blaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 22
miðvikudagur, 29. júní 2005 I blaðið
Glazer á nú
98% í United
Bandaríski auðjöfurinn Malcolm
Glazer gaf það út seinni hluta dags
í gær að hann ætti nú 98% í enska
úrvalsdeildarliðinu Manchester
United. Glazer á nú rétt á því að
/x þvinga þá sem eiga þessi 2% til
að selja sér sinn hlut en til þess að
geta farið fram á slíkt þurfti hann
að eiga 97,6%. Þeir sem eiga enn
hlut í Manchester United hafa um
tvær vikur til að selja en Glazer
hefur boðið þrjú pund á hlut. í
síðustu viku var félagið tekið af
hlutabréfamarkaðnum en þar hafi
Manchester United verið í 14 ár.
Stuðningsmenn United hafa verið
mjög ókátir með kaup Bandaríkja-
mannsins á félaginu og hafa meðal
annars stofnað annað félag sem
heitir FC United og hefur það lið
keppni í utandeildinni í haust. Okk-
ur hér á Blaðinu barst þetta merki,
sem gárungarnir vilja meina að sé
Pulis rekinn
fráStoke .
Tony Pulis, sem hefur verið fram-
kvæmdastjóri hjá enska fótboltafé-
laginu Stoke City, er hættur störfum
hjá félaginu. Eins og flestir vita er
Stoke City í meirihlutaeigu íslenskra
fjárfesta. Pulis hefur æði oft lent upp
á kant við stjóm Stoke á undanfóm-
um misserum en menn héldu nú að
öldumar hefði lægt og undirbúning-
ur fyrir næstu leiktíð væri það sem
horft væri fram á núna. Brottrekst-
ur Tonys Puhs kemur því nokkuð á
óvart. Gunnar Þór Gíslason er stjóm-
arformaður í Stoke og Blaðið náði
samtali við hann rétt áður en hann
fór í flug til Englands síðdegis í gær.
„Við töldum að það væri ekki líklegt
að Pulis, sem framkvæmdastjóri hjá
Stoke, gæti leitað á erlenda
markaði eftir leikmönnum,
þ.e.a.s. utan Englands," sagði
Gunnar Þór Gíslason, stj ómar-
formaður í Stoke, í gær.
Stjóm Stoke er nýbúin að
framlengja samning sinn við
Tony Pulis í framkvæmda-
stjórastöðu Stoke City, eða í
apríl síðastliðnum, og því kem-
ur þessi uppsögn hans nokkuð
áóvart. „Við höfðum góðar von-
ir að það yrði breyting á þessu
þegar við töluðum
við hann í apríl síð- ; |
astliðnum. Við höfum É
lagt áherslu á að ná Sm \
líka í leikmenn frá _____
útlöndum, ekki bara
að vera með leikmenn frá Engalndi,"
sagði Gunnar Þór.
Hver verður þánæstiframkvæmda-
stjóri Stoke City? „Við emm vongóðir
um að geta tilkynnt eitthvað á næstu
dögum. Það er ekki íslendingur skal
ég segja þér, og ég á síður von á að
næsti maður í stólnum verði Eng-
lendingur. Ég reikna fastlega með
að hann komi utan Englands," sagði
Gunnar Þór Gíslason, í samtali við
Blaðið í gær.
Klktu á ný)u helmasíáunal
CASADA
2og 4 manna tjöld
Mlkllog góð blrta I fortjaldl
Pöddufrí tjald þar
sem dúkurog svefnálma
leru saurduð föstylð tjald.
CANTERA Œ
4 og 6 manna t/ðld
Þyngd 4 manna: 18,25 kg.
Vatnsheldnl: 4000mm
-Mlkll og
CAST STAFACANCA
Stœrðlr: 110-135
|Mcð hertum oddl og
,veltigúmí yflr.
Par, tllboðsverð kr. 3.50
MIKIÐ URVAL:
• POTTASETTA
• CASLJÓSA
• PRÍMUSA
f Sokkar
' Profeet sokkar,
miklð úrval
VerBfrá kr, 995
Bakpokar Æ
Mlkfð úrval af
bakpokum W ■
frá Karrimor ogTV'lfl
Aztec
GÖNGUSKÓR
Stærðlr 36-43
CONGUSKÓR
Stærðir 42-48
Svefnpokar
Warmth dúnpokar
Verð frákx. 16.995
Aztec fíberpokar
M Verð frá kr. 4.9S5
F Göngutjald
2,8 kg. f rá Aztec
100 mm vatnsheldni
Vtrð kr. 19.995
Sumae,
HjÖFUDKLÚTAR
kr. 1.195
NOffWUNt?
Ujúk skel m/öndun
k r. 19.995
Figum einnig miklð.
úrval af
öndunarfatnaði 1
frákr. 9.995 . 1
CAST SUPCRLITf
göngustafir.
prístœkkanleglr með
hertum ocfdi,
svamphandfangi
og svampfóðrun niður á staf.
Par frá Itr. 3.995
Mikið úrval af göngubuxum,
fljótþornandi eða með öndun.
Margir litir.
Verð frá kr. 4.995
MIKIÐ URVAL AF DYNUM OC
ÖÐRUM FYLCIHLUTUM í FERDALA
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727
www.skatabudin.corn
Frábær árangur fatlaðra íþróttamanna
íslensku keppendumir, sem tóku þátt í
Opna þýska meistaramótinu í strndi fatl-
aðra íþróttamanna um helgina, náðu
frábærum árangri svo ekki sé sterkara
að orði komist. Mótið fór fram í Berlín
og alls tóku 324 keppendur þátt í mót-
inu. Fyrir utan ísland komu keppendur
frá, Austurríki, Tékklandi, Danmörku,
Spáni, Ungveijalandi, írlandi, ísrael,
Póllandi, Sviss, Svíþjóð og Þýskalandi.
Sunddrottning okkar, Kristín Rós
Hákonardóttir, setti heimsmet í flokki
S7 í 200 metra baksundi á tímanum
3:08,23.
íslensku keppendumir komu heim
með eitt heimsmet í farteskinu og 14 ís-
landsmet. Hér að neðan sjáum við árang-
urokkarfólks.
Heimsmet:
Kristín Rós Hákonardóttir, flokki S7 200 m skriðsund 2:58,01
Islandsmet hjá okkar fólki
voru þessi:
Gunnar örn Ólafsson, flokki S14
100mflugsund, 1:05,91
Gunnar örn Ólafsson, flokki S14
50 m flugsund, 0:28,97
Sonja Sigurðardóttir, flokki S6
50 m baksund, 0:56,21
Sonja Sigurðardóttir, flokki S6
50 m skriðsund, 0:49,77
Sonja Sigurðardóttir, flokki S6
200 m baksund, 4:26,14
Sonja Sigurðardóttir, flokki S6
100 mbaksund, 2:02,25
Jóna Dagbjört Pétursdóttir, flokki S10
200 m skriðsund, 3:00,26
Jóna Dagbjört Pétursdóttir, flokki SB9
50 m bringusund, 0:51,49
Jóna Dagbjört Pétursdóttir, flokki S10
50 m flugsund, 0:39,79
Jóna Dagbjört Pótursdóttir, flokki S10
100 m baksund, 1:34,53
Pálmi Guðlaugsson, flokki S6
200 m skriðsund, 3:18,40
Pálmi Guðlaugsson, flokki S6
50 m baksund, 0:56,04
Verðlaun íslensku keppend-
anna á Opna þýska meistara-
mótinu:
Kristín Rós Hákonardóttir, flokki S7,
2 gull, 8 sitfur, 4 brons.
Guðrún Lilja Sigurðardóttir, flokki S9,
1 silfur, 1 brons.
Sonja Sigurðardóttir, flokki S6,
1 silfur, 3 brons.
Jóna Dagbjört Pétursdóttir, flokki S10,
5 silfur, 3 brons.
Pálmi Guðlaugsson, flokki S6,1 silfur.
Valsmenn
vængjum
þöndum
Það var búist við jöfnum og spenn-
andi leik þegar Valur og KR mættust í
Landsbankadeild karla í knattspymu
í 8. umferð. Valsmenn voru fyrir leik-
inn í öðru sæti með 15 stig en KR-ing-
ar með 10 stig um miðja deild. Will-
um Þór Þörsson, uppalinn KR-ingur
og fyrrum þjálfari KR, og Guðmund-
ur Benediktsson, voru mennimir
sem margir hugsuðu til. Guðmundur
búinn að leika með KR síðastliðin 10
ár og Willum þjálfari KR síðastliðin
þijú ár með tvo íslandsmeistaratitla.
Hvemig líður þeim? Þetta hlýtur að
vera tilfmningalega erfitt fyrir þá í
þessum leik. Þetta vom spumingar
sem margur sparkunnandinn spurði
sjálfan sig skömmu fyrir leik liðanna.
Eftir aðeins eina mínútu og tuttugu
sekúndur var Gummi Ben. búinn að
senda boltann í mark KR. Baldur
Aðalsteinsson sólaði þá hvern KR-
inginn á fætur öðram á hægri kant-
inum, komst síðan upp að endamörk-
um og sendi boltann út á Guðmund,
sem skaut viðstöðulausu fimafóstu
skoti beint í markið. 1-0. Valsmenn
yfirspiluðu KR-inga og það var því
eðlilegt þegar þeir bættu við sínu
öðm marki eftir um 20 mínútna leik.
Sigþór Júlíusson fékk þá boltann við
vítateigshomið vinstra megin, lék
skemmtilega inn í teig-
inn og sendi boltann
hnitmiðað á Matthías
Guðmimdsson, sem
skoraði. Vöm KR var
alveg úti á túni, eins
og sagt er, og vom þeir
nánasteins ogáhorfend-
ur í þessu marki. í kjöl-
farið fór í gang nokkur
pirringskafli hjá nokkr-
um af leikmönnum KR.
Bjamólfur Lárasson
fékk að líta gula spjaldið á 22. mín-
útu og Tryggvi Sveinn Bjamason á
þeirri 35. fyrir ljótt brot og vildi Will-
um, þjálfari Vals, fá rauða spjaldið á
það brot. Bjami Ólafur Valsari fékk
svo gula spjaldið fimm mínútum fyrir
lok fyrri hálfleiks fyrir ljóta tækhngu.
Staðan var 2-0 í hálfleik og KR-ingar
ætluðu að selja sig dýrt í seinni hálf-
leik. Oft hefur verið talað um hvort
liðið skori þriðja markið í leiknum og
KR-ingar ætluðu sér það og komast
inn í leikinn. Það dugði í sjö mínút-
ur því að meistari Guðmundur Bene-
diktsson átti snilldarsendingu á
Matthías og hann þakkaði fyrir sig,
komst einn í gegn, lék á Kristján í
markinu og sendi boltann í markið.
GLÆSILEGT. Þetta er fótbolti. Þeg-
ar 15 mínútur voru til leiksloka var
Tryggvi Bjamason rekinn af velli þeg-
ar hann fékk að líta sitt annað gula
spjald. KR-ingar því einum færri
það sem eftir lifði leiks og þeir áttu
aldrei séns. Valsmenn léku feykilega
vel í þessum leik, vom agaðir, vel
skipulagðir, sýndu mikla leikgleði og
GUMMIBEN. Um lið KR er í raun lít-
ið að segja. Þeir vora eiginlega aldrei
tengdir í þessum leik, ef það má orða
það þannig, og þeir voru svo langt frá
því að spila sem liðsheild. KR-ingar
eiga næsta leik í deildinni gegn ÍA
eftir átta daga en Valsmenn eiga leik
gegn Þrótti á morgun. Við hér á Blað-
inu spyijum stjóm KR: „Hvernig líð-
ur ykkur með að hafa leyft Gumma
Ben. að fara og að hafa látið Willum
fara í burtu?“
6LANDSBANKADEILDIN ðtl
karlar
Félag L U J T Mörk Net Stig í
1 FH 8 8 0 0 23:4 19 24 ©
2 Valur 8 6 0 2 18:5 13 18 ©
3 Keflavík 8 4 2 2 15:18 -3 14 ©
4 Fylkir 8 3 2 3 14:14 0 11 ©
5 KR 8 3 1 4 8:11 -3 10
6 Fram 8 2 2 4 9:9 0 8 ©
7 Grindavík 8 2 2 4 9:15 -6 7 ©
8 ÍA 7 2 1 4 5:11 -6 7 ©
9 ÍBV 7 2 0 5 6:16 -10 6 ©
10 Próltur R. 8 1 2 5 11:15 -4 5 ©
2005 jfi^Markahæstu leikmenn karlar
NAFN Félag Mörk Víti Leikir
1 Tryggvi Guðmundsson FH 8 1 8
2 Allan Borgvardt FH 7 0 8
3 Matthías Guðmundsson Valur 6 0 8
4 Guðmundur Steinarsson Keflavík 5 1 7
5 Hrafnkell Helgi Helgason Fylkir 4 1 5
6 Hjörtur Júlíus Hjartarson ÍA 3 0 7
7 Björgólfur Hideaki Takefusa Fylkir 3 2 7
8 Magnús Sverrir Þorsteinsson Grindavík 3 0 7
9 Sinisa Kekic Grindavík 3 0 7
10 Andri Fannar Ottósson
Fram