blaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 6
mánudagur, 4. júlí 2005 I blaðið Fimm klögumál vegna kynferðislegrar áreitnl - „sem betur fer ekki algengara“ Ráðherra- heimsókn Valgerd Svarstad Haugland, menn- ingarmálaráðherra Noregs, kom í opinbera heimsókn hingað til lands í gær í boði Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra. í heimsókninni mun norski ráðherr- ann heimsækja fjölmargar íslenskar menningarstofnanir, meðal annars Þjóðminjasafnið, Listasafn fslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Akureyrar, Gljúfrastein, Reykholt, Snorrastofu, Sfldarminjasafnið á Siglufirði, Vesturfarasetrið á Hofsósi og Hóla í Hjaltadal. Þá mun Valgerd Svarstad Haugland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eiga formlegar viðræður á sviði menningarmála með- an á heimsókninni stendur. Mikið að gera hjá björgunar- skipunum Umræður um kynferðislega áreitni á vinnustöðum hafa opnast verulega undanfarin fimm ár og er það nú svo að árlega leita um fimm manns til Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur (VR). Elías Guðmundur Magnús- son, forstöðumaður kjarasviðs VR, segir að sem betur fer sé þetta ekki algengara vandamál. „Þetta er til- tölulega nýr málaflokkur og var lítið skilgreint þar til fyrir fjórum til fimm árum þegar umræðan um einelti og kynferðislega áreitni hófst,“ segir El- ías. „Oft og tíðum er þetta fólk sem leitar ráðgjafar mjög fljótlega eftir að áreiti hefst. Þá reynum við að koma málunum í farveg svo þau leysist á sem bestan máta, óæskileg snerting getur náttúrlega líka verið kynferðis- leg áreitni. Samt koma líka til okkar mál þar sem atburðurinn hefur þegar átt sér stað. Stundum eru þau af því tagi að það eina fyrir okkur í stöðunni er að leita til lögreglu." Þolandi yfirleitt hrakinn úr starfi Elías segir lykilatriðið vera að koma því þannig fyrir að sem flest mál endi í góðu. Því miður sé það þó svo að þeir sem verði fyrir áreitni neyðist til þess að hætta starfi. Þá segir hann að fræðsla til launþega og vinnuveitenda sé besta leiðin til þess að komast hjá kynferðislegri áreitni á vinnustað. f því ljósi bendir hann á jákvæðar nið- urstöður í kjölfar fræðsluátaks um einelti. 75% fjölgun í Danmörku Hjá systurfélagi VR í Danmörku hef- ur klögumálum vegna kynferðislegr- ar áreitni fjölgað um 75% á milli ára. Alls voru tilfellin 14 og í öllum þeirra voru það konur sem urðu fyrir áreit- inu. 12 sinnum voru yfirmenn gerend- ur í málunum og hlaut einn þeirra 30 daga fangelsisdóm og þurfti að greiða konunni ríflega 150 þúsund íslenskar krónur í skaðabætur. Mikið hefur verið af minniháttar útköllum hjá björgunarskipum Landsbjargar að undanfömu. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson í Hafnarfirði var kallað út seint á laugardagskvöldið vegna báts sem fallið hafði út úr sjálfvirku tilkynn- ingaskyldunni. Báturinn var þá staddur um 24 sjómílur norður af Sandgerði. Báturinn kom hinsvegar fram um klukkutíma eftir útkall, en rafmagn hafði farið af honum með þeim afleiðingum að öll fjarskipta- tæki urðu óvirk. Mikið hefur verió að gera hjá björg- unarskipum félagsins undanfarin misseri og veldur því væntanlega góð tíð sem sjómenn á minni bátum láta ekki framhjá sér fara og sækja á sjóinn. Atvik þessi hafa þó flest verið minniháttar. Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 blaóió loftkœling Verð fró 49.900 án vsk. ÍS-hÚSÍð 566 6000 Fyrst Stöð 2, svo Daily Mirror Margmilljónamæringurinn Marcus Evans reyndi um daginn að taka yfir breska dagblaðið Daily Mirror, með Marcus Evans, sem reyndi að gerast fjárfestir í Norðurljósum árið 2003, herjar enn á fjölmiðlamarkaðinn. 800 milljóna punda yfirtökutilboði, en það samsvarar rúmum 90 milljörð- um íslenskra króna. Skemmst er frá því að segja að tilboði hans var ekki tekið sökum þess að það telst of lágt. Ákvörðunin um það var Trinity Mirr- or, eigendum Daily Mirror, víst ekki erfið en blaðið skilaði 66,4 milljóna punda hagnaði í fyrra. Fjárfestir í Norðurljósum Téður Marcus Evans komst einnig í fréttir á íslandi fyrir réttum tveimur árum þegar hann var nálægt því að koma að sem fjárfestir í fyrirrenn- ara 365 ljósvakamiðla, Norðurljós. Á hann að hafa komið til íslands og m.a. rætt við þáverandi forsætisráð- herra, Davíð Oddsson, um aðkomu sína að fyrirtækinu. Þegar á reyndi hafði tilboð Evans til lánardrottna hérlendis verið í litlu samræmi við það sem áður hafði verið kynnt fyrir stjórn og kröfuhöfum Norðurljósa svo ekkert varð úr því ævintýri hans. Lítið breyst á tveimur árum Á sínum tíma kvaðst fyrirtæki Marc- usar Evans, The Marcus Evans Group, sjá um ráðstefnuhald fyrir fyrirtæki og skipulagningu ýmissa viðburða á sviði viðskipta en hjá fé- laginu unnu þá um 2.000 starfsmenn í 41 landi. Þá var því haldið fram að tekjur félagsins væru meiri en 350 milljónir bandaríkjadala. Fátt virðist hafa breyst á þeim tveimur árum sem liðið hafa síðan þetta var. Félagið er sagt hafa um 2.000 manns í vinnu í 34 löndum og enn eru tekjur þess vel yfir 350 milljónum dollara. Slys í Fjölskyldugarðinum Eins og sjá má er Bjarki töluvert meiddur. Drengur á sjöunda ári, Bjarki Laxdal Baldursson, meiddist illa þegar hon- um skrikaði fótur við vatnshana í Fjöl- skyldugarðinum á fimmtudag. Vatns- haninn er í þeirri hæð að börn þurfa að klifra upp á tvo steina til að nýta sér hann. Sökum vætu rann Bjarki til á stærri steininum og féll á gangstétt með þeim afleiðingum að hann missti tvær framtennur með rótum, sauma SUMARIÐ ER TÍMINN •M ÞAKMÁLUN S: 697 3592 / 844 1011 þurfti sex spor í innanverða efri vör hans og þijú spor í innanverða neðri vör, auk þess sem tvær tennur í neðri gómi losnuðu. Mesta mildi þykir að hann hafi fallið á stéttina en ekki steinkant sem er við vatnshanann. Að sögn móður drengsins mætti setja út á frágang í kringum vatnshanann, þar ætti að vera gras en ekki stétt, möl og steinkantur. Hún vill einnig taka sérstaklega fram að allt viðmót Tómasar Guðjónssonar, forstöðu- manns Fjölskyldu- og húsdýragarðs- ins, hafi verið til fyrirmyndar. Hann hafi sýnt einstakan hlýhug í málinu í heild. Hann hafi t.d. strax daginn eftir haft samband við Vinnueftirlit, lögreglu og Herdísi Storgaard. Slys sem betur fer fátíð Tómas Guðjónsson kannaðist við atvikið þegar haft var samband við hann. „Slys eru sem betur fer fátíð hjá okkur," sagði hann og sagðist ekki kannast við önnur slys á téðum stað. „Það er alltaf ákaflega leiðinlegt þegar svona gerist og ég finn mikið til með fólki sem lendir í svona löguðu," sagði Tómas. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur ákveðnar vinnureglur þegar slys verða. Vinnueftirlitið er kallað til, það fer yfir aðstæður og kemur með tillögur að úrbótum ef þurfa þyk- ir. Að þessu sinni áleit Vinnueftirlitið að ekM væri um slysagildru að ræða. Herdís Storgaard, slysavarnafull- trúi barna, gat ekki séð augljósa hættu á svæðinu. Hún sagði þó að mölin við vatnshanann væri farin að þynnast verulega, en hún sér um að vatn leki niður en safnist ekki fyrir á yfirborðinu. Steinarnir við vatnshan- ann eru úr grágrýti og yfirborðið á þeim virðist ekki vera hált nema und- ir vissum kringumstæðum, t.d. þegar sandur festist undir skóm barna og þau fara svo á blauta steinana. Það hefur líklegast gerst í þessu tilfelli þar sem mölin er orðin lítil og sand- urinn kominn upp á yfirborðið." Her- dís sagði einnig að hún hefði lagt til að málið yrði skoðað í rólegheitum og möl bætt í þannig að hún næmi við brún göngustígsins við vatnshanann. Viðhaldið á þessu svæói hefði því mið- ur ekki verið nægilega gott en úr því yrði bætt. -------rr-rr.: r-., Dæmdur fyrir að sletta skyri Bretinn Paul Geoffrey Gil, einn þriggja sem slettu skyri á ál-ráð- stefnugesti á Hótel Nordica á dög- unum var á fóstudaginn dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skaðabótakröfu Flugleiðahótela ehf. upp á um þrjár milljónir króna var hinsvegar vísað frá. Þúsundir á „Átta líf“ Tónleikar undir nafninu ,Á-tta líf* fóru fram í Hljómskálagarðinum síð- astliðinn fóstudag. Þar komu fram Ragnheiður Gröndal, Stuðmenn sem og Q öldi annarra listamanna.Þúsund- ir manna lögðu leið sína í Hljómskála- garðinn til að fylgjast með tónleikun- um sem Árni Snævarr, fyrrverandi íréttamaður skipulagði. Um þrír milljarð- ar fylgdust með Björk Björg Guðmundsdóttir var ein þeirra gölmörgu listamanna sem komu fram á tónleikunum Live8 sem haldn- ir voru á laugardaginn. Björk spilaði í Tókíó í Japan en í útsendingunni spil- aði hún strax á eftir stórstjönunum í U2. Talið er að um þrír milljarðar manna hafi fylgst með tónleikunum. Fylgi stjórnmála- flokkanna breytist lítlð Fylgi stjórnmálaflokkanna breytist nánast ekkert frá síðasta mánuði sam- kvæmt nýíasta þjóðarpúlsi Gallup og eru breytiagar á fylgi allra flokkanna innan við|itt prósentustig. Sjálfstajðisflokkurinn heldur for- ystu og ferígi tæplega 38% fylgi. Næst kemur Samfylkingin með rúmlega 34%, þá Vinstrihreyfingin - grænt framboð með naumlega 16%, Fram- sóknarflokkurinn fengi tæplega 9% og Frjálslyndi flokkurinn naumlega 4% ef kosið væri til Alþingis í dag. Miklar svifting- ar í stjórn FL-Group Allir stjórnarmenn, fyrir utan stjórn- arformanninn Hannes Smárason, hafa sagt sig úr stjórn FL-Group. í yfirlýsingu frá eignarhaldsfélögun- um Saxbyggs ehf og Mannvirkis ehf. kemur fram að fyrir helgi hafi þessi félög selt alla hluti sína í FL Group og í kjölfarið muni fulltrúar félag- anna víkja úr stjórn félagsins Sjúkraliðar semja Sjúkraliðafélag íslands og fulltrúar ríkisins skrifuðu undir kjarasamn- ing síðastliðinn fimmtudag. Þetta er í fyrsta skipti sem félagið nær að gera kjarasamning án þess að til ver- falls komi. í samningnum er kveðið á um verulegar kjarabætur fyrir sjúkraliða, en hann gildir til ársins 2008. Framundan eru samningar við Launanefnd sveitarfélaga, Reykj avík- urborg sem og nokkrar sjálfseigna- stofnanir, en gert er ráð fyrir að mjög verði horft til nýgerðs samnings í þeim viðræðum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.