blaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 22
mánudagur, 4. júlí 2005 I blaðið Argentína vann HM í U-20 Argentínumenn urðu á laugardag heimsmeistarar U-20 ára karlalands- liða í fótbolta. Argentínumenn sigr- uðu Nígeríumenn 2-1 í úrslitaleik á mótinu sem fram fór í Hollandi. Lionel Messi hinn bráðefnilegi leik- maður Barcelona skoraði bæði mörk Argentínu í úrslitaleiknum og komu þau bæði af vítapunktinum. Messi skoraði sigurmarkið 15 mínútum fyr- ir leikslok og varð hann markahæst- ur í keppninni með 6 mörk. Brasilía endaði í þriðja sæti á mótinu en liðið sigraði lið Marokkó 2-1 í leik um það sæti. ■ Zendentil Liverpool Hollenski vinstri kantmaðurinn Bou- dewjin Zenden mun í dag skrifa undir samning hjá Liverpool. Zenden sem er 28 ára gamall stóðst læknisskoðun og náði samkomulagi við Liverpool á laugardaginn en hann kemur frítt frá Middlesbrough þar sem samn- ingur hans var runninn út. Zenden sem er fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona á 54 landsleiki að baki fyr- ir Hollendinga og hefur hann skorað 7 mörk í þeim. ■ 16.sæti í golfinu ísland endaði í 16.sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi. ísland tapaði 4 -1 fyrir Finnum í leik um lö.sætið á Hillside vellinum í gær. ísland hafn- aði í síðasta sæti í B - riðli mótsins, tapaði öllum viðureignum sínum í holukeppninni. Heiðar Davíð Braga- son úr golfklúbbnum Kili í Mosfells- bæ var sá eini sem vann sinn leik í holukeppninni gegn Finnum. Eng- lendingar sigruðu mótið en þeir unnu Þjóðveija 6 -1 í úrslitaleik. Þetta var níundi sigur Englendinga á mótinu frá upphafi. ■ Roma má ekki kaupa ítalska fótboltaliðinu Roma hefur ver- ið bannað að kaupa nýja leikmenn í eitt ár af FIFA. Þessu greindi FIFA frá á fóstudag en úrskurðurinn er vegna umdeildra félagaskipta vam- armannsins Philippe Mexes frá Aux- erre til Roma í fyrrasumar. Er Mex- es fór til Roma sögðu forráðamenn franska liðsins Auxerre að leikmaður- inn hafi svikið samning sinn án síns leyfis og að Roma hafi hvatt hann til þess. Roma hefur þegar áfrýjað úr- skurði FIFA en óvíst er hvort Samuel Kuffour, Shabandi Nonda og Rodrigo Taddei fái leikheimild hjá liðinu þar sem liðið er nýbúið að semja við þá. Federer Wimbledon meistari þriðja árið í röð Roger Federer varð Wimbledon meistari í tennis í þriðja skiptið í röð þegar hann lagði Andy Roddick í úr- slitaleik mótsins í gær. Svisslending- urinn vann þægilegan sigur, tók öll þijú settin 6-2, 7-6 og 6-4 og er þar með kominn á stall með ekki ómerk- ari mönnum en Bjöm Borg og Pete Sampras sem hafa unnið Wimbledon að minnsta kosti þrisvar í röð. Borg vann mótið reyndar fimm sinnum í röð árin 1976-1980 og Sampras vann mótið árin 1993 til 1995 og 1997 til 2000. Federer átti frábæran leik og vann þarna sinn 21. sigur í röð í úrslitaleik en hann lagðist í jörðina og brast í grát áður en hann lyfti þessum glæsilega bikar skælbrosandi. „Ég var alveg upp á mitt besta, þetta var auðveld- ara en í annað skiptið" sagði Federer eftir leikinn. „Það vom miklar vænt- ingar bundnar við mig, Sampras var einn af mínum uppáhalds tennisleik- urum sem og Borg, að vera í þessum hópi er mjög sérstakt. Ég vona að þessu ljúki ekki eftir þijá!“ Roddick játaði sig sigraðan og átti einn draum heitastan: „Ég er alveg í skapi fyrir bjór núna“ sagði hann í gær. „Ég lagði mig allan fram og vildi svo sannarlega vinna en það er ástæða fyrir því að þessi gaur er best- ur. Hann er virkilega heilsteyptur leikmaður. Ég þarf kannski að kýla hann eða eitthvað, maður spyr sig“. Williams veldið heldur áfram Venus Williams varð svo Wimbledon meistari í kvennaflokki. Þetta var í þriðja sinn sem hún vinnur mótið en hún vann glæsilegan sigur á Lindsay Davenport í lengsta úrslitaleik í kvennaflokki í sögu Wimbledon móts- ins. Banda- ríkjahnát- an vann settin 4-6 7- 6 (7-4) og 9- 7 en Daven- port fékk tækifæri til að vinna leikinnítví- gang en það tókst ekki ogeftirtvær k 1 u k k u - stundir og 45 mínút- um betur var sigur- inn Williams sem vann Mariu Shara- povu í undanúrslitunum en hún var þáverandi Wimbledon meistari. Willi- ams vann mótið einnig árin 2000 og 2001 en systir hennar, Serena, vann mótið árin 2002 og 2003. Árin 2002 og 2002 urðu þær saman meistarar í tvíliðaleik. ■ Formúla 1: Alonso vann á Magny-Cours NAFN Framleiðandi Lokastaðan í Frakklandi 1 Femando Alonso 2 Kimi Ráikkönen 3 Michael Shumacher 4 Rubens Barrichello 5 JarnoTrulli 6 Nick Heidfeld 7 Mark Webber 8 Ralf Schumacher 9 Giancarlo Fisichella 10 David Coulthard 11 Juan Pablo Montoya Renault Mclaren-Mercedes Ferrari Ferrari Toyota Williams-BMW Williams-BMW Toyota Renault Red Bull Racing McLaren-Mercedes 1. Femando Alonso - Renault 6. Nick Heidfeld - Williams 2. Kimi Raikkonen - McLaren Mark Webber - Williams 3. Michael Schumacher - Ferrari 4. Rubens Barichello - Ferrari 5. JarnoTrulli-Toyota 8. Ralf Schumacher-Toyota 9. Giancarlo Fisichella - Renault 10. David Coulthard - Red Bull Fernando Alonso varð um helgina fyrsti ökumaður Rena- ult sem vinnur heimakeppni liðsins frá árinu 1983 þegar hann ók örugglega til sigurs á Magny-Cours brautinni í Frakklandi. Alonso sem hef- ur forystu í stigakeppni öku- manna leiddi keppnina frá fyrsta hring til enda og lauk hann keppni 12 sekúndum á undan Kimi Raikkonen. Hinn finnski ökumaður McLaren var þrettándi á ráspól en náði að vinna sig upp í annað sæti með góðum akstri. Félagi hans hjá McLaren, Juan Pablo Montoya náði ekki að klára keppnina en hann fell úr keppni eftir 46 hringi. Heimsmeistarinn Michael Schumacher varð þriðji á Ferrari fák sínum og Jenson Button fékk sín fyrstu stig á tímabilinu en hann lauk keppni í fjórða sæti. Það var ekki auðvelt fyrir liðin að ákveða hvaða dekk skyldi nota og hvenær skyldi taka þjónustuhlé en hitinn á brautinni fór yfir 50 gráður. Alonso stoppaði þrisv- ar og tók frekar lítið bensín í hvert skipti og þessi áætlun skilaði liðinu sætum sigri. Alonso ánægður með sigurinn Þúsundir stuðningsmanna Rena- ult kvöttu Alonso til dáða sem var að vonum ánægður eftir keppnina: „Þetta var virkilega gott. Bíllinn var enn og aftur einstaklega góður og við vorum mjög erfiðir við að eiga frá fyrsta hring. Síðustu 10 hringirnir voru lengi að líða. Mig langaði bara til að komast yfir línuna og njóta sig- ursins með liðinu og áhorfendastæð- inu gegnt viðgerðarsvæðinu þar sem mikill meirihluti studdi Renault." Staðan í keppni ökumanna 16 liða úrslit B karla | Mánud. 4. og þriðjud. 5. júlí Fylkir sigraði í Eyjum Fylkir vann góðan 3-0 útisigur á ÍBV í 9.umferð Landsbankadeildar karla á laugardaginn. Björgólfur Takefusa kom Fylkismönnum yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 í leikhléi. Viktor Bjarki Arnarsson bætti við öðru marki Fylkis og Björgólfur skoraði annað mark sitt og þriðja mark liðsins undir lok leiksins og innsiglaði þar með 3-0 sigur. Páll Hjarðar vamarmaður ÍBV fékk rauða spjaidið í leiknum og verður hann því í leikbanni í næsta leik Eyjamanna sem er gegn Njarðvík í Visa-bikarnum annað kvöld. Fylkismenn eru í 4.sæti deildarinnar með 14 stig, stigi á eftir Keflavík sem er í þriðja sæti. Eyjamenn eru hinsvegar í næstneðsta sæti eftir fyrri umferðina með 6 stig og þurfa þeir að bæta leik sinn ætli þeir sér að forðast fall niður í l.deild. Dregið í körfunni í gær var dregið í Europe Cup Chal- lenge eðaÁskorendabikarkeppni Evr- ópu í körfubolta. Þær breytingar hafa átt sér stað í keppninni að nú er leikið í átta þriggja liða riðlum. Segja má að styrkleiki Evrópukeppni FIBA hafi aukist enda er nú aðeins 3 keppnir í boði, en þær hafa hingað til verið 4. Keppnin er ekki lengur deildar- skipt, heldur er það nú svo að tvö efstu lið hvers riðils komast áfram og spila næst í fjögurra liða riðli gegn liðum sem einnig komust upp úr sín- um riðli. Keflavík dróst í riðli með finnska liðinu Lappeenranta NMKY og úkraínska liðinu Sumihimprom Sumy. Þau tvö lið sem fara upp úr þessum riðli geta mætt CAB Madeira Funchal frá Portúgal, Bakken Bears frá Danmörku og Tulip Den Bosch frá Hollandi í næsta riðli. VISA bikarinn í kvöld í kvöld hefjast 16-liða úrslit í VISA bikar karla í knattspyrnu með þrem- ur leikjum. Á Víkingsvelli kemur KR í heimsókn í einum af mest spenn- andi leik vikunnar. Víkingar eru í öðru sæti í 1. deildinni en KR er í fimmta sæti í Landsbankadeildinni og er ljóst að spennandi rimma er framundan. Valsmenn taka á móti spræku liði Hauka á Hlíðarenda en fyrirfram er búist við öruggum sigri Valsmanna en Haukar eru sýnd veiði en ekki gefin og hafa oft á tíðum sýnt mjög góða takta í 1. deildinni. Annar stórleikur er svo á Akranesi þar sem efsta lið 1. deildarinnar, Breiðablik, kemur í heimsókn. Kópavogsliðið er að rúlla upp deildinni og hafa sjö stiga forskot á Víkinga en ÍA hafa átt misjöfnu láni að fagna í Lands- bankadeildinni. AUir leikimir hefj- astklukkan 19:15.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.