blaðið - 24.06.2005, Page 17
blaðið I föstudagur, 24. júní 2005
Laxá í Dölum:
70 ára
afmæli í
gærdag
Það var haldið mikið afmæli í veiði-
húsinu við Laxá í Dölum í gærdag, en
þá varð veiðifélag Laxdæla 70 ára.
Veiðifélagið gaf út glæsilega bók og
var margt um manninn á svæðinu.
Margir skrifa í bókina en ritstjóri er
Gunnar Bender.
Veiði hefst í Laxá í Dölum á morg-
un, veiðimenn hafa eitthvað verið að
kíkja eftir fiski en ekkert séð ennþá.
Lax er kominn í Haukadalsá í Döl-
um en við þjóðveginn voru fjórir fal-
legir laxar fyrir nokkrum dögum og
voru tveir þeirra vænir.
Á stjórnarfundi Landssambands
veiðifélaga, sem haldinn var fyrir
skömmu í Borgarnesi, var meðal ann-
ars rætt um Veiðiminjasafnið í Ferju-
koti í Borgarfirði.
Stjórnin taldi að Þorkell Fjeldsted,
bóndi í Ferjukoti, hefði unnið mjög
merkilegt starf við að varðveita og
halda til haga gömlum veiðiminj-
um sem tengjast laxveiðum í Hvítá
í Borgarfirði frá upphafi. Því ákvað
stjórnin að styrkja það uppbyggingar-
starf sem Þorkell hefur unnið.
Safn þetta er stórmerkilegt og
ættu sem flestir veiðimenn að kíkja
á það þegar þeir eiga leið um svæðið
til veiða.
Tveir
boltar á land
Tveir vænir laxar hafa veiðst í veiði-
ánum síðustu daga, annar í Laxá í
Aðaldal sem Árni Jörgensen veiddi,
og hinn veiddi kokkurinn Stulli Birg-
isson í Vatnsdalsá. Sá fiskur var 20
pund.
Það hafa sést vænir laxar í nokkr-
um veiðiám svo það er aldrei að vita
hvað gerist næstu daga.
510-3737
510-3744
510-3799
510-3700
Ingunn Hauksdóttir á
veiðislóðum í Fremri-Laxá,
þar sem hefur verið ágæt
urriðaveiði.
_____________________________.___________________________________________________________________.________________________
mMr
eiðivefurinn SVFR.IS
R.IS
SVFR.IS er vinsælasti veiðivefur landsins.
Nú geturðu á einfaldan og aðaenaileaan hátt keypt frábært úrval veiðileyfa
úr hvaða nettenqdu tölvu sem er oa orentað bau út að loknum viðskiptum.
bladió
Á svfr.is finnnur þú: Úrval veiðileyfa í lax og silung - Upplýsingar um öll
helstu veiðisvæði landsins - Fréttir og greinar - Veiðistaðalýsingar - Myndir
- Upplýsingar um félagsstarf SVFR - Veiðikort og margt fleira