blaðið - 10.06.2005, Page 29
Fjölmiðlar
Kranarnir
og aðrar pípulagnir
andres.magnusson@vbl.is
Ég held að það hafi verið um
aldamótin sem Jónas Kristjánsson,
ritstjóri og fræðimaður, gagnrýndi
það sem hann kallaði kranablaða-
mennsku. Með því hugtaki átti hann
við þau vinnubrögð sumra blaða-
manna að hringja í heimildarmann,
hlusta á hann og skrifa upp frásögn-
ina gagnrýnislaust án þess að leita
sjálfstæðrar staðfestingar á henni
eða leita andstæðra sjónarmiða. Leti
og léleg vinnubrögð af því taginu líkti
Jónas við það að blaðamaðurinn færi
og skrúfaði frá krana og léti svo allt
gumsið fljóta ósíað til lesenda sinna
eða hlustenda.
Þessi gagnrýni Jónasar var í senn
skarpskyggn og réttmæt ádrepa til
blaðamanna almennt því þar er vita-
skuld misjafn sauður í mörgu fé. Á
hinn bóginn held ég að enginn fjöl-
miðill hafi slík vinnubrögð að leiðar-
ljósi og þeir reyna flestir af fremsta
megni að setja fréttir fram af gagn-
rýni og sanngirni. Raunar heyrir
maður marga gagnrýna DV, sem
Jónas ritstýrir enn á ný, fyrir óvönd-
uð vinnubrögð en það nefnir enginn
kranablaðamennsku í því samhengi.
Þá tala menn oftar um annars konar
pípulagnir.
En er sú gagnrýni á DV réttmæt?
Fréttastíll DV er vissulega harðari
en hér hefur tíðkast og viðfangsefn-
in stundum önnur en aðrir miðlar
hafa valið sér. Blaðið hefur oft geng-
ið lengra í fréttaflutningi sínum en
manni finnst sæmandi, en það má
ekki gleyma hinu að blaðið hefur líka
oft flutt fréttir, sem er fullkomlega
réttlætanlegt að það býsnist yfir.
Það er þó umhugsunarefni fyrir
ritstjóm DV hvort hún þurfi ekki að
sýna meiri nærgætni í viðkvæmum
málum og í öðrum má spyrja hvort
óhamingja fólks eigi erindi við les-
endur. Slíkar fréttir endurspegla
kannski frekar erfiðleikana við að
gefa daglega út æsifréttablað í litlu
landi þar sem lítið gerist.
Aðalhættan er sú að blaðið samlag-
ist umfjöllunarefnum sínum: Að les-
endurnir fái á tilfinninguna að í heimi
DV séu tómir smákrimmar, dópistar,
21.50 Schimanski - Leyndarmálið
Þýsk sakamálamynd frá 2004 þar sem
harðjaxlinn Schimanski leitar að dular-
fullum morðingja. Leikstjóri er Andreas
Kleinert og meðal leikenda eru Götz
George, Julian Weigend, Chiem van
Houweninge og Denise Virieux.
21.50 Osbournes 3(a) (6:10)
(Osbourne-fjölskyldan)
Það ríkir engin lognmolla þegar Ozzy
er annars vegar. A næstu vikum geng-
ur mikið á í lifi fjölskyldunnar sem
seint verður talin til fyrirmyndar.
22.15 The Order (Trúarreglan)
Stranglega bönnuð börnum.
23.55 The Fisher King
(Bilun í beinni útsendingu)
21.00 Pimp My Ride
21.30 MTV Cribs
í þáttunum bjóða stjörnurnar fólki að
skoða heimili sín hátt og lágt og upp-
lýsa áhorfendur um hvað þær dunda
sér við heimavið.
22.00 Djúpa laugin 2
22.50 Sjáumst með Silvíu Nótt (e)
23.20 Bölvun sporðdrekans
Bandarísk bíómynd frá 2001 um tvo
menn sem þola ekki hvor annan.
Dávaldur nær þeim á vald sitt og
lætur þá stela gimsteinum. Leikstjóri
er Woody Allen og meðal leikenda
eru auk hans þau Helen Hunt, Dan
Aykroyd og Charlize Theron. (e)
Sjálfumglaður útvarpsmaður lendir í
ræsinu eftir að hafa átt hlut að harm-
leik og kemst í kynni við sérlundaðan
furðufugl sem hefur búið um sig í und-
irheimum stórborgarinnar. Umrenn-
ingurinn hjálpar útvarpsmanninum að
horfast í augu við sjálfan sig. Aðalhlut-
verk: Jeff Bridges, Robin Williams,
Amanda Plummer. Leikstjóri er Terry
Gilliam. Stranglega bönnuð bömum.
02.10 Essex Boys
(Strákarnir frá Essex)
23.20 The Bachelor (e)
01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Stranglega bönnuð börnum.
03.45 Fréttir og ísland í dag
Fréttir og ísland í dag endursýnt frá því
fyrr í kvöld.
05.05 Tónlistarmyndbönd frá PoppTiVÍ
00.05 Dead Like Me - Ný þáttaröð (e)
00.45 Tvöfaldur Jay Leno (e)
02.15 Óstöðvandi tónlist
19.00 Gillette-sportpakkinn
19.30 Motorworld
20.00 World Supercross
(BC Place Stadium)
21.00 World Series of Poker
(HM í póker)
22.00 Sanctuary (Prestur með fortíð)
Luke Kovak vinnur hjá bandarísku
leyniþjónustunni, CIA. Störf hans þola
fæst dagsljósið, enda fær hann sig
fullsaddan af starfinu. Hann hættir í
óþökk yfirmanna sinna og gerist prest-
ur. Áður en langt um líður eltir fortíðin
hann uppi en þá kemur reynsla Lukes
að góðum notum. Stranglega bönnuð
börnum.
21.00 íslenski popplistinn
23.00 Meiri músík
22.30 David Letterman
23.15 NBA
(Úrslitakeppni)
00.00 Dinner Rush
(Út að borða)
Stranglega bönnuð börnum.
02.00 The Yards
(Út af sporinu)
Bönnuð börnum.
04.00 Sanctuary
(Prestur með fortíð)
Stranglega bönnuð börnum.
dýraníðingar og ofbeldismenn, að þar
sé eymd, mannlegir harmleikir og
veikindi normið, að lífið sé hættulegt,
vondir menn alls staðar á sveimi og
ógæfan á hverju strái.
Sumir trúa e.t.v. þessari heims-
mynd og eru varla bættari fyrir vik-
ið, en flestir hygg ég að viti betur og
þeir eru þá ekki að kaupa blaðið sér
til skemmtunar frekar en fróðleiks.
Þess vegna selst Séð og heyrt betur
en DV. Ekki af því að það sé áreiðan-
legri fréttamiðill - langt í frá - held-
ur vegna þess að það lofar lesendun-
um því að gera „lífið skemmtilegra".
Hvað á að kalla það? Bjórkranablaða-
mennsku?
Naples: Skinlui. pcpperone, sveppir,
Komdu og taktu með,
boiðaðu á staönum
eöa fíöu sent heim
VIO aendum helm:
109,110,111,112,113
5777000
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN
Hliðasmára I7 • 20I Kópavogi • Slrai: 550 3000 • Fax: 550 300I