blaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 14
blaöiö— Útgáfuféiag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Kart Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510- 3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Ábyrgðarlausir forstöðumenn Forstöðumenn margra ríksstofnana reka þær af fullkomnu ábyrgðarleysi. Ár eftir ár fara þeir fram úr fjárheimildum án þess að gera nokkuð í málinu. Ár eftir ár halda þeir þessum leik áfram án þess að fá svo mikið sem áminningu. í öllum venjulegum fyrirtækjum væri slíkur framkvæmdastjóri rek- inn. En ekki hjá ríkinu. Ríkisendurskoðandi hefur enn einu sinni varað við þessu og hvetur til þess að eitthvað verði gert - til greina kemur að stöðva frekari framlög til þessara stofn- ana eða hreinlega reka yfirmenn þeirra. Þetta eru orð í tíma töluð. Hvemig stendur á því að ráðuneyti og ráðherrar skuli láta þetta viðgangast ár eftir ár? Hvernig stendur á því að ráð- herrar í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar skuli ekki hafa dug í sér til að stöðva þá sóun á fjármunum almennings sem á sér stað? Hvernig stendur á því að eftirlitið er ekki betra? Ráðherrar þegja þunnu hljóði um þessi mál. Enda ekki nema von. í íslenska embættismannakerfinu hefur það ætíð þótt sj álf- sagt að fara fijálslega með peninga almennings. Það vantar all- an hvata í keríið til að sýna ráðdeild. Menn sem eyða of miklu fá í besta falli klapp á bakið - að þeir fái áminningu er fáheyrt. Þetta er sá hugsunarháttur sem hefur ríkt í áratugi. Á sama tíma þarf almenningur að standa undir þungri skattbyrði til að halda kerfi eiginhagsmuna og bruðls gangandi. Ráðist er í gæluverkefni í hinum ýmsu landshlutum sem útilokað er að muni nokkru sinni skila einhveijum arði til þjóðarbúsins. Ráð- ist er í gangagerð í fámennum byggðarlögum á meðan ekki er einu sinni hægt að búa til sómasamlegt gatnakerfi á höfuðborg- arsvæðinu þar sem langflestir íbúar landsins búa. Reist eru skrauthýsi fyrir embættismenn ríkisins og allt tal um báknið burt er hjóm eitt. í útlöndum er haldið úti rándýrum sendiráð- um sem eru ekkert annað en tímaskekkja á tölvu- og tækniöld. Þetta eru dæmi af handahófi en það er af nógu að taka. Er ekki kominn tími til að menn axli ábyrgð og fari að sinna starfi sínu - að vinna fyrir skattborgara þessa lands? Ef þeir ráða ekki við rekstrarhluta starfsins þá verða þeir að víkja - það gildir jafnt um yfirmenn stofnana og ráðherra. Mitt fólk á Grímuhátíð Albert Jensen. Alltaf er gaman að fylgjast með þeg- ar listafólkið okkar uppsker fyrir það sem best er gert. Fær verðlaun og hilli þjóðarinnar. Þegar brot af verkum þeirra ber fyr- ir og sjá það gleðjast hvert með öðru við léttan húmor og græskulausa stríðni. Grímuhátíðimar eru þó ekki bara það sem leikurinn snýst um og augljósast er. Þarna hefur kraumað innri glóð sem nú er byrjuð að loga. Það þarf engan að undra þótt mennt- að fólk, þar með tahð listafólkið, fái sting fyrir hjartað þegar talið berst að niðurrifsæði íslenskra stjórnvalda gagnvart náttúru landsins. Þetta fólk skynjar líklega betur en flestir hrikalegan ljótleikann og neikvæð margfeldisáhrifin sem Kárahnjúka- virkjun og stóriðja hafa. Margfeldis- áhrifin skelfa þó mest. Meðal þess, og aðalatriðið, er eyðing ósonlagsins sem hefur áhrif á Golfstrauminn. Það nýjasta og alveg óvænt, samkvæmt bandarískum sérfræðingum, er vissa um að ísöld sé í áður óþekktri ná- lægð. Þeir fullyrða að vegna mikilla og stækkandi gata á ósonlaginu verði aðeins 200 ár í ísöld. Menn þurfa ekki að verða vantrúaðir á svipinn, þetta er farið að blasa hvarvetna við. Lofthitinn eykst, jöklar minnka, sjór- inn hitnar og yfirborðið hækkar. Fólk getur svo sem tileinkað sér venjur strútsins við vandamálum en hugs- andi fólk getur ekki annað en verið uggandi yfir því hvað það era margir sem láta sér á sama standa um eyði- leggingarnar á hálendinu. í kjölfar þeirra kemur það vitlausasta af öllu vitlausu - stóriðjan. Listafólkið okkar er ábyrgt og framsýnt en neyðist til að fara varlega í sakirnar í ummæl- um sem styggt geta glámskyggn og spillt stjórnvöld og fylgifiska þeirra. Vinna þeirra og framtíð gætu verið í hættu en þegar glóðin glæðist í loga er krafist útrásar. Hugsjónaloga er erfitt, eiginlega ógerlegt að bæla, og það varð lýðum ljóst á Grímuhátíð- inni. í upphafi hreif Ásta Amardótt- ir hátíðagesti með ummælum sínum um græðgina og afleiðingar hennar. Þar átti hún augljóslega við skemmd- arverk stjórnvalda á náttúra landsins og ósoneyðandi stóriðju í Reyðarfirði. Að endingu var það þó söngvarinn, leikarinn og hestamaðurinn Jón Sig- urbjörnsson sem lauk hátíðinni á sérlega glæsilegan hátt. Þegar forseti landsins hafði afhent honum heiðurs- verðlaunin og hann þakkað fyrir sig mælti Jón á þessa leið: „Ég get ekki sleppt þessu besta tækifæri lífs míns til að orða við þjóðina það skelfilega andvaraleysi sem nú varir í helstu málum hennar. Nýlega kvaddi ég sex ára dreng með fallegustu kveðju sem til er - vertu sæll. Bæ, bæ, var svar- ið. Dýrmætustu eignir okkar, tungu- málið og náttúra landsins, eru í meiri hættu en áður hefur verið.“ Einlægni þessa fjölhæfa listamanns um mál- efnið sem brennur á hugsandi fólki, hreif hátíðagesti meira en allt annað sem fyrir bar um kvöldið. Kveðja lít- ils bams bergmálar virðingarleysi foreldra og þjóðfélagsins fyrir einni af dýrmætustu arfleifð okkar fslend- inga. Varla er viðbúið að foreldrar sem þannig ala börn sín upp, hafi áhyggur af umhverfisspjöllum og menguninni sem fylgir. 'clJ il föstudagur, 24. júní 2005 í blaðið Af hverju að hjóla 1.400 kílómetra? Eggert Skúlason, varaformaður Hjartaheilla. Forvarna- og sjúklingasamtök á borð við Hjartaheill þurfa stöðugt að vera að. f tvennum skilningi. í fyrsta lagi að upplýsa og aðstoða. í öðru lagi að safna peningum. Það þarf pening- ana til að geta upplýst og aðstoðað. Það verður sífellt erfiðara að safna peningum. Þar kemur margt til. í fyrsta lagi hefur félögum, sem eru að vinna að göfugum markmiðum, fjölg- að mjög mikið. Við hjá Hjartaheill höfum orðið vör við vaxandi þreytu hjá fyrirtækjum vegna hringinga þegar beðið er um fjárframlög. Þetta er mjög skiljanlegt. Stærri fyrirtæki eru að fá gríðarmargar beiðnir og það jafnvel á hverjum degi. En samt verð- ur að halda áfram að hringja. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa stutt samtökin okkar og vonast um leið eftir áfram- haldandi skilningi. Nú er svo komið að við leitum til fyrirtækja og almennings eftir fjár- framlögum til að geta áfram haldið okkar baráttu gegn hjarta- og æða- sjúkdómum. Þessir sjúkdómar eru dánarvaldur númer eitt í Evrópu. 46% allra kvenna deyja af völdum þessara sjúkdóma. Til að vekja at- hygli á þessari staðreynd ætla ég að hjóla 1.400 kílómetra. Því miður er fullt jafnrétti Það er afar útbreiddur misskilning- ur að hjarta- og æðasjúkdómar séu „karlasjúkdómar". Þessi útbreiddi misskilningur stafar að stórum hluta af því að allur áróður og þær herferðir sem ráð- ist hefur beinist fyrst og fremst að körlum. Nú eru uppi alvarlegar og vaxandi áhyggjur af því að konur hafi ekki ver- ið fræddar sem skyldi um þessi mál og hvað þær geti gert til að draga úr líkum á þessum sjúkdómum. Fleirikonurdeyjaúrhjarta-ogæða- sjúkdómum í Evrópu en úr krabba- meini á ári hverju. Þetta er uggvæn- leg staðreynd og hefur fram til þessa ekki verið uppi á borðinu. Það er eitt mesta hagsmunamál Hjartaheilla um þessar mundir að upplýsa konur um hjarta- og æðasjúkdóma. Konur fá nefnilega önnur einkenni en karl- ar þegar kransæðastífla gerir vart við sig. Þannig er nístandi brjóstverk- ur talinn hið hefðbundna einkenni hjartaáfalls en það á ekki við um kon- ur. Þær upplifa allt aðra hluti og í við- tölum við konur sem hafa greinst með kransæðastíflu eða hjartaáfall er mik- il þreyta oft undanfari þessa. Marg- ar konur upplifa mæði og máttlitla handleggi. Brjóstverkurinn reyndist ekki á meðal helstu einkenna. Hjartaheill sendi nýlega frá sér fréttablaðið Velferð þar sem farið var yfir þessi atriði og var blaðið sent öll- um konum á íslandi á aldrinum 40- 45 ára. Þetta er liður í þeirri fræðslu og þeim forvörnum sem Hjartaheill beitir sér fyrir. Ég hjóla 1.400 kíló- metra fyrir þessar konur. Neistinn heldur upp á 10 ára afmæli Neistinn, barnadeildin okkar, heldur upp á stórafmæli á þessu ári. Þetta er fóngulegur félagsskapur hvunn- dagshetja sem berjast fyrir betra lífi. Þessi félagsskapur snýst um bömin en einnig um foreldrana. Það eru jú oftast pabbi og mamma og jafnvel fleiri sem þurfa mest á aðstoð og hjálp að halda. Það er erfitt að sjá litla kríl- ið sitt úttroðið af slöngum og nálum. Það er jafnvel enn erfiðara að kreista bros í gegnum tárin til að veita þann stuðning sem bamið þarf. Þessar aðstæður eru sem betur fer flestum framandi. Velferð, blaðið okkar, veitti þó smá innsýn í þennan heim, þar sem fjallað var um dvöl Regínu Kristu í Boston. Hún var 56 daga í þessari bandarísku borg þar sem hún fór í tvær hjartaaðgerðir og þrjár hjartaþræðingar. Hún er nú komin heim á Suðurnesin og er, ef ég man rétt, orðin níu mánaða. Sendi henni og hennar fólk brosandi baráttukveðj- ur. Það er fyrir Regínu Kristu sem ég hjóla 1.400 kílómetra. Eiður Smári aldrei betri Gulldrengurinn og Englandsmeistar- inn Eiður Smári hefur átt stórleik með samtökunum. Hann hefur aldrei leikið betur. Hann hefur kynnst hjartasjúkdómum af eigin raun. Einn hans bestu vina á hjartveikt barn og Eiður Smári hefur sjálfur lýst því hvernig hann kynntist erfiðleikum fjölskyldunnar í þeirri baráttu. Eiður Smári er verndari Hj artaheilla og hef- ur staðið sig frábærlega. Þar er á ferð drengur með gullhjarta. Það er hluti af þakklæti til hans sem ég hjóla 1.400 kílómetra. Hvað segja strákarnir? Ég skoraði á strákana að koma og hjóla með mér. Hef ekki heyrt frá þeim en veit að ég á von á símtali fljótlega. Þeir hafa aldrei guggnað frammi fyrir áskorun og fara ekki að gera það núna. Hlakka til að heyra frá þeim og það er ekkert mál fyrir unga hrausta menn að hjóla eins og hundrað kílómetra á einum degi. Með þeim og fleirum ætla ég að hjóla 1400 kílómetra. Takk-takk Þeir aðilar, sem þegar hafa styrkt þetta framtak, eiga okkar þakklæti. Þar fara fremst í flokki Vátrygginga- félag íslands, Öryggismiðstöðin, Lýs- ing og Lífis. Aðrir sem hafa staðið þétt við bakið á okkur eru Líkams- ræktarstöðin Hreyfing, GÁP sem leggur til hjólið. Mongooze - alvöru íjallahjól. Jónsi og hans félagar sem eru að semja lag fyrir okkur. Þá get ég ekki orða bundist með þakklæti til þeirra fjölmiðla sem hafa íjallað um okkur og sérstakt þakklæti og aðdá- un til Guðrúnar Jónu, einkaþjálfara í Hreyfingu, sem gerði það að verkum að ég get hugsanlega hjólað 1.400 kílómetra.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.