyrir vel heppnað
stefnumót
• Gerið varaáætlun.
Veður getur breyst snögglega,
veitingastaðir geta verið lokaðir
vegna breytinga eða miðinn get-
ur verið hreinlega ónothæfur.
Gott er að hafa aðra áætlun til
taks ef örlagaglettur hversdags-
ins setja strik í reikninginn.
• Áætlið stuttan tíma í
stefnumótið.
Það er enginn að gera ráð fyrir
því að þið þurfið að kortleggja
framtíð ykkar saman við fyrstu
kynni. Hafið því stefnumótið
stutt, jafnvel ekki meira en 1-
2 klukkustundir. Alltaf má svo
endurtaka leikinn.
• Vertu stundvís.
Það er ekkert verra en óstund-
vísi þegar kemur að stefnumóti
við annan einstakling. Vertu
viss um hvar á að hitta viðkom-
andi og mættu frekar fimm mín-
útum of snemma.
• Verið búin að ræða
hvers kyns stefnumótið er.
Þegar kemur að klæðaburði
getur verið gott að vita hvort
haldið verði á McDonald's eða
Grillið - klæðaburðurinn er
vafalaust breytilegur eftir því.
Þá er mjög leiðinlegt ef annað
mætir í gallabuxum og bol og
hinn í dragtinni.
• Hrósaðu án þess þó að
fara yfir strikið.
Að fá hrós lætur öllum líða sér-
stökum. Hrósið t.d. lítillega drif-
krafti hvort annars í vinnu eða
áhugamálum, en sleppið öllum
athugasemdum um útlit og per-
sónuleika. Það verður leiðinlegt
til lengdar og á helst eingöngu
rétt á sér ef til áframhaldandi
samskipta kemur.
• Drekkið hóflega.
Það eru flestir sammála um að
fáeinir drykkir geta róað taug-
amar og gert aðstæður óþving-
aðri. Hafa skal þó í huga að
ekkert er verra en að sitja til
borðs með drukkinni manneskju
- það ber vott um öryggisleysi og
minnimáttarkennd.
• Hafið samræmi milli
tals og hlustunar.
Það er mikið atriði að annar að-
ilinn tali ekki hinn hreinlega í
kaf. Reynið að gefa hinum orðið
og ekki sýna of mikla málgleði.
J afnvægi þarf að vera á milli ykk-
ar beggja en það er mjög slæmt
ef annað samkjaftar ekki allan
tímann. Að vera góður hlustandi
getur oft leitt til góðs...
ókeypis til
heimila og fyrirtækja
alla virka daga