blaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 16
mánudagur, 4. júní 2005 I blaðið Garðyrkjufélag Islands - hönd á plóg í 120 ár GARÐAR Heimir Janusarson Ég fer í fríið Heyrst hefur að margt venjulegt fólk fari í frí á þessum órstíma, sem sagt yfir hábjargræðistímann, og að eng- inn sé eftir heima til að hugsa um grænu álmuna á heimilinu. Hvað er þá til ráða? Hvernig get- um við skilið við garðinn með góðri samvisku meðan við höldum í fríið? Til eru ýmis ráð, svo sem að slá grasið vel og snöggt þannig að það verði ekki vaxið manni yfir höfuð þegar sumarfríinu er lokið og maður verði ekki að bjóða sláttinn út ó evr- ópska efnahagssvæðinu. En þá kemur að stofublómunum. Ekki dugar að vökva hressilega áð- ur en farið er að heiman og vona hið besta í þrjár vikur. Það sem hefur reynst mér best er að koma öllum gluggablómum úr beinni sól, t.d. með því að færa þau niður á gólf, og láta þau standa í ofnskúffu fullri af vatni. Það ætti að duga í einhvem tíma, ég tala nú ekki um ef lækkað er vel á öllum ofnum í íbúðinni til að lækka stofuhitann. Svo eru til alls konar sniðug ráð, eins og að láta blómin standa við hliðina á dollu með vatni, leggja dagblaðsstrimla úr dollunni yfir í blómapottinn og láta pappírinn flytja vatnið á milli hægt og sígandi - en það á frekar við einhveij ar algj ör- ar dekurplöntur. Passið að allt dótið standi á einhveiju sem þolir að nokkr- ir vatnsdropar falli á það því það er dólítið fúlt að fó bletti á parketið eða teppið vegna sumarfría. Það getur verið snúnara að gera eitthvað svipað við útipotta og blóma- körfur en prinsippið er það sama - reyna að koma þeim í skugga eða úr beinni sól, og reyna að semja við nágrannana um að þeir svali þorsta nágrannaplantna gegn greiðslu af sama meiði seinna. Þetta virkar líka vel sem „nágranna“gæsla, ég tala nú ekki um ef nágranninn sæi um stofu- blómin líka. Matjurta- og salatbeð- in, sem eru í bragga eða skýli, þarf að gæta vel að. Skiljið braggann eða skýlið eftir hálfopið og tryggið að það fjúki ekki upp. Einnig þarf að gæta þess að það lokist ekki. Þá verður allt- of heitt inni í skýlinu og allt þornar og skemmist og heimkoman verður döpur. Það væri rétt að taka allar klárar og fullvaxnar nytjajurtir og gefa nágrönnunum áður en maður fer í fríið - til að tryggja rétta viðmót- ið. Svo er til gott ráð: Vilji ungling- urinn á heimilinu ekki koma með í fríið, eða verði hann að halda sig heima og vinna fyrir síma, tölvu og bflalánum, er upplagt að setja honum fyrir vökvunarverkefni. Þannig vinn- ur hann upp í uppihaldskostnað og lærir að ekkert vex upp af engu - og fræðist kannski aðeins um býflugurn- ar og blómin í leiðinni. Verkefhi vikunnar: Fara og vera í fríi og njóta þess að vera til, það má alltaf redda sér nýjum plöntum ef allt klikkar. Frá plöntuskiptamarkaði á 120 ára afmælishátíð Garðyrkjufélagsins í Grasagarðinum 26 maí sl. Garðyrkjufélagið var stofnað 26. maí árið 1885. Það er félag áhugafólks um garðyrkju í landinu, sem stendur fyr- ir ýmiss konar opinni starfsemi allan ársins hring. „Félagið er upphaflega stofnað til að kenna fólki að rækta matjurt- ir til forvarnar við skyrbjúg og öðr- um sjúkdómum,” segir Jóhanna B. Magnúsdóttir,fram- kvæmdastjóri Garðyrkjufé- lagsins.,J3á- verandi landlækn- ir, Georg Schier- beck, var aðalhvata- maður til stofnunar félags- i n s því það var beinlínis nauðsynlegt að þjóðin fengi næringu. Eftir því sem hagur þjóðarinnar fór að vænkast fór Garðyrkjufélagið í auknum mæli að hugsa um fegurðar- sjónarmið og starfsemin hefur smám saman hallast að þeim. Núna er þó aftur vaknaður heilmikill áhugi um matjurtarækt meðal félagsmanna.” Margþætt markmið Jóhanna segir markmið félagsins fyrst og fremst vera að fræða lands- menn um garðyrkju og þá þætti sem fólk þarf að kunna til að geta ræktað eigin garð. Jóhanna B. Magnúsdótt- ir, framkvæmdastjóri Garðyrkjufélagsins. Ikomin í úmtl'h Við bjóðum þér upp á: # mikið úrval trjáa og runna, fjölærra plantna og harðgerra sumarblóma # plöntumar í matjurtagarðinn • mold, áburð, ker og potta # góða þjónustu og faglega ráðgjöf Næg bílastœði S7*RÐ Rcykjancibraut GRÓÐRARSTÖÐIN ST#RÐ Dalvegi 30 - Kópavogur - Sími 564 4383 Fax 568 6691 - stord@centrum.is Komdu i Gróðrarstöðina Storð og njóttu svo sumarsins i litríkum blómagarði heima. ■ ■ u yuiuuoiwuuii viui ujri njuiuiuv^on 10 „ Þ e s s i g r æ n a ásýnd, sem fæðst hef- ur um alla Reykjavík, er kannski ekki síst félögum í Garðyrkju- félaginu að þakka. Þótt það sé ef til vill ekki allt beinn verknaður Garðyrkjufélagsins þá smitar það t.d. út frá sér þegar einn félagsmaður í götunni er með fallegan og vel hirtan garð - þá vilja nágrannarnir feta sömu leið.” Félagið stendur fyrir margs kon- ar starfsemi sem stendur öllum op- in. „Við byrjuðum á garðagöngum í fyrra, sem hafa fest sig í sessi, og í ár verða þær annan hvern miðvikudag í allt sumar. Þá er gengið um ákveð- in hverfi og skoðuð bæði opin svæði og einkagarðar. Yfirskriftin á næstu göngu er Jlósagangan mikla í Mos- fellsbæ“. Garðagöngurnar hafa not- ið vaxandi vinsælda og voru um 45 manns í síðustu göngu en veðurfar getur bæði verkað letjandi og hvetj- andi á göngumenn." Lærðir og leiknir Félagið hefur gefið út ársrit sitt, Garð- yrkjuritið, samfellt í 110 ár og í því er merkur fróðleikur og ýmsar áhuga- verðar greinar. Sjö sinnum á ári gef- ur félagið út fréttabréfið Garðinn og flytur fréttir af því helsta sem gerist innan félagsins, en að auki hefur það staðið að útgáfu margra fræðibóka og uppflettirita. Þrátt fyrir það segir Jó- hanna jafnvægi vera á milli lærðra og leikna félagsmanna. „Það er alltaf fræðslufundur í hverj - um mánuði yfir vetrartímann. Síð- asta vetur komu að jafnaði saman um 70-100 manns á hverjum fundi. Kaffi- tímarnir eru þó yfirleitt ekki nógu langir því það þarf jú alltaf að kjafta um áhugamálin. Því erum með þrjá klúbba innan félagsins, matjurta-, sumarhúsa- og rósarklúbb, og það er meiri friður til að spjalla þar. Garða- skoðunin er eins konar árshátíð fé- lagsins. Þá hafa jafnt félagar sem ut- anaðkomandi garðáhugamenn opnað garða sína fyrir okkur og lofað okkur að skoða einn sunnudagseftirmiðdag. Þá eru nokkur hundruð manna sem koma í garðana og skoða. 10. júlí eru t.d. opnir sérstaklega fallegir garðar í Keflavík og Njarðvík.” Að góðum notum Garðyrkjufélagið hefur tekið þátt í garðyrkjusýningum hér á landi og heimsótt aðrar erlendis. Skipulagðar fræðslu- og skoðunarferðir, bæði inn- an- og utanlands, eru farnar annað til þriðja hvert ár. Félagið gefur einnig út sérstakan pöntunarlista yfir haust- og vorlauka en þar er úrval mikið og hafa félags- menn verið duglegir að panta af hon- um til að prófa nýjar tegundir. Síðan hafa verslanir tekið við að selja þær þegar komin er reynsla á ræktun þeirra. Árlega er gefinn út frælisti fyr- ir félaga með um 1.000 tegundum og yrkjum sem hægt er að panta af. Fjöl- margir félagar Garðyrkjufélagsins safna fræjum í eigin garði, hreinsa þau og senda félaginu, sem svo ann- ast dreifingu á fræinu. Góð ráð garðyrkju fræðingsins

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.