blaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 14
blaöiú—
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjómarformaðun Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri:
Kari Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar:
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-3701.
Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar®
vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Prófessorinn og hvítflibbabrotin
Síðastliðinn fóstudag gaf embætti ríkislögreglustjóra út ákæru á hend-
ur sex einstaklingum sem á umliðnum árum hafa komið að rekstri og
endurskoðun Baugs hf. Fjölmiðlar hafa um helgina keppst um að segja
fréttir af þessu þó engin þeirra hafi ákæruna undir höndum og viti því í
raun ekki hvert sakarefnið er.
Einn hinna ákærðu sendi fjölmiðlum, áður en vitað var um útgáfu
ákæranna, afrit af bréfum, sem hann hafði skrifað ríkislögreglustjóra
ásamt álitsgerð sem prófessor Jónatan Þórmundsson samdi hinn 8. júní
sl. fyrir lögmannstofu Hreins Loftssonar hrl. stjórnarformanns Baugs
hf.
Stjómarformaðurinn hefur í viðtölum við fjölmiðla lýst prófessor Jón-
atan Þórmundssyni sem fremsta refsiréttarfræðingi landsins. Mátti
skilja orð stjórnarformannsins sem svo að í raun þyrftu dómstólar ekki
að fjalla um refsimálið, prófessor Jónatan Þórmundsson hefði þegar sýnt
fram á að í málatilbúnaði ákæruvaldsins stæði ekki steinn yfir steini.
Þá hefur stjórnarformaðurinn sagt að málatilbúnaður ákæruvaldsins sé
í raun með öllu óskiljanlegur, þar sem Baugur hf. hafi vaxið og dafnað
ótrúlega undir stjórn þeirra sem ákærðir eru.
Það væri sannalega gott fyrir sexmenningana og fjölskyldur þeirra,
að Jónatan Þórmundsson prófessor hefði rétt fyrir sér í þetta sinn þegar
að hinum svokölluðum hvítflibbabrotum kemur og hann þarf að beita
þekkingu sinni í refsirétti á raunveruleg tilvik hins daglega lífs.
Þetta er sagt vegna þess að engum handhafa ákæruvalds hér á landi
hafa verið jafn mislagðar hendur á vettvangi refsivörslu hvítflibbabrota,
eins og reyndin er með prófessor Jónatan Þórmundsson.
í hinu svokallaða Hafskipsmáli sem rannsókn hófst á í kjölfar gjald-
þrots félagsins hinn 6. desember 1985, gaf prófessor Jónatan Þórmunds-
son út tvær ákærur á hendur sautján einstaklingum 1988. Ákærurnar
geymdu 10 kafla með fjölda undirliða og taldi prófessor Jónatan Þór-
mundsson hina ákærðu hafa m.a. gerst seka um rangfærslu skjala,
skjalafals, fjárdrátt, flársvik, skilasvik, brot á lögum um hlutafélög, end-
urskoðun, bókhald og reikningsskil og brot í opinberu starfi.
Tæpum fimm árum eftir að rannsókn hófst féll dómur í héraði. Dóm-
urinn sýknaði 14 hinna ákærðu. Jónatan Þórmundsson lét í kjölfarið af
störfum sem sérstakur saksóknari. Eftirmaður hans skaut málinu til
Hæstaréttar að því er varðaði fjóra hinna ákærðu. Hinn 5. júní 1991,
eða tæpum sex árum eftir að rannsókn hófst, lauk refsiþætti Hafskips-
málsins með dómi Hæstaréttar íslands. Hæstiréttur sýknaði stjórnend-
ur Hafskips hf. og endurskoðanda af meginþorra þeirra brota sem Jón-
atan Þórmundsson hafði talið þá hafa gerst seka um meðan þeir höfðu
komið að rekstri og endurskoðun Hafskips hf.
Hreinn Loftsson hrl. stjórnaformaður Baugs hf. fékk álitsgerð prófess-
ors Jónatans Þórmundssonar ekki til þess að leiða hið sanna og rétta
í ljós heldur til þess eins að hafa áhrif á fjölmiðlaumræðu um væntan-
legt refsimál og það hefur tekist. Prófessor Jónatan Þórmundsson er
nú bara eitt hjól undir áróðursvagni Baugs hf; spunameistari en ekki
prófessor. Álit prófessors Jónatans Þórmundssonar skiptir engu máli
fyrir niðurstöðu væntanlegs refsimáls. Það eitt skiptir máli að sexmenn-
ingarnir eru í það minnsta saklausir þar til endanlegur dómur hefur
fallið. Vonandi þurfa þeir ekki að bíða jafnlengi hins endanlega dóms og
fórnarlömb prófessors Jónatans Þórmundssonar í Hafskipsmálunum.
Það væri synd.
f
Ertu á hraðferð?
Bílaapótek - lyfin beint í bíiinn - Hröð afgreiðsla
Opið kl. 10-24 alla daga vikunnar
Eirmig mnangengt apótek sem er opið mánudaga til laugardaga kl. 10-19.
Lyfjaval lyll)>
ggmimi
mánudagur, 4. júlí 2005 I blaðið
Ertu fréttaefni morgundagsins?
- umferðarslys kosta 14-18 milljarða á ári
Nú fer í hönd einn mesti ferðatími
ársins. Mjög margir ferðast um land-
ið í júlí og ágúst og þá eykst hættan
á vegum landsins, sem ekki eru allir
gerðir til að taka við þeirra miklu
umferð sem um þá fer á mestu álags-
tímunum, sérstaklega eftir að allir
vöruflutningar og þungaflutningar
færðust á vegina.
Spurningin hér að ofan er ein af
spurningum Umferðarstofu til öku-
manna á vegum landsins í sumar.
Verið er að auka eftirlit með öku-
mönnum og auka löggæslu. Hvatning-
ar- og varnaðarorð eru hengd á borða
á fjölfórnum leiðum. Þetta er ágætis
viðleitni en það þarf meira til sporna
við umferðarslysum.
Fækkum slysum - náum mark-
miðum okkar
Við verðum að beita öllum ráóum
til að ná þeim markmiðum sem við
höfum sett okkur í fækkun umferðar-
slysa. í heilbrigðisáætlun til ársins
2010 setjum við okkur þau markmið
að fækka slysum um 25% og banaslys-
um um sömu prósentutölu. Hér er
ekki eingöngu átt við umferðarslys.
Þar kemur fram að kostnaður sem
hlýst af umferðarslysum sé 14 - 18
milljarðar króna á ári. Það er 60%
af því sem kostar að reka Landspít-
ala - Háskólasjúkrahús, sem er 5000
manna vinnustaður.
Afleiðingar slysa eru ekki aðeins
kostnaður og vinnutap fyrir samfélag-
ið heldur einnig glötuð æviár, örkuml
og þjáningar. Okkur hefur nokkuð
miðað í þessum efnum en betur má
ef duga skal. í umferðaröryggisáætl-
un til ársins 2012 er markmiðið að
fækka banaslysum og öðrum alvarleg-
um umferðarslysum um að minnsta
kosti 40% fyrir árið 2012. En mark-
miðið ætti auðvitað að vera að engin
umferðarslys væru af mannavöldum
hér á landi. Við höfum sett okkur
óraunhæfari markmið, svo sem ís-
land án eiturlyíja árið 2002!
ísland með flest banaslys í
umferðinni
Umferðaröryggismál eru ekki aðeins
samgöngumál heldur ekki síður mik-
ilvægt heilbrigðismál. Stjómmála-
menn hafa ýmsar leiðir til að sporna
við þessum slysum og eiga að nýta
þær. Ökumenn og vegfarendur bera
líka ábyrgð í þessum efnum, - hér eru
dýrmæt mannslíf í húfi.
í skýrslu Umferðarstofu um um-
ferðarslys á landinu í fyrra segir að
í samanburði við önnur Norðurlönd
séu flest banaslys í umferðinni á
íslandi miðað við höfðatölu. Þetta
megum við ekki að sætta okkur við.
Hvað er gert annars staðar á Norður-
löndum sem við getum lært af til að
ná þeim markmiðum að útrýma um-
ferðarslysum af mannavöldum? Við
gætum t.d. tekið Norðmenn okkur til
fyrirmyndar, en þeir láta vegafram-
kvæmdir sem eru arðbærar og auka
umferðaröryggi ganga fyrir. Ef við
gerðum það værum við hætt við hin
óarðbæru Héðinsfjarðargöng og hefð-
um sett þá peninga sem við það spör-
uðust í að bæta vegakerfið á suðvest-
urhomi landsins, þar sem umferðin
er mest og slysin em flest.
Ekki bara tölur á blaði
Það sem af er árinu 2005 hafa 13
manns látist í umferðinni hér á landi.
Ef litið er til banaslysa í umferðinni
frá ársbyrjun 2001 til dagsins í dag
þá hafa 112 manns látist í bílslysum
hér á landi, eða um 25 manns á ári
að meðaltali. DV gerði úttekt á bana-
slysunum í umferðinni á þessu tíma-
bili um helgina. Við að skoða hana er
ljóst að langflest umferðarslysin eru
á suðvesturhorni landsins. En tölur
um banaslys eru ekki bara tölur á
blaði.
Á bak við hvert banaslys er harm-
leikur og mikil sorg margra, foreldra,
barna, ættingja og vina. Harmleikur
sem koma má í veg fyrir ef við tökum
öll höndum saman og leitum allra
leiða til að fækka banaslysum.
Um 2000 slösuðust í bílslysum
2004
Umferðarslysin valda ekki aðeins
dauða, því mjög margir slasast í um-
ferðinni á ári hveiju. I fyrra slösuðust
um 2000 manns í um-
ferðinni hér á landi,
misjafnlega mikið að
vísu, en kostnaður
heilbrigðiskerfisins er
ærinn vegna þessara
slysa, auk þess sem lík-
amstjón er hræðilegt
áfall fyrir hvern og
einn sem í því lendir
og íjölskyldu hins
slasaða. Sem betur
fer eigum við frábært
heilbrigðiskerfi og
heilbrigðisstarfsfólk
sem hefur komið
mörgum þeirra sem
slasast hafa alvarlega út í lífið aftur,
en ekki eru allir svo heppnir. Oft er
það svo að þeir sem í umferðarslysum
lenda líða vegna afleiðinga þeirra
alla ævina.
Hvað er til ráða?
Alvarlegustu umferðarslysin eru
í dreifbýlinu, samkvæmt skýrslu
Umferðarstofu. Þar segir að við
akstur úr þéttbýli í dreifbýli aukist
hraðinn. Hvernig er best að sporna
við þessu og fylgjast með hraðakstri
á þjóðvegum? Geir Jón Þórisson
yfirlögregluþjónn í Reykjavík lagði
til í blaðaviðtali nýverið að við
færum að dæmi Norðmanna og
settum upp eftirlitsmyndavélar á
íjölfórnum vegum til að fylgjast með
hraðakstri. Þær tækju myndir af þeim
ökumönnum sem ækju yfir ákveðnum
hraða og þeir yrðu sektaðir í kjölfarið.
Ég tek undir með honum. Ég tel
að almenningur sé þessu almennt
sammála í ljósi þess að það yrði gert
til að auka umferðaröryggið og fækka
slysum. Norðmenn hafa náð góðum
órangri með þessari leið. Oft virðist
þurfa að koma við buddu ökumanna
til að hafa áhrif á aksturslagið.
Þetta gæti verið einn þáttur
í að nó markmiðum okkar í
umferðaröryggismálum.
Mannslíf í forgang
Við stjórnmálamenn fjöllum um
fjárveitingar til umferðar- og
vegamála á Alþingi. Þar er ákveðið
hvernig fé til málaflokksins
skiptist hveiju sinni. Við þingmenn
Samfylkingarinnar í Reykjavík og
á suðvesturhorni landsins höfum
gagnrýnt hvernig stjórnvöld hafa
ráðstafað því fé sem er til skiptanna.
Þar hefur höfuðborgarsvæðið verið
mjög afskipt þó svo að framkvæmdir
þar séu mun arðbærari en annars
staðar á landinu.
í samgönguáætlun 2005
- 2008 segir m.a. um verkefnin á
höfuðborgarsvæðinu að á því svæði
sé þjóðvegaumferð langmest og slys
tíðust. Þar hafi þörfin fyrir úrbætur
vaxið ört á undanfórnum árum og
ýmsar kostnaðarsamar aðgerðir séu
þar aðkallandi. Áhöfuðborgarsvæðinu
sé unnt að fækka umferðarslysum
mest.
Þetta segir samgönguráðherra í
áætlun sinni.
Höfuðborgarsvæðið afskipt hjá
ríkisstjórninni
En tekur ráðherrann og félagar hans
mark á þessum orðum? Nei, því miður
hvorki hann né aðrir stjórnarliðar.
Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á
Alþingi tóku ekki tillit til þessara
staðreynda þegar þeir samþykktu
samgönguáætlunina og þar með
skiptingu vegaíjár. Af
rúmlega 31 milljarði
króna sem verja á
til vegamála á þessu
tímabili fara aðeins
um 6,8 milljarðar til
höfuðborgarsvæðisins
eða um 21,9%. Svona
skiptir stjónarliðið
skattpeningunum
þrótt fyrir að 2/3
íbúa landsins búi á
þessu svæði, en 1/3 á
landsbyggðinni. Það
er kominn tími til að
kjördæmapoti linni
í þessum efnum og
vegafé sé skipt með heildarhagsmuni
landsmanna í fyrirrúmi. Löngu er
tímabært að breyta þessu gamaldags
fyrirkomulagi og þeirri skiptingu
sem nú ríkir. Gleymum því ekki að
vegabætur á höfuðborgarsvæðinu
eru í þágu allra landsmanna, en ekki
aðeins íbúanna þar. Setjum mannslíf
í forgang.
Samtaka náum við árangri
Við verðum að efla baráttuna gegn
hrað- og ölvunarakstri með öllum
ráðum. Spennum beltin, ökum
varlega, aukum fræðslu til ökumanna
um umferðaröryggismál og aukum
eftirlit lögreglu með því að farið sé
að lögum og reglum. í ljósi þess að
ungir ökumenn lenda oftar í slysum
en aðrir þarf að bæta ökukennslu,
þjálfun og æfingar. Ef við erum
samtaka getum við náð árangri. Við
berum öll ábyrgð.
Ásta R. Jóhannesdóttir
alþingismaður.
M-------------
Á bak við hvert
banaslys er
harmleikur
og mikil sorg
margra, foreldra,
barna, ættingja
og vina.
Útsalan í fullum gangi!
IVýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi
Sími 554 4433
Opnunartími
mán - íöst. 10-18
laugardaga 10-16