blaðið - 18.07.2005, Page 11
blaðió MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2005
MEYTENDUR 111
íslendingar andvígir
erfðabreyttum matvælum
Nýverið höfnuðu umhverfisráðherr-
ar Evrópusambandsins tillögu fram-
kvæmdarstjórnar þess um að afnema
bann á erfðabreyttum matvaelum.
Framkvæmdarstjórnin lagði tillög-
una fram vegna gríðarlegs þrýstings frá
Bandaríkjunum sem kært hafði bannið
fyrir WTO (World Trade Organization)
áþeim forsendum að um viðskiptahindr-
anir væri að ræða.
Miðað við rannsókn sem Kynning-
arátak um erfðabreyttar lífverur hefur
framkvæmt að undanförnu virðist vera
sem flestir sjái nauðsyn þess að fram
fari opinber og almenn umræða um
kosti og galla erfðabreyttra matvæla
Öryggisatriði þess lags tækni verði út-
listaðar sem og umhverfis-og heilsufars-
áhrif.
Ræktun á erfðabreyttum lyfjaplönt-
um hefur verið kynnt sem nýtt bjargráð
fyrir íslenskan landbúnað. Eitt íslenskt
liftæknifyrirtæki hefur nú þegar feng-
ið leyfi yfirvalda til tilraunaræktunar
utandyra á erfðabreyttu byggi sem þróa
á til framleiðslu á lyfjum og iðnaðarvör-
um. Erfðabreyttum lífverum hefur með
öðrum orðum verið sleppt út í íslenska
náttúru.
í könnun sem Neytendasamtökin
gerðu kom í ljós að 65% Islendinga eru
andvígir erfðabreyttum matvælum en
aðeins 21% eru hlynnt þeim. Þessar töl-
ur stemma ágætlega við tölur í Evrópu
en um 70% allra Evrópubúa eru andvíg-
ir.
91% íslendinga finnst mikilvægt
að tekið sé fram á umbúðum skýrt og
skilmerkilega hvert innihaldið er og
hvernig það var unnið sé um að ræða
erfðabreytt matvæli. Stjórnvöld hér
hafa þó ekki enn gert slíkt að skyldu og
er Island eina landið í Evrópu sem ekki
er með slík ákvæði. Það mun þó standa
til bóta á komandi hausti.
Ekki er heldur skýr stefna um að al-
menningur sé upplýstur um hvar rækt-
unarreitir vegna tilrauna og framleiðslu
á erfðabreyttum plöntum eru staðsettir.
Þess má einnig geta að konur eru and-
vígari framleiðslu erfðabreyttra mat-
væla en karlar. Aðeins 13% kvenna eru
hlynntar framleiðslunni en 30% karla.
Góð
grænmetis-
ráð
Gulrætur - Best er að geyma þær í
miklum raka þar sem þær eiga það
til að þorna. Ef þær standa í birtu
verða þær beiskar á bragðið.
Jarðarber - Athugið að geyma aldr-
ei jarðarber nálægt eggjum og mjólk-
urvörum þar sem þau gefa frá sér
svo mikla lykt að þau geta skemmt
þessi matvæli.
Rófur - Ekki er æskilegt að frysta
rófur eins og hentar með margar
aðrar tegundir af grænmeti. Bragð-
gæðin verða ekki þau sömu og fyrir
frystingu.
Spergilkál - Til að varðveita gæði
spergilkáls er best að geyma það
þétt vafið i plasti.
Jöklasalat - Hættið að skera jökla-
salat með hnífi. Látið liggja í bleyti í
nokkrar mínútur í ísköldu vatni svo
það verði stökkt. Rífið það svo niður
í stað þess að skera það.
Agúrka - Ef agúrkan er þornuð má
stinga þornaða endanum í kalt vatn
í svolitla stund. Þá ætti hún að taka
við sér aftur.
Paprika - Ekki geyma hana í of
miklum kulda, þá linast hún fyrr.
Tómatar - Afar viðkvæmir fyrir
kæliskemmdum, skulu alltaf vera
geymdir við stofuhita.
Sveppir - Eru próteinríkari en flest
annað grænmeti og eru því tilvald-
ir fyrir þá sem auka vilja prótein-
neyslu.
grettunm
Hmhmstn
Ferskur safi
eða ekki?
Lífræn og
vistvæn
ræktun
Munurinn á vistvænni og lífrænni
ræktun vefst fyrir mörgum. Munurinn
felst í því að i lífrænni ræktun er und-
irstöðuatriði lífrænn áburður af ýmsu
tagi. Enginn tilbúinn áburður né eit-
urefni eru leyfð við lífræna ræktun og
miklar kröfur eru gerðar til gróður- og
umhverfisverndar. Ekki eru einungis
notaðir lífrænir framleiðsluhættir við
matvælaframleiðslu heldur einnig við
skógrækt og nýtingu villts gróðurs.
Við lífræna ræktun þarf að framfylgja
alþjóðlegum reglum. Hér á landi er að-
eins ein stofa starfandi sem hefur hlotið
faggildingu, Vottunarstofan Tún.
Vistvænn búskapur er að flestu leyti
venjulegur búskapur þar sem eiturefni
og tilbúinn áburður eru leyfðir en þó
ekki nema í takmörkuðu magni. Kalla
má vistvænan búskap gæðastýrðan
hefðbundinn búskap. ■
Gríðarlegt úrval af appelsínusafa er í
boði í hillum stórmarkaða, bæði ferskur
og sykraður.
I einni tegund af ferskum appelsínu-
safa segir í innihaldslýsingu; „Hreinn
appelsínusafi með aldinkjöti úr Flor-
ida appelsínum. Safinn er búinn til úr
appelsínuþykkni.'1
Margir reka upp stór augu er þeir
sjá þessa merkingu, telja að verið sé að
blekkja til um innihaldið enda leggja
flestir aðra merkingu í appelsínuþykkni
en að um ferska vöru sé að ræða.
1 reglugerð um ávaxtasafa og sam-
bærilegar vörur segir; „Ávaxtasafi úr
þykkni er safi sem fæst með því að bæta
neysluvatni, bragði og eftir því sem við
á, aldinkjöti og safabelgjum í ávaxta-
þykkni í stað þess sem skildist frá við
þykkninguna."
Ávaxtaþykkni fæst með því að fjar-
lægja ákveðið hlutfall vatns úr ávaxta-
safa með eðlisfræðilegum aðferðum. Ef
varan er ætluð til beinnar sölu til neyt-
enda skal þykkingin vera að minnsta
kosti 50%.
Það sem blekkir þann sem ekki er al-
fróður um þessi mál er að hægt er að fá
ávaxtasafa sem kallaður er þykkni með
appelsínubragði eða aðrar bragðtegund-
ir. Ætlast er til að vatni sé blandað við
þess lags þykkni í hlutföllunum 1/6.
Samkvæmt skilgreiningunni að ofan
er því þannig ávaxtasafi ekki ávaxta-
þykkni samkvæmt reglugerð þar sem
ýmsum aukaefnum, s.s. sykri, bragðefni,
sítrónusýru rotvarnarefni, bindiefni og
litarefni er bætt við.
Blaðið leitaði skýringa hjá Umhverf-
isstofnun um þessar merkingar og heiti
á ávaxtadrykkjum. Þau svör fengust að
ganga þyrfti í þetta mál til að skýra það
betur fyrir neytendum hvaða vöru þeir
væru að kaupa enda ákvæði í reglugerð
um að framleiðendur eða innflytjendur
sjái til þess að merkingar séu skilmerki-
legar og enginn vafi leiki á hvaða vöru sé
verið að kaupa. ■
mm hwori
© FUJIFILM
www.fujifilm.is
50 Fujifilm A345 stafrænar myndavélar
50 Philips HDD050 MP3 spilarar
100 Adidas Pelias 2 fótboltar
Allar upplýsingar eru
að finna á: fujifilm.is
Qöi0]aiai)æðim
Ljósmyndavörur Reykjavík og Akureyri
Úlfarsfell Hagamel i Filmverk Selfossi i Myndsmiðjan Egilsstööum i Fótó Vestmannaeyjum