blaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 20
miðvikudagur, 29. júní 2005 I blaðið
Innanhússarkitekt
gefur góð ráð
Spegill gerir mikið fyrir baðherbergi og
getur stækkað þau töluvert.
Það verður sífellt algengara að fá sér
innanhússarkitekt til að aðstoða sig við
innréttingu íbúðar og kaup á húsgögn-
um. Þrátt fyrir að ekki skorti innanhúss-
arkitekta á íslandi þá er mikið að gera
hjá þeim og því Ijóst að eftirspurnin er
mikil. Fjölmargir vita ekki nákvæmlega
hvað innanhússarkitekt gerir og hvað
hann kostar.
Stofan oft
innréttuð út
frá sjón-
varpi
Blaðið fékk
Andrés Þór
Björnsson
innanhúss-
arkitekt í lið
með sér til að
skoða íbúð og
gefa almenn
ráð um inn-
réttinguhenn-
ar, sem og annarra íbúða. Andrés,
sem lærði hjá Istituto Superiore di
arcitettura e design í Mflanó, segist
vera með frekar kaldan stfl, sem vill
svo til að er einmitt í tísku núna og
tekur íslenskar stofur sem dæmi. „ís-
lendingar horfa svo mikið á sjónvarp
að stofan er oft innréttuð í samræmi
Andrés Þór Björnsson
innanhússarkitekt
við það. Það er stundum fallegra að
einbeita sér minna að sjónvarpinu í
stofunni og huga meira að því að gera
hana að huggulegum samverustað."
Andrés talar um að það komi betur
út þegar heimili er allt málað í hvit-
um lit en reynt að fá liti iim með fylgi-
hlutum, til að mynda púðum, kertum
og málverkum. Rúllugardínur eru í
tísku núna og Andrés telur það vera
til komið vegna þæginda, ekki síður
en útlits. „Þær taka svo lítið pláss
og eru þægilegar. Það eru svo marg-
ir sem vilja njóta útsýnisins en geta
samt dregið fyrir á einfaldan hátt þeg-
ar þeim hentar."
Auðvelt að flikka upp á eldhús-
innréttingar
Aðspurður segir Andrés að innanhúss-
arkitektinn sé nokkurra ára nám sem
taka þarf erlendis. „Þrátt fyrir það
Nýjar höldur á eldhúsinnréttinguna myndu breyta töluverðu.
Blaðiö/Gúndi
Blaðið/Gúndi
Borðstofuborð eru falleg í stofum og hér væri hægt að setja það við gluggann.
eru margir ólærðir sem kalla sig stfl-
ista en til að verða innanhússarkitekt
þarf löggildingu frá Iðnaðarráðuneyt-
inu.“ Andrés talar um að í náminu sé
meðal annars lærð teikning og farið
yfir sögu arkitektúrs og húsgagna-
hönnunar, auk þess sem viðkomandi
þarf að hafa gott auga. Það er algengt
að innanhússarkitekt taki um 5.000-
8.000 krónur fyrir tímann en það
er misjafnt hve mikla vinnu þarf á
hvert heimili. Með þeim orðum færir
Andrés sig inn í eldhús og talar um
að það sé hægt að gera ansi margt til
að flikka upp á eldhúsinnréttingar -
það fari allt eftir því hve miklum pen-
ingum viðkomandi vilji eyða. „Með
því að fjarlægja gömlu höldumar og
kaupa nýjar þá er strax munur á inn-
réttingunni. Einnig er hægt að fjar-
lægja hurðimar og skipta um þær.
Þeir sem vilja allsheijarbreytingu
ryðja bara allri innréttingunni út og
kaupa nýja. Það er alltaf að verða al-
gengara að ungt fólk vilji það helst."
Andrés snýr sér að svalahurðum og
minnist á að þær séu oft til vandræða
en auðveld lausn sé að setja filmu í
hana. Það er jafnvel hægt að setja
texta með, eins og mataruppskrift
eða eitthvað þess konar.
Spegillinn gerir kraftaverk
Leiðin liggur inn á baðherbergi þar
sem Andrés segir að spegill geri ótrú-
lega margt fyrir baðherbergi. Til að
mynda sé auðvelt að stækka baðher-
bergi og gera þau bjartari á allan hátt
með fallegum spegli. „Það er hægt að
leika sér með spegilinn, hann þarf
ekkert endilega að vera beinn. Það
er til dæmis hægt að hafa hann í
þremur misháum pörtum." Andrés
talar líka um að sér finnist flottast
að hafa neðri skáp með skúffum og
enga skápa fyrir ofan vaskinn. Það
eina sem kæmi þar væri flottur speg-
ill. Jí veggjum vil ég helst láta flísa-
leggja upp í loft, enda kemur það best
út þannig. Á gólfinu ættu þá að vera
annars konar flísar og flott er að hafa
„contrast" þar á milli.“
Meira pláss með rennihurðum
í svefnherbergjum talar Andrés um
að flott sé að hafa fataskápa sem ná
upp í loft, enda safna hinir bara ryki.
„Það skapar líka meira pláss í svefn-
herberginu ef það eru rennihurðir
á þeim frekar en venjulegar hurðir.
Mér finnst líka málverk í svefnher-
bergjum rosalega flott en það eru
ekki allir sem fíla það.“ Að lokum tal-
ar Andrés um að góð lýsing sé mjög
mikilvæg í öllum herbergjum og inn-
anhússarkitektar gefa einnig góð ráð
um það. Oft er gott að hafa svokall-
aða dimmera til að stjórna lýsingunni
og jafnvel stemmningunni.
Fallegast er að mála alla íbúðina hvíta
og skreyta frekar með litum, til dæmis
með púðum.
með gamla bréfaruslið og draslið
sem aldrei er til annars en ama.
15 mínútur. - Dustaðu sófapullur og
púða. Leitaðu í sófanum að týndum
fjársjóðum. Dustaðu svo af sófanum
á gólfið. Lagaðu til pullur og púða og
snúðu þér næst að stofuborðinu.
20 mínútur. - Takmarkið er að
hreinsa til á borðinu og raða því
sem er á því snyrtilega upp. Hreins-
un, tekkolía og djúpmössun hús-
gagna bíður betri tíma. Þurrkaðu
einfaldlega af borðinu með rökum
klúti og raðaðu svo dótinu aftur.
25 mínútur. - Raðaðu bókum og tíma-
ritum. Ekki reyna að flokka tímarit
sem þú ætlar eða ætlar ekki að henda,
og allra síst flokka bækurnar - að
endingu ferðu að fletta gömlum blöð-
um og gleymir þér með fangið fullt
af drasli og hugann við allt annað en
þrifin. Raðaðu þessu bara snyrtilega
og haltu áfram.
30 mínútur. - Ekki færa húsgögn
þegar þú ryksugar. Ekki ryksuga
púða og sófa. Það má bíða eftir „Stóra
hreingerningardeginum" - nú, eða jól-
unum. Mundu hins vegar að soga ryk-
ið sem var dustað af sófanum.
Taktu örlítinn tíma til að njóta af-
rakstursins. Virtu fyrir þér vel unn-
ið verk og njóttu þess svo að slaka á
með góðri samvisku.
Að taka til í stofunni á hálftíma
- nokkur góð ráð fyrir lata og óvana
Fimm mínútur. - Fyrsta og mikilvæg-
asta skrefið er að taka saman öll þau
hreinlætistæki sem til þarf. Þá þarf
ekki að gera hlé á framkvæmdum í
miðju kafi til þess að finna ryksugu-
hausa eðaruslapoka. Framkvæmdirn-
ar ganga mun betur ef allt er við hönd-
ina, auk þess sem meiri líkur eru á
því að menn slaki á eða hætti í miðju
kafi, gefist á annað borð færi á því.
10 mínútur. - Ekki reyna að setja
alla tilgangslausa gamla aðskota-
hluti á sinn stað. Það eyðir tíma
og orku. Beint í öskutunnuna
- nýja tölvan alveg brjálæðislega flott
“ Þóra Tómasdóttir fréttakona segir
uppáhaldshlut sinn á heimilinu án
efa vera tölvuna sem hún var að fjár-
festa í, en hana fékk hún afhenta í
gær. „Hún er alveg bijálæðislega flott
og þetta er tölvan sem á eftir að gera
mig að bestu kvikmyndagerðarkonu
« á íslandi, en hún er mjög sniðug upp
á það að læra að klippa,“ segir Þóra,
en hún er menntuð sem heimildar-
gerðarleikstjóri. Þóra segist þó eiga
eftir að læra enn betur á hana en
næstu dagar fara í það, ásamt því að
vafra um á netinu. „Ég verð eingöngu
til viðræðu í cyber-heiminum.“
Blaðið/Gúndi
Uppáhaldshluturinn
á heimilinu