blaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 30
30 hver & hví
miðvikudagur, 29. júní 2005 I blaðið
Er mannskepnan í eðli sínu
þjófótt og óheiðarleg?
Að undanfomu hefur nokkuð verið
fjallað um ólánsama manneskju
sem árum saman stal fjármunum
ffá skjólstæðingum sínum á heim-
ih fyrir geðsjúka hér í Reykjavík.
Ólánsöm - af því að útilokað er að
ímynda sér að önnur en ákaflega
ólánsöm manneskja grípi til slíkra
örþrifaráða til að framfleyta sér og
útvega nokkra þúsund kalla auka-
lega á mánuði. Að stela ffá geð-
sjúku fólki, sem lifir á strípuðum
örorkubótum, er náttúrulega ótrú-
lega djúpt sokkið. Eitthvað hlýt-
ur að hafa búið að baki - einhver
ástæða - einhver ólánsemi sem
kom þessu af stað. Eða hvað?
í tengslum við þessa umræðu hef-
ur verið kallað eftir því af hveiju
Reykjavíkurborg hafi ekki með sér-
stakt eftirlit sem hefði komið upp
um svona hluti. Með öðrum orðum,
spurt er - af hverju treysti Reykja-
víkurborg starfsmönnum sínum?
Af hveiju var ekki gert ráð fyrir að
þeir gætu verið óheiðarlegir?
Þetta er fullgild spuming - það
þarf ekki lengi að horfa í kringum
sig á vinnustöðum landsins til að
verða vitni að ákaflega gagnrýni-
verðu athæfi. Menn skjótast að-
eins ffá í vinnutímanum - hringja
eitt símtal til útlanda því það er
svo dýrt að gera það heima - kippa
einu umslagi úr bunkanum til að
senda persónulegt bréf - taka of
langan kaffitíma. Þetta eru ekki
stór atriði - en þó er þama alltaf
um einhvers konar brot að ræða.
Heyrst hefur að kassadömur í
Bónus og víða verði ítrekað var-
ar við að einstaklingar komi með
fyrirtækjakort og kaupi út á þau
vömr sem hljóta að vera til einka-
nota. Dæmi um slíkt er kona sem
kom á kassa í Bónus með fjögur
stór brauð, tvo bakka af eggjum og
nokkra lítra af mjólk. Þetta, ásamt
hálfum lítra af kóki og sígarettu-
pakka, var borgað fyrir með korti
frá Reykjavíkurborg - korti sem
greinilega tilheyrði mötuneyti á
vegum borgarinnar. Kannski átti
að baka súkkulaðikökur með sígó,
og hafa kók með kaffinu - kannski
ekki. Glæpurinn er ekki stór - en
glæpur engu að síður. Ef viðkom-
andi manneskja hefði gert þetta í
hvert skipti sem hún fór í Bónus
fyrir mötuneytið - í til dæmis tíu
ár - er glæpurinn þá orðinn alvar-
legur, eða var hann það frá upp-
hafi?
Einstaklingar era ótrúlega dug-
legir við að afsaka slíka hegðun
sína. Það er glæpur þegar einstak-
fingur stelur lakkríspoka í sjopp-
unni ó Bakkafirði. Það er hins veg-
ar ekki glæpur þegar starfsmaður
bílaumboðs í Reykjavík kippir
heim með sér pappírspakka - eða
hvað?
Mánneskjan er kannski bara
óheiðarleg og þjófótt í eðli sínu.
Kannski er það vegna stjómunar-
legrar óbyrgðar sem þarf að greiða
stj ómendum millj ónir króna á mán-
uði - kannski ekki. Er mögulegt að
nauðsynlegt sé að greiða stjómend-
um þessa upphæð svo þeir freistist
ekki til að misnota aðstöðu sína?
Ef svo er - ætti þá ekki bara að
hækka laun allra til að koma í veg
fyrir óheiðarleika?
Eða kannski ekki - kannski
myndi fólk samt halda ófram að
kippa með pappír, kóki og sígó
- þótt það væri með milljón á mán-
uði! Kannski þarf einfaldlega að
koma upp eftirlitskerfi með öllum
- því allir era óheiðarlegir og þjóf-
óttir í eðli sínu.
Vonandi þó ekki.
Lindsay
fellur í
yfirlið
Það leið yfir Lindsay Lohan í heilsu-
ræktarstöð í Los Angeles nýlega og hef-
ur það ýtt enn frekar undir sögusagnir
um að hún sé jafnvel með anorex-
íu. Lindsay hefur alltaf neit-
að þeim orðrómi og segist
borða mjög mikið, en á
myndum má sjá að hún
hefur grennst mikið und-
anfarið. Stjaman unga
var í hjólreiðatíma þeg-
ar henni fór að líða illa
en hún komst af hjólinu
áður en það leið yfir
hana. Vitni sagði: „AU-
ir fengu áfall. Lindsay
hreyfði sig ekki og virt-
ist vera meðvitundar-
laus.“ Þjálfari Lindsay
og annað starfsfólk
náði að vekja hana
og það virðist ekki
sem henni hafi orðið
meint af.
Jennifer faðmar alla
Jennifer Aniston virðist ekki eiga
í vanda með að sýna tilfinningar á
almannafæri og hafa náðst nokkrar
myndir af henni þar sem hún knús-
ar leikarann Vince Vaughn með
bros ó vör. Einnig hafa náðst mynd-
ir af þeim kyssast á vangann og þar
sem Jennifer heldur utan um Vince.
Hann og Jennifer leika saman í mynd-
inn The Break Up og hafa því oft sést
saman nýlega. Talsmaður Jennifer
neitar því að þau Vince eigi í ástar-
sambandi. „Það er enginn rómantísk-
ur áhugi þeirra á milli. Vince er góð-
ur vinur Jennifer. Ég held að blöðin
séu svo áköf að sjá Jennifer í ástar-
sambandi að þau misskilja aðstæður
auðveldlega. Ég veit ekki hvort það
séu myndir af þeim að faðmast, en
Jennifer faðmar alla stanslaust."
Það virðist vera sannleikanum sam-
kvæmt þar sem heimildir herma að
nýlega hafi aðdóandi Jennifer komið
og beðið hana um faðmlag vegna 18
ára afinælis síns. Jennifer bað hana
strax að koma nær og faðmaði hana
vel og lengi.
Liz daðrar við
Hugh Grant
Unnusta Hughs Grant, Jemima
Khan, varð öskureið í veislu sem
Elton John hélt nýlega. Ástæða reið-
innar var sífellt daður Liz Hurley við
Grant, auk þess sem hún saug fingur
hans af áfergju fyrir framan veislu-
gesti. Allar helstu stjömumar vora
saman komnar í veislunni og störðu
þær undrandi á athæfi Liz en Hugh
og Liz áttu í ástarsambandi fyrir
nokkram áram. Unnusti
Liz, Arun Nayer,
var nálægur
en lét þetta
ólíkt Jemimu sem rauk út með blóts-
yrðum. Einn gestur lét hafa eftir sér:
„Jemima var bólreið. Við trúðum
því varla þegar Liz greip höndina á
Hugh og hóf að sjúga hana ögrandi.
Jafnvel þótt þetta væri bara grín þá
var augljóst hve illa Hugh leið.
Hegðun Liz kom öllum
á óvart.“
ekki
Tacos
m.kjúkling, fajitas, salsa
kál og sýröum rjóma.
Inniheldur aðeins 3% fitu
afepi
533
1033
Hvað segja stjörnumar
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
$ Yfirmenn vilja að þú færir hugmyndir þín-
ar upp á nýtt stig. Þú ert að prufa eitthvað nýtt
en hafðu engar áhyggjur. Þú ert fær í flestan
sjó.
V Ef þú ert að velta því fyrir þér hvernig þú
skulir haga þér í hópi, ekki vera fjarrænn og
kaldhæðinn. Vertu samúðarfullur í staðinn. Um-
hyggja þín mun snerta einhvern í hjartastað.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
$ Þú ert eitthvað annars hugar þessa dag-
ana. Við því er lítið að gera. Þú verður bara að
bíða þar til hugurinn er rólegur.
V Vertu viðbúinn því að dreyma mikið
og margt næstu nætur. Hvort sem þú trúir á
drauma eða ekki þá er verið að senda þér skila-
boð. Reyndu að raða úr þeim.
Hrútur
(21. mars-19. apríl)
$ Þú ert að færast á nýjar slóðir í dag en
ekki hafa áhyggjur. Rökhyggja þín mun vekja
athygli yfirmanns og áhugi þinn mun skína í
gegn.
V Ef það er einhver sérstakur I lífi þinu þá er
kannski kominn tími á alvarlegar samræður um
hvert þið stefnið. Astvinur þinn bíður eftir að þú
hefjir máls á þessu.
©Naut
(20. apríl-20. mai)
©Tvíburar
(21. maí-21. júni)
$ Hópsamvinnan gengur ekki vel í vinnunni.
Það nær enginn að skyra sitt mál og allir eru að
verða pirraðir. Þú skalt taka stjórnina.
V Hvað svo sem þú ert að hugsa í dag
skaltu deila því með öðrum. Ekki vera feiminn.
Þau eru opin fyrir hugmyndum þínum og eru
sjálf að hugsa svipað.
©Krabbi
(22. júní-22. júií)
$ Það þarf að vinna hratt og vel að ákveðnu
verkefni. Vandaðu þig og ekki gera nein mistök.
Hafðu yfirmennina glaða.
Astin ríkir í lífi þínu i dag. Njóttu þess en
mundu að ekki er allt sem sýníst.
®Ljón
(23. júll- 22. ágúst)
$ I dag gætirðu lært nýja hluti. Spyrðu spurn-
inga, jafnvel þótt þú sért viss um að vita svarið.
Ao horfa á aora vinna getur verið lærdómsríkt.
V Þú munt ekki fá það sem þú vildir i dag
en þú verður samt sem áður himinlifandi. Þessi
skrýtni fyndni dagur mun leiða þig að einhverju
ógleymanlegu.
Meyja
(23. ágúst-22. september)
©Vog
(23. september-23. október)
$ Nýleg málamiðlun milli þin og vinnufélaga
er ekki það sem hún sýnist. Mundu það næst og
lærðu af þessu.
1F Útkoma dagsins í dag veltur algjörlega á
þér. Ef þér líður frábærlega þá verður þetta frá-
bær dagur. Ef þú ert eitthvað leiður þá verður
þetta frekar leiðinlegur dagur.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
$ I dag ættirðu að byrja í ræktinni. Spyrðu
vinnufélagana um góða líkamsræktarstöð og at-
hugaðu hvort stéttarféiagið gefur þér afslátt.
V Þú ert í skapi fyrir nýja byrjun, sérstaklega
ef hún inniheldur rómantik. Kannski er kominn
tími á að bjóða einhverjum á stefnumót.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
$ Þú hefur fundið fyrir óvenju miklum áhuga
i vinnunni. Hvert verkefni er leikur einn og þú
finnur að sköpunargleði þin nýtur sin í botn.
V Það er aldeilis gaman i dag. Bamið innra
með þér er að briótast út og imyndunarafl þitt
virkar sem aldrei fyrr.
©Steingeit
(22. desember-19. janúar)
$ Jafnvel þótt þú sért öruggur í vinnunni þá
skaltu ekki eyða um efni fram. Það er ekki tím-
inn til að fjárfesta núna.
V Þótt einhver sýni þér áhuga þá þýðir það
ekki að hann/hún sé nógu góð/ur fyrir þig. Vertu
frjáls aðeins lengur. Þolinmæði þín verður verð-
launuð.
$ Það eru ákveðnir vinnufélagar sem koma
alltaf og kjafta þegar þú hefur meira en nóg að
gera. Vertu með heyrnartæki til að þeir komi sið-
ur.
V Þaö er gott að standa með sjálfum sér og
það gerir þú svo sannarlega i daa. Hunsaðu þa
sem reyna að gera lítið úr þér. Þu veist hver þú
ert.
$ Þér finnst sem fjölskylda þín geti ekki
aðstoðaÖ þig við ferilinn en oft getur hún verið
uppspretfa nýrra hugmynda. Hugsaðu til þeirra
þegar þig vantar stöougleika, jákvæðni og von.
V Þú ert áhyggjufullur í dag en það er ekk-
ert til að hafa áhyggjur af, er það? Það er algjör
óþarfi að hafa áhyggjur af engu.