blaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 4
miðvikudagur, 29. júní 2005 i blaðið Matarkostnaður lækkar en kostnaður vegna húsnæðis hækkar Sóknarprest- ur í Reykhóla- prestakalli valinn Sjöfn Þór guðfræðingur hefur verið valin í starf sóknarprests í Reykhóla- prestakalli og tekur hún við 1. ágúst. Sjöfn útskrifaðist sem guðfræðingur írá Háskóla íslands árið 2003 og hef- ur starfa’ð að æskulýðsmálum Þjóð- kirkjunnar um árabil, auk þess sem hún hefur verið þjónustufulltrúi Kjal- amesprófastsdæmis. Þá er hún for- maður Æskulýðssambands kirkjunn- ar í Reykjavíkurprófastsdæmum og á einnig sæti í stjórn samkirkjulegra samtaka ungs fólks í Evrópu. loftkœling -— i — Verð^frá 49 9b6 án vsk. iQjL. ís-húsið 566 6000 i»vi STÆRRf, l»vi IWEIRA ÖRYG6! LÍTTtJ Vi® HJÁ OKKUR GER9U SAIVSANBUR2> OG PROFA3MJ ÞÚ FÆRP STIOA IV5E2> 14 OG 15 FETA TRAWPOLINUIV! SENDUUV5 UiVS LAND ALLT TRAMPÓLÍNSALAN S: 565 0313/848 7632 Hlutfall matvöru í heimilisútgjöldunum hefur dregist saman. Hagstofa íslands birti í gær rann- sókn á útgjöldum heimilanna á árun- um 2001-2003, en rannsóknin er birt árlega. Borin eru saman þriggja ára tímabil. Þannig era tímabilin sem borin eru saman nú 2000-2002 ann- ars vegar og hins vegar 2001-2003. Nokkrar athyglisverðar niðurstöð- ur koma í ljós í rannsókninni. Til dæmis að einhleypingsheimilum hef- iu fjölgað nokkuð. Þau era nú 29% af öllum heimilum á landinu á móti 22% áður. Angi af þessari þróun er að meðalstærð heimila hefur minnkað úr 2,68 einstaklingum í heimili niður í 2,64. Á umræddu tímabili hefur hlutfall matar- og drykkjarvöru lækkað, og er nú 15,2%. Hlutfall húsnæðis, hita og rafmagns, í útgjöldum heimilanna hefur hins vegar hækkað nokkuð, fer úr 20,1% í 22,5%. Ráðstöfunartekjur aukast veru- lega Meðal annarraniðurstaðna rannsókn- arinnar er að ráðstöfunartekjur á mann hafa hækkað um 82% frá 1995- 2003 ef tekið er tillit til þess að heimil- in hafa minnkað að undanfórnu. Ennfremur kemur í ljós að heimili utan höfuðborgarsvæðisins era stærri en innan þess. f ljós kom að 2,79 ein- staklingar bjuggu að meðaltali á heim- ilum í dreifbýli á móti 2,72 einstak- lingum í þéttbýli úti á landi og 2,54 á höfuðborgarsvæðinu. Mikill munur er ennfremur á búsetu eftir svæðum. Aðeins um 18% h e i m i 1 a á höfuð- borgarsvæðinu eru í einbýlishúsum, á móti 43% í öðru þéttbýli, og nærri 72% í dreifbýli, Færri kaupa dagblöð í samantekt Hagstofunnar var enn- fremur skoðuð áskrift heimila að dag- blöðum. Hún heldur áfram að dragast saman. Árið 2001 voru 58% heimila áskrifendur að fréttablaði. Þessi tala var hins vegar komin niður í 51% árið 2002 og 47% árið 2003. Veldu gæðin örygf Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Karl Ragnars, Bia8i6/Gundi forstjóri Umferðarstofu, skrifa undir samning um umferöaröryggisáætlun í gær. mmmauarna I KJ JN ÞAKMÁLUN 8: 697 35921 844 1011 Ingibjörg Sól- rún í Svíþjóð IngibjörgSólrúnGísladóttir,formað- ur Samfylkingarinnar, tekur í dag þátt í fundi formanna flokka jafnað- armanna á Norðurlöndum, sem hald- inn er í Svíþjóð. Verður þetta í fyrsta skipti sem allir formennimir hittast en það er Göran Persson sem hefur frumkvæðið að fundinum. Einn og hálfur milljarður í umferðaröryggi Uppræta á hraðakstur og umferðarslys „Nú skal kné fylgja kviði," sagði Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu í gær, við undirritun samnings þar sem Samgönguráðuneytið lofaði að veita 385 milljónum króna árlega næstu §ögur árin til umferðarörygg- is. Samningur þess efnis var undir- ritaður í gær, auk þess sem ný aug- lýsingaherferð Umferðarstofu var kynnt. Karl fagnaði framtakinu mjög og sagði að best fari saman áróður og eftirlit. Benti hann þannig á að á þessu ári fari 40 milljónir í að auka umferðareftirlit lögreglunnar. „Það þarf ekki ýkja mikinn árangur svo þetta skili arðsemi," sagði Karl, en allt eftirlit í umferð verður aukið, auk þess sem sérstakir slysastaðir á þjóðvegum verða lagfærðir. Sérstök áhersla verður lögð á að minnka hraðakstur, auka bflbelta- ogöryggis- tækjanotkun og minnka akstur und- ir áhrifum vímuefna - hvort heldur áfengi eða öðrum efnum. Upprætum slysin í vor var þingsályktun samþykkt á Alþingi um umferðaröryggisáætl- un, sem er hluti samgönguáætlunar næstu fiögur árin. Verkefnið er liður í að ná því markmiði stjórnvalda að í lok ársins 2016 verði ekki fleiri al- varleg slys í umferðinni hér á landi en meðal þeirra þjóða sem fremst standaíumferðaröryggismálum. „Til- gangur þessa er að fækka umferðar- slysum verulega og helst að uppræta þau,“ sagði Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra. Tiltrú neytenda að minnka Færri telja nú að núverandi ástand í efnahagsmálum sé gott, en sá hóp- ur hafði áður stækkað stöðugt um nokkurn tíma. Tiltrú íslenskra neyt- enda er þannig að minnka. Þetta er meðal þess sem kom fram í Væntinga- vísitölu Gallups, sem birt var í gær. Samkvæmt athugun Gallups fækkar þeim umtalsvert sem telja að efna- hagsástand hér á landi verði betra eftir sex mánuði en það er nú. Raun- ar er nú svo komið að sá hópur, sem telur að ástandið eftir sex mánuði verði verra en nú, er orðinn stærri en hópurinn sem telur að ástandið verði betra. Væntingavísitalan stendur nú í 116,3 stigum og er um 12 stigum hærri en í júní í fyrra. Hún er því ennþá nokkuð vel yfir gildinu 100 sem táknar að fleiri eru bjartsýnir á efnahagsástandið en þeir sem svart- sýnir eru. Færri huga að stórkaupum í mælingu Gallups kemur ennfremur fram að færri huga nú að svokölluðum stórkaupum. Inni í því eru til dæmis bifreiðakaup og utanlandsferðir. Það vekur því sérstaka athygli að svipað- ur fyöldi hugar að húsnæðiskaupum nú og í mars síðastliðnum. Skyldur og ábyrgð lækna Landlæknir hefur sent læknum lands- ins leiðbeiningar um hvernig góðir starfshættir skuli vera. Segir hann leiðbeiningarnar fyrst og fremst lúta að atriðum í samskiptum lækna við sjúklinga en að öllu máli skipti að þar ríki traust. Þá eru leiðbeiningarn- ar settar fram vegna þess að nokkur hluti þeirra ábendinga sem berast landlækni beinast að því að hnökrar hafi verið á þessum samskiptum. Ekki vandamál meðal lækna Kristján Erlendsson, framkvæmda- stjóri kennslu, vísinda og þróunar ó Landspítala-hóskólasjúkrahúsi, og varadeildarforseti læknisfræði- skorar Háskóla íslands, segir að hann telji þetta ekki sett fram sem viðbrögð við einhveiju vandamáli. „Frekar er þetta afleiðing af umræðu og þróun sem hefur verið í gangi bæði vestanhafs og austan um nokk- urra ára skeið og byggist á því að efla og tryggja fagmennsku í læknastétt- inni,“ segir hann. Tekið á mörgu Kristján segir að ekki sé einungis tekið á því hvernig komið er fram við sjúklinga heldur einnig hvernig samskipti við samstarfsmenn eiga að vera. Það er tekið á viðhaldsmennt- un, hagsmunaárekstrum og sam- skiptum við lyfjafyrirtæki o.s.frv. „Það er mjög fínt að hafa þetta allt á einum stað,“ sagði Kristján og hrós- aði framtakinu. Góður hagnaður Hagnaður Mosaic Fashions hf., á fyrsta fjórðungi þessa árs, nam um 9,5 milljónum punda (um 11,2 millj- örðum króna) og var um 6% meiri en á sama tímabili í fyrra. Á tímabilinu opnaði verslunarkeðjan átta nýjar verslanir í Englandi, en níu verslan- ir í öðrum löndum. Velta keðjunnar jókst um 13%, sem er í samræmi við væntingar og spár fyrirtækisins. Fyr- irtækið var sem kunnugt er skráð inn í Kauphöll íslands fyrr í þessum mánuði, en það er eigandi nokkurra vörumerkja á sviði kvenfatnaðar í Bretlandi, þar á meðal Oasis, Kar- en Millen, Coast og Whistles. Það er fyrsta erlenda félagið sem skráð er í Kauphöllina en það er jafnframt í hópi þeirra stærstu á markaði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.