blaðið

Ulloq

blaðið - 04.07.2005, Qupperneq 30

blaðið - 04.07.2005, Qupperneq 30
mánudagur, 4. júlí 2005 I blaðið won/... Ég er fötluð Það er til fólk með alls kyns fótl- un. Fólk með geðfótlun, fólk með þroskaskerðingu, fólk með líkam- lega fótlun og fólk með sérvisku, sem er vitanlega viss fótlun út af fyrir sig. Ég hlakka til þegar við getum öll lifað í samfélaginu sem ein stór heild því fótlun er vitan- lega ekkert annað en þær skorður sem samfélagið setur okkur. Það er ekki til sú manneskja með fótl- un, sama hvers lags fótlun það er, sem getur ekki unnið, lifað og leik- ið sér, rétt eins og við hin. Skilningsleysi samfélagsins En þannig er staðan ekki nú til dags og eina ástæðan er sú að sam- félagið setur þeim þær skorður að lifa öðruvísi lífi. Þetta kemur manneskjunni sjálfri ekkert við heldur er þetta skilningsleysi og þekkingarleysi samfélagsins. Því er hins vegar ekki að neita að ein- staklingar með mikla fótlun þurfa vitanlega meiri stuðning til að lifa lífinu til fulls. Fólk með mikla fótl- un þarf stuðning til að búa á sínu eigin heimili, stuðning til að vinna sína vinnu, til að stunda áhugamál sín og stuðning til að hitta vini sína. Ef viljinn er til staðar hjá ríki og bæjum þá er einfalt mál að veita fólki með fótlun sómasamlegt líf. Sýnilegt fólk Þvi er þó ekki að neita að fólki með fótlun er nú þegar boðið sóma- samlegt líf. En það má alltaf gera betur. Enn þann dag í dag þekkist það að fólk bregðist illa við ef það fréttir að sambýli með fólki með fótlun verði í götunni þeirra. Oft ganga jafnvel undirskriftalistar gegn flutningnum. Þetta tel ég ekk- ert endilega vera illsku heldur frek- ar þekkingarleysi. Við hræðumst það sem við þekkjum ekki. Ég vil líka að fólk með fótlun verði sýni- legra og það að sjá fólk með fótlun í Smáralindinni verði það eðlileg sýn að við þurfum ekki að stara. Ekki störum við á annað fólk í sama mæli og oft er starað á fólk með fótlun, sem er skrýtið því við erum nákvæmlega eins og þau. Við erum öll manneskjur - eini munur- inn er að okkar fótlun er falin en þeirra er sýnileg. Orð eru til alls fyrst Eins og sést nota ég ætíð fólk með fótlun en ekki fatlað fólk eins og flest fjölmiðlafólk gerir. Með því er ég að leggja áherslu á að þetta eru EIN STAKLIN GAR með fótlun. Fötlunin skiptir ekki eins miklu máli og einstaklingurinn. Það eru til einstaklingar með krabbamein, einstaklingar með brúnt hár og ein- staklingar með hroka. Strax með því að breyta orðalagi þá breytist hugsunarháttur og þá fyrst get- um við boðið fólki með fótlun upp á sams konar líf og við hin lifum. Hvort sem við erum með falda eða sýnilega fótlun. Luther Vandross látinn Söngvarinn Luther Vandross er lát- inn, 54 ára að aldri. Ekki hefur ver- ið greint frá dánarorsök. Vandross byrjaði feril sinn í gospel tónlist. Árið 1981 kom fyrsta sólóplatahans út, Ne- ver Too Much. Sú plata seldist vel og varð að platínumplötu. Eftir það varð Vandress þekktur um heim allan, og vann Grammy verðlaun árið 1990, 1991, og 1996 sem besti karlkyns söngvari. Á ferli sínum vann hann til 8 Grammy verðlauna, og seldi meira en 25 milljónir platna. Hinsvegar var heilsa Luthers ekki góð, og átti hann í vandræðum með þyngdina, hann léttist og þyngdist mikið á víxl í gegnum tíðina. Vand- ross fékk hjartaáfall árið 2003 í íbúð sinni á Manhattan. Hann gaf út síð- ustu plötuna sína tveimur mánuðum seinna sem nefndist Dance With My Father, en það lag naut mikilla vin- sælda, meðal ananrs hér á landi. Pink trúlofuð Söngkonan Pink og kærasti hennar Carey Hart, eru nú á leið upp að alt- arinu, eftir að Pink bað Carey um helgina, samkvæmt tímaritinu US Weekly. Þau voru stödd í Mammoth í Kalifomiu þegar að söngkonan bað hann að giftast sér, með því að skrifa á skilti: Viltu giftast mér? Ekki er búið að ákveða dagsetn- ingu, en parið hefur verið saman í 3 ár, og er þetta fyrsta hjónaband þeirra beggja. Annars hefur Pink verið mjög upp- tekin að undanfórnu eftir mjög rólegt ár 2004, og hefur söngkonan verið að taka upp nýja plötu eftir mikla velgengni þeirrar síðustu, Try This. Einnig er hún að leika í sínu íyrsta stóra hlutverki í kvikmyndaiðnað- inum, í hryllingsmyndinni Cata- combs. SU DOKU talnaþraut Su Doku æði geisar nú í ensk- um fjölmiðlum. Öll helstu dag- blöð og tímarit landsins birta Su Doku þrautir reglulega; gefinn hefur verið út íjöldi bóka með Su Doku þrautum, sem seljast eins og heitar lummur, og nú hefur Sky- sjónvarpsstöðin hafið útsend- ingu Su Doku þátta. Su Doku er þó ekki neitt nýtt heldur er hér á ferðinni talnaþraut sem lengi hefur verið við lýði. Heit- ið, Su Doku, á sér japanskar rætur en á japönsku mun Su þýða tala og doku stakur eða einhleypur. Hér við hliðina er að finna tvær Su Doku þrautir ásamt leiðbeiningum og lausn ann- arrar þeirrar. Lausn 2. gátu verður svo í þriðjudagsblað- inu. Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju- boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Su Doku - 1 ■ £ játa 1 3 4 8 6 9 5 6 5 9 6 2 1 1 7 2 3 4 1 6 7 9 2 5 8 4 9 7 6 Su Doku - lausn við 1. gátu Paris vill konunglegt brúðkaup Paris Hilton hefur nú sagt frá því að hana langi í konunglegt brúðkaup og það í St. Paul dómkirkjunni, West- minster klaustri eða Windsor kast- ala. Paris, sem er trúlofuð Paris Lats- is, segir: „Mig hefur alltaf langað til að vera prinsessa á þessum stóra degi og brúðkaup í Englandi myndi bjarga því. Mig langar mest til að gifta mig í St.Paul kirkjunni eða West- minster en ég þarf að skrifa konungsfjölskyldunni til að biðja um undanþágu því ég hef ekki réttindi til að gifta mig þar.“ Einnig segist Paris ætla að halda samkvæmi í Mi- ami og Los Angeles eftir brúð- kaupið fyrir útvalda gesti. 2 9 7 5 1 3 4 6 8 3 8 1 4 2 6 9 5 7 6 5 4 9 8 7 1 2 3 9 6 8 2 5 1 7 3 4 1 4 3 6 7 8 5 9 2 5 7 2 3 9 4 8 1 6 8 3 6 1 4 5 2 7 9 7 2 5 8 3 9 6 4 1 4 1 9 7 6 2 3 8 5 Su Doku - 2. gáta 5 8 1 9 7 3 5 4 8 3 1 8 3 2 1 6 7 4 5 1 5 9 3 8 1 2 4 6 8 3 Lausn 2. gátu verður að finna í þriðjudagsblaðinu Hvað segja stjörnumar? Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Tvíburar (21. maí-21. júní) AVog (23. september-23. október) $ Notaðu alla sköpunargáfu þína í daa til að koma skilaboðum þínum áleiðis. Þú verour að geta náð athygli fólks án þess að öskra á það. V Það verður andlegt yfirbragð í dag, með keim góðsemi. Góð blanda. $ Þú græðir meira á að tala heldur en vinna þessa dagana. Þig vantar heilmikið af hugmynd- um og þær munu fæðast þegar þú talar við vinnufélaga. Það væri líka stundum.gaman að hitta vinnufélagana utan vinnu V Það er margt að gerast í dag en þá á litið skylt við áhugamálin. Þess í stað blómstrar róm- antíkin sem aldrei fyrr. $ Fylgstu með næstu tískubylgju, jafnvei þó að þú hafir ekki trú á henni. Þú ert í góðri stöðu til að hafa áhrif. V Orkan er góð í dag og þú lýsir upp líf þeirra sem þú hittir. Af hverju ekki að hýta það og hringja í einhvern sérstakan. Hver veit hvað gæti gerst. Fiskar (19. febrúar-20. mars) g"% Krabbi (22. júní-22. júli) /fffc Sporðdreki (24. október-21. nóvember) S Þér finnst sem þú hafir allt á hreinu en vertu viss um að þú sert ekki of kotroskin/n við vinnufélagana. Þu þarft á þeirra hjálp að halda síðar meir. V Mundu að allt getur breyst. Það er ekkert endilega slæmt því eitthvað jákvætt fylgir alltaf breytingum. Þú átt von á miklum breytingum, fagnaðu þeim. $ Yfirmaður þinn virðist vera með nokkrar lausar skrúfur. Ekki slaka á í vinnunni því það gæti komið þér í bakið á þér. V Þér finnst lífið heldur yfirþyrmandi þessa dagana en þetta er dagurinn til að einbeita þér að frábæru sambandi við vini og fjölskyldu. S Varaðu þig á fjárfestingum í dag. Ekki taka neinar áhættur. Vertu varkár. 1F Freistingar birtast í alls kyns myndum en það er nákvæmlega það sem þær eru - freisting- ar. Þær verða aðeins að einhverju ósviknu ef þú vilt það. Vertu viss um mörk þín og gerðu það sem rétt er. Hrútur (21. mars-19. apríl) (23. júlí- 22. ágúst) Bogmaður Xígp (22. nóvember-21. desember) S Það er kominn tími til að taka til á vinnu- plássinu þínu. Vertu viss um að vita hvar allt þitt er. Hentu því sem þú þarfnast ekki. ♦ Þú gætir þurft að bíða eftir ástinni, þrátt fyrir að rólegheit sé ekki einn af þinum kostum. Reyndu að lita á þolinmæði sem áskorun. S Þrátt fyrir mörg verkefni skaltu samt gefa þér tíma til að tala við vinnufélaga og viðskiþta- vini. Það munu allir heillast og ný viðskiptasam- bönd munu skapast. Ef enginn hefur stungið upp á að fara út á lífið í kvöld þá skalt þú gera það. Bjóddu nokkr- um vinum heim og skemmtu þér. S Ekki hafa of litið að gera svo þér leiðist ekki. Ef þér dettur ekkert ( hug að gera búðu eitthvað til. Yfirmaður þinn verður ánægður með Þig. V Þú gætir verið að fara i sumarfri en það þýðír ekki að þú aetir tekið þér frí frá samþand- inu. I dag skaltu ragna ást þinni. Naut V| (20. apríl-20. mai) C!V Meyja (23. ágúst-22. september) Steingeit (22. desember-19. janúar) S Þú munt bjóða fram skynsamlegu lausn- ina þegar hennar er þörf. Haltu áfram að finna góðar lausnir, vinnustaðnum veitir ekki af. Og mundu eftir þessum degi þegar þú þarft launa- hækkun. V Það freistar þín að eyða miklum upphæð- um í skemmtilegt kvöld.^Reyndu að horfa í aur- $ Velgengni þín er í þínum höndum. Gerðu þitt besta og þá mun allt ganga þér í haginn. Stundum er heppnin með þér. V Það er gott að þú ert með ákveðnari per- sónum. Einbeittu þér að því að hugsa um sjalfan þig og láta góða hluti gerast í lífi þlnu. S Þú þarft að útskýra mál þitt óvenju mikið þegar þú talar við aðra. Gættu að orðum þín- um. V Þú ert ekki fyrir langar samræður þessa dagana. Þú metur einstakling sem kemur sér strax aö efninu. Samskipti þín í dag verða þýð- ingarmikil og upplýsandi.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.