blaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 13
blaðið ! mánúdagur, 4. júlí 2005 Hestamennskan í blóð borin - Flosi Ólafsson hefur lengi verið viðriðinn hestamennskuna halldora@vbl.is Leikarinn Flosi Ólafsson er búsett- ur Borgarfirðinum, nánar tiltekið að Bergi í Reykholti, en þar hefur hann búið ásamt Lilju, konu sinni, síðustu fimmtán árin. Þar eru þau hjónin með bæ og hesthús, en hestamennsk- an hefur verið stór partur af lífi Flosa í gegnum árin. „Þetta hefur eiginlega verið líf mitt og yndi síðan bara áður en ég kom undir held ég, og mér alveg í blóð bor- ið,“ segir Flosi, en hann hefur alla tíð verið mikill hestamaður. Hann bjó í Reykjavík í ein 60 ár en þá var hann löngum með hesta og var ötull við að fara í ijalla- og óbyggðaferðir í góðum hópi hestafólks. Flosi segir það afar notalegt að vera með hesta - það sé ekkert betra en að fara út í hesthús á morgnana og sjá hestana fagna komu sinni, en hest- húsið er rétt við bæinn þeirra. „Við erum með 15 hesta og þeir þekkja okkur Lilju voðalega vel. Það er ynd- islegt að sjá þá taka á móti okkur og heyra kumrið í þeim þegar við kom- um, en þeir láta vel að okkur, rétt eins og við að þeim. Ég hef voðalega gaman af því, sérstaklega þegar búið er að gefa þeim, en þá líður þeim svo vel og hægt er að merkja velsældina í augum þeirra. Þau glansa, eru skær og falleg, en það breytist nefnilega ef þeim líður ekki nógu vel.“ Alveg bannað að skúffa greyið hestana Þeir sem eiga hesthús og hesta þurfa svo sannarlega að huga vel að dýrun- um, en það er mikið atriði ef vel á að takast og halda hestunum í góðu lagi. Þetta verður að svokölluðum parti af vinnu og lífsstíl fólks, en enginn er hestaeigandinn ef ekki er tími og rúm til þess að sinna hestunum. Flosi segir mikilvægt að halda reglu á hlut- unum þar sem hestamir viti hvenær von er á eigendunum. Þeim finnist gott að vera sinnt reglulega og að alls ekki megi líða of langt á milli. „Það má auðvitað ekki skúffa þá, greyin, það verður að vera ágætis rennsli á heimsóknum til þeirra - annars verða þeir bara hundfúlir. Þeir vita hvenær von er á manni.“ Flosi tekur þó fram að þar sem hann sé að eldast sé krafturinn ekki eins mikill og að hann hafi minni þol í að sinna hestum sínum. Þar komi Lilja kona hans sterk til sögunnar, en hún hefur mikið sinnt hestum þeirra hjóna síðustu misserin. „Ég er svona allur að linast í hestamennskunni, maður er svona að gamlast og ég er ekki eins harður eins og ég hef alla tíð verið. Reyndar fara hestarnir stund- um til Ólafs sonar okkar, en hann er með ein 60-70 hross héma í nágrenn- inu - á Breiðabólsstað í Reykholtsdal. Hann er mjög duglegur í þessu og með hestaferðir á sumrin. Við höfum nú verið í dálitlu samkrulli í hestunum en nú er hann orðinn mun duglegri. Svo ætlar þetta greinilega að ganga áffam næstu ættliði, en bamabarn mitt og alnafni, Flosi Ólafsson, er á fullu í þessu og var einmitt að keppa núna liðna helgi á Fjórðungsmótinu á Kaldármelnum. Honum gekk afar vel, en hann er eins og pabbi sinn - mjög mikill hestamaður.“ Mánaðarhvíld á Reykjalundi Flosi hyggst á næstunni taka sér hvíld og fara á Reykjalund í mónuð í endurhæfingu sér til heilsubótar. Að- spurður segist hann þó ekki efast um að hann komi fílefldur og galvaskur til baka og haldi á ný í hestaferðir ým- is konar upp til fjalla. „Jó já, ég verð hinn hressasti geri ég ráð fyrir, og þó verður haldið af stað með hestana, þ.e.a.s. ef þeir drepa mig ekki með kraftlyftingatækjum þama á Reykja- lundi. Annars væri nú kannski rétt- ast að taka bara kindabyssu og skjóta mann eins og mig sem kominn er á þennan aldur,“ segir Flosi og skell- ir upp úr, en greinilegt er að leikarinn góðkunni hefur engu gleymt og er ekki íjarri góðu gamni þegar skopskynið er annars vegar. Hann segist þó ekki hafa áhyggj- ur af búinu og hestunum meðan á dvöl hans á Reykjalundi stendur, en Lilja hefur : . .. í gegnum tíðina haft yf- irumsjón með öllu þeg- ar hann hefur veriðfjarver- andi. „Hún Lilja mín s i n n i r hestun- um á m e ð an ég er í burtu, en það hefur hún alltaf gert þegar ég er víðs fjarri. Sér í lagi núna upp á síðkastið þegar ég er ekki eins duglegur við þetta og ég var áð- ur,“ segir hann að lokum og endar ■ ___________“________ samtalið á því að hann þurfi nú að bregða sér af bæ til þess að horfa á bamabamið keppa á hestamóti. ■n o URUAL FLATRA SJ0NUARPA ■M AQEINS KR. 16.666 Á MÁNUÐI í 12 MÁNUBÞ VAXTALAUST! EÐA KR. 1 33.030 STAÐGREITT FULLT VERÐ kr. 249.990 IB Al ITE D ÍÍIÍTPPJ PLASMé SJÚNVARP með 852x480 upplausn (VGA, SVGA, XGA), Progressive Soan, 2x1 Qw Nicam stereó hljóðkerfi WM *” ■ ■ mmUM 1*1 ■l'I með 2 hátölurum, 2 Scart tengjum, DVI og PC tölvutengi, mynd I Mynd 12 Tunerer) textavarpi og fjarstýringu. PHILIPS 42PF994G 42’ 100 Hz PLASMA SJÚNVARP með móttakara, 852x480 upplausn, 3000:1skerpu, Digital Motion Compensation og □igital Crystal Clear Ijósskynjara og Antireflex System, 50w Nicam stereó hljóðkerfi með 2 innbyggðum hátölurum, 2 Scart tengi, textavarpi 2 myndum á skjá og fjarstýringu. JVC PD42B50 42' PLASMA BREIÐTJALDSSJÚNVARP með D.I.S.T myndtækni, Super DigiPure og Digital Comb Filter, 852x480 punkta upplausn með 3000:1 skerpu, styður HDTV, fullkomnar litstýringar, textavarp, tvlskiptur skjé möguleiki (mynd og mynd/textavarp), mynd I mynd (1 móttakari), 20w RMS, BBE Nicam stereó hljóðkerfi, 3D Sound með Active Hyper Bass, 3 Scart, Component og SVHS tengi, RCA og heynartólstengi, T-V Link og veggfesting. TILBOÐ 0249.990 mmm TILBOÐ ©349.990 I FULLTVERÐkr. 299.990 I FULLTVERÐkr. 449.990 I * Vaxtalausar VISA eða EURO raðgreiðslur. Við bætist lántöku- og færslugjald. Siúnuarpsmiðstöðin RAFTÆKJAVERSLUN . SÍÐUMÚLA 2 . SÍMI 568 9090 • www.sm.is UMBOÐSMENN UM IBND »LH ► REYKJAVlKJJRSVÆÐlÐ Hagkaup, Smáralind. VESTURLANO: Hljómsýn, Akranesi. Kaupfélag BorgHinga, Borgamesi Blómsturvellir, Hellissandi. VESTFIR0IR: Kaupfélag SteingrfmsfjarðBT, Drangsnesi. NORDURLAND: KF Steingrfmsljaröar. Hólmavlk. Kf V-Húnvetninga, Hvammstanga. KF Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Ljósgjafinn, Akureyrí. Oryggi, Húsavlk. AUSTURLAND: KF HéraDsbúa, Egilsstöðum. Verskmin Vlk, Neskaupsstað. Kauptún, Vopnafiröi. KF Héraðsbúa, Seyðisfirðí. Tumbræður, SeyðisWi. Sparkaup, Féskrúðsfirði. Martblvan, Hðfn Homafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Rés, Poriakshötn. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Reteindatækni, KeDavlk. Ratlagnevinnustola Sigurðar Ingvarssonar, Garði. Ralmætti, Hafnarfirði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.