blaðið - 18.07.2005, Side 4

blaðið - 18.07.2005, Side 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2005 blaöiö augnáblikinu iimftrmfn Dreifingarsvceði Blaðsins stækkar Árborg og Reykjanesbær bæt ast í hóp þeirra sem fá Blaðið Þyrla og varðskip finna þrjá laxa Frá og með deginum í dag geta íbúar Reykjanesbæjar, Selfoss og Hveragerðis nálgast Blaðið á völdum stöðum í við- komandi bæjarfélögum. Þetta er fyrsta skrefið í aukinni dreifingu á Blaðinu út fyrir höfuðborgarsvæðið, en stefnt er að dreifingu á flestum stærstu þéttbýl- isstöðum landsins á næstu mánuðum. í þessum áfanga verður Blaðinu dreift í helstu stofnanir, verslanir og bensín- stöðvar í viðkomandi sveitarfélögum og geta íbúar þeirra og aðrir sem eiga leið um nálgast það á þeim stöðum. Um er að ræða dreifingu á 2-3000 eintökum á degi hverjum. „Mikið hefur verið spurt um Blaðið á þessum og öðrum stöðum í kringum landið og munum við því bæði auka og þétta dreifinguna á næstu mán- uðum,“ að sögn Karls Garðarssonar rit- stjóra. „Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð á fyrstu mánuðum útgáfunnar og könnun Gallup staðfestir að við erum á réttri leið. Við settum okk- ur ákveðin markmið í upphafi og þau hafa öll náðst og gott betur.“ fbúar Reykjanesbæjar, Selfoss og Hveragerðis eru boðnir velkomnir í hóp lesenda Blaðsins. Stærri fyrirtæki á þessum stöðum, sem fá Blaðið ekki sent til sín í dag, en hafa áhuga á því, er velkomið að hafa samband við Blaðið í síma 510-3700 og er reynt að verða við sem flestum óskum. Verðbréfasalar varkárir deCode hækkar mikið Tvö laxanet fundust viö eftirlit Land- helgisgæslunnar Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunn- ar, TF-SIF, aðstoðaði lögregluna á fsafirði við laxaeftirlit á dögun- um. Flogið var um Hornstrandir og leitað að ólöglegum netum. Tvö fúndust og voru þau gerð upptæk ásamt afla. í netunum voru samtals þrír laxar. Áhöfn varðskipsins Óðins kom til aðstoð- ar þegar netin voru tekin upp. Gengi hlutabréfa í deCode Genetics, móðurfyrirtæki íslenskrar erfðagrein- ingar hefur tvöfaldast á skömmum tíma og hækkaði enn á föstudag. Hækk- unin nam 3,75% og er gengi bréfanna nú 9,75. Þetta er langt frá því gengi sem margir keyptu bréfin á um aldamótin þegar gengið fór í rúma 60 dollara á hlut á gráa markaðnum hér heima. Er- lend verðbréfafyrirtæki hafa mælt með kaupum á bréfum deCode, en innlendir verðbréfasalar sem Blaðið talaði við í gær eru varkárari í yfirlýsingum sínum þessa dagana. Þeir segja að mikil óvissa sé um fyrirtækið og benda á að flökt sé á gengi þess. Þannig má benda á að hlut- urinn seldist á aðeins 1,60 dollara í lok september 2002. f febrúar árið 2004 var hann hins vegar kominn í 13,20 dollara á Nasdaq. Gengið nú er í hærri kantin- um, ef litið er á þann tíma sem liðinn er síðan að bréfln voru skráð í Bandaríkj- unum. Oftast hefur það verið skráð á 5-7 Bistro garðhúsgagnasetl Borð og tveir stólar kr. 12.900,- Oxford garðhúsgagnasett Borð og fjórir stólar kr. 18.900,- WindsorgarðhúsgagnosetLBorðogsexstólarkr.59.900,- Londongarðhósgagnasett.Borðogfjórirstólarkr. 118.900- dollara, nokkrum sinnum farið upp fyr- þar hafa verið gerðar nokkrar uppgötv- irhærritölunaenjafnhraðanlækkað aft- anir sem auka mönnum bjartsýni. ur. Menn binda hins vegar miklar vonir við að við lyfjaþróun fyrirtækisins, en Stelpur skulu sigra RÚV Stöð 2 hefur lagt í stórvirki sem virðist eiga að grafa undan þeirri hálfgerðu einokun sem Ríkisútvarpið hefur haft í stofum landsmanna á laugardagskvöld- um að veturlagi. Hafnar eru tökur á Stelpunum sem að sögn Óskars Jónassonar leikstjóra verða á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöld- um um níu leitið næsta haust en það er einmitt sá handritin, framleiðsla er í höndum eins stærsta fyrirtækisins á því sviði hérlend- is og leikstjórn er í höndum mannsins sem endurlífgaði áramótaskaupið, Skara Skrípó. J J ........ Spaugstofan hefur hrapað í áhorfi Óútreiknanlegt grín Óskar Jónasson leik- stjóri segir að Spaugstofan og Stelpurnar séu í raun ekki sambærilegir þættir. tími sem Spaugstofan hefur „Spaugstofan er með öðru hingað til „átt“. Öllu verður tjaldað Stjórnendur á Lynghálsinum hafa lengi litið Spaugstofuna hornauga og leitað leiða til að velta henni úr sessi sem vin- sælasta sjónvarpsefni á Islandi. Nú lítur hins vegar út fyrir að Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, sé búinn að fá nóg og ætli Stelpunum það hlutverk. Öllu verður til tjaldað, nokkrar þekkt- ustu leikkonur landsins fara með aðal- hlutverk, um tíu manns sjá um að skrifa sniði, hún er fréttatengd og skotin jafnóðum meðan við förum ekki inn á þá deild, heldur verð- um meira með óútreiknanlegt grín um hið daglega líf.“ Vinsældir Spaugstofunnar hafa dal- að töluvert undanfarin ár og er nú svo komið að í síðustu Gallupkönnun mæld- ist rétt rúmlega 45% áhorf miðað við tæp 70% tveimur árum áður. Helst má marka fækkun hjá áhorfendum á aldrin- um 12 - 30 ára en áhorf í þeim flokki hefur hrapað úr u.þ.b. 50% í tæp 20%. Líkamsárás fyrir vestan Ungur karlmaður var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahúsið á ísafirði í fyrrinótt, eftir að tveir menn höfðu ráðist á hann með hnefahöggum og spörkum. Að sögn lögreglunnar á Isafirði voru árásarmennirnir á þrítugsaldri, en þeir voru handteknir og gistu fangageymslu um nóttina. Ástæða árásarinnar er ókunn. Mikill erill var hjá lögreglunni á Isafirði í fyrrinótt og gistu alls fjór- ir fangageymslur um nóttina. Ölvaður maður stal bíl í fyrrinótt handtók lögreglan í Bol- ungarvík ungan karlmann sem ók stolnum fólksbíl á staur á Djúpa- vegi við brúna yfir Ósá, skammt frá Bolungarvík. Maðurinn var ölvaður þegar atvikið átti sér stað og gisti hann fangageymslur um nóttina. Mikið mildi þykir að hann hafi ekki slasast við atvikið, en hann hafði ekki spennt bílbelti þegar lagt var í ferðalagið. Bílvelta við Kópavogslæk Á þriðja tug ökumanna voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi frá laugar- dagsmorgni þar til seinnipartinn í gær. Sá sem hraðast ók var tekinn á 150 km. hraða þar sem hámarks- hraði er 90. Þá missti ökumaður stjórn á bíl sínum um miðnætti á laugardag með þeim afleiðing- um að bíll hans valt. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er mikið skemmdur. Lögreglan í Kópavogi vill hvetja ökumenn til að virða reglur um hámarkshraða, sem og að spenna beltin. Ökumenn nyrðra farn- ir að hægja á sér Nokkur erill var hjá Lögreglunni á Akureyri um helgina. Seinnipart- inn í gær höfðu 13 verið teknir í um- dæminu fyrir of hraðan akstur yf- ir helgina. Að sögn lögreglumanns á vakt verða þeir á svæðinu þó var- ir við að ökuhraði hefur minnkað nokkuð, og er það rakið til átaks gegn hraðakstri sem stendur yfir um þessar mundir. Tvö umferðaróhöpp og eitt innbrot Á laugardagsmorgun fór öryggis- kerfi í gang í Lindinni við Leirár- veg á Akurey ri. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar tveir innbrots- þjófar við iðju sína, sem voru hand- teknir á staðnum. Þeir voru látnir sofa úr sér í fangageymslu, en var sleppt að lokinni yfirheyrslu í gær. Tvö umferðaróhöpp urðu nyrðra um helgina. Annarsvegar var útafakstur á Ólafsfjarðarvegi við Hörgárbrú en hinsvegar missti bílstjóri stjórn á bifreið sinni á Ak- ureyri, keyrði upp á umferðareyju, á skilti sem þar stóð og endaði á röngum vegarhelmingi. Meiðsl ökumanna voru minniháttar í þessum óhöppum. HÁDEGISVERDARTILBOÐ 690 Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði 30 % AFSLÁTTUR AF HEILUM SKAMMTI í HITABORÐINU Sóltún 3 Bæjarlind 14-16 S 562 9060 S 564 6111 *** • fH Æk s;

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.