blaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 15

blaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 15
blaðið MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2005 BÍLAR I 15 Hvað get ég gert fyrir þig? ^ -20% afsláttur V -20% afsláttur af sumardekkjum af low-profile BlilK.G bilkoíis — afsláttur af vinnu við smur Þú gerir góð kaup með því að láta okkur í Bílkó sjá um að smyrja bílinn. f®! •>- Vaxtalausar léttgreiöslur! - Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 verður óþægilegra í bílnum, útsýnið minnkar og hleðslan getur breytt akst- urseiginleikum. Það er óvitlaust að gera lista yfir það, sem menn ætla að taka með sér og hugsa sig síðan um á hverju er þörf. Þá má líka hafa í huga að margt má fá á leiðinni eða áfangastað. Það er engin þörf á að kaupa allt í Bónus úti á Nesi ef þið endið á því að tjalda við hlið- ina á Bónus norður á Akureyri. 6Hugsaðu um hleðsluna. Þeg- ar farangurinn liggur fyrir ■ skiptir máli að hlaða honum rétt i. Það á t.d. ekki að setja svo mikið aftur í að ekki sjáist út um afturrúðuna og í stærri bílum er skynsamlegt að reyna að setja þyngstu hlutina í miðj- una. Ef bíllinn er mikið hlaðinn er líka rétt að beina ljósgeislanum neðar en vanalega, því þegar afturendinn þyng- ist lyftist ljóskeilan þannig að ökumenn úr gagnstæðri átt fá glýju í augun. Þetta á sérstaklega við um háa bíla. 7Ekki ofkeyra þig. Syfjuðum ökumönnum hættir miklu ■ frekar til að gera mistök í akstri og reglulega sofna menn undir stýri með hryllilegum afleiðingum enda getur vegurinn sjálfur verið dáleiðandi. Menn skyldu ævinlega vera vel hvíldir fyrir langferðir og það má ekki gleyma því að akstur er mjög þreytandi og reyn- ir á. Það er rétt að stöðva öðru hverju til að rétta úr sér og draga andann almenni- lega. Eins er óvitlaus hugmynd að fólk skiptist á að aka. 8Varlega með krókinn. Æ fleiri taka tjaldvagna eða hjól- ■ hýsi með sér f ferðina. Það er hins vegar ekki vandalaust og menn grettunm Iíani hrtítítn þurfa nánast að læra að aka upp á nýtt með slíkt í eftirdragi. Sérstaklega þarf að huga að bremsumálunum og hér á íslandi þurfa menn ekki síður að hafa í huga að það þarf ekki að blása mikið til að vagninn láti eins og segl. 9Njóttu ferðarinnar. Vís mað- ur sagði einhverju sinni að H ferðin fremur en leiðarlok væri fyrirheitið og það liggur engum líf- ið á i sumarleyfisferðum. Af hverju ekki að fara lengri leiðina ef hún er fallegri? Og af hverju ekki að stansa á afviknum stað til að skoða skrýtinn fugl eða kenna krökkunum á bergmál? (■ Slakadu á. Kurteisin kost- ■ arekkertogþaðájafnvel ■■ ■ við í umferðinni og ann- ars staðar. Láttu sjálfum þér líða vel og gerðu þitt til að létta líf annarra. Ekki æsa þig þó einhver aki of hægt fyrir þinn smekk. Ef þú ferð þér með hægð skaltu muna að gefa öðrum sjens. Og hvernig væri að menn færu að veifa fólki út um bílgluggaáný? H TANGARHÖFÐA 13 SÍMI577 1313 •kistiifell@centrum.is ío úrvalsráð: í sumarfrí á bílnum DODGE MAGNUM SE ARG/05 EKINN17Þ.KM VERÐ 3.850.000 UPPLÍ S:694-3308 BIFREIÐAVERKSTÆÐI GRAFARV0GS GYLFAFLÖT 24 - 30 112 REYKJAVÍK SÍIVII577 44 77 FAX 577 4478 wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmt Um þetta leyti árs leggjast margir í langferðir á bílnum, hvort sem leiðin liggur upp í sumarbústað, hringinn eða jafnvel til útlanda. Það hefur færst í vöxt síðustu ár, að menn sigli utan með bílinn og eins hafa vinsældir flug og bíl ferðanna aukist að nýju. En það er að mörgu að hyggja í slíkum ferðum. Þær eru ekki eins og hver annar innanbæjarakstur, það reynir meira á bíl og ökumann og eins eru menn ekki jafnöruggir með sig á ókunnum slóðum. Léttvæg vandamál geta undið upp á sig ef menn eru fjarri heimahögunum, að ekki sé minnst á það þegar menn eru fjarri mannabyggðum. Að neðan fylgja ío góð ráð til þess að fá sem mest út úr akstri í sumarleyfinu. IAthugaðu dekkin. Við skulum vona að allir séu komnir á sum- ■ ardekk, en það er mikilvægt að athuga dekkjaþrýstinginn áður en lagt er í langferð. Dekk með réttum þrýst- ingi eru miklu öruggari, springa síður og spara eldsneyti. 2Vökvaðu bílinn. Það er rétt að láta skipta um olíu áður ■ en farið er í langferð. Það þarf einnig að muna að hitastig hefur áhrif á olíuna. Fjölþykktarolíur þynn- ast ef hitinn er hár og í miklum hitum getur það haft áhrif á vélina. Slíkar hita- bylgjur verða ekki hér á landi, en þetta ber sérstaklega að hafa í huga ef leiðin liggur suður á bóginn, þannig að það er óvitlaust að setja þykkari olíu á bílinn en vanalega. Um leið væri ráð að athuga vatnskassann og hafa til helminga vatn og frostlög, sem á jafnvel við í heitu veðri og frosti. 3Farðu yfir bílinn. Það eiga menn auðvitað að gera reglu- ■ lega en er enn mikilvægara fyrir langferðir. Það mæðir á reimum og hosum þannig að þær þarf að skoða, rúðuþurrkurnar þarf að skipta um ár- lega og þó veðrið sé gott er rétt að fylla rúðupissið til þess að skafa af skordýra- leifar af framrúðunni. Athugaðu raf- geyminn líka og settu á hann ef þarf. Ef hann er kominn til ára sinna væri jafnvel ráðlegt að skipta, það er erfitt að finna réttan geymi í óþekktri sveit með ungana æpandi aftur í. 4Hafðu neyðarbúnað kláran. Það er ekki nóg að vera með ■ plástur og tjakk í langferðum. Nokkrar hugmyndir: a. Alvöru sjúkrakassi b. Vasaljós og neyðarblys c. Startkaplar og tóg d. Verkfæri og motta e. Vinnuhanskar f. Slökkvitæki g. Þurrkpappír h. Brúsi 5Pakkaðu almennilega. Við tökum oft alltof mikið dót ■ með okkur í ferðir og endum á því að fylla bílinn af fötum, koddum og sængum, ferðatöskum, nesti í viku, geisladiskum og alls kyns skrani. Það Meðgöngubilbelti Á síðustu bílasíðu var greint frá sér- stakri klemmu á bílbelti, sem breytti þeim svo gagnast mætti barnshafandi konum. Var þess getið að hún fengist ekki hér á landi. Hins vegar er rétt að geta þess að hér fæst öryggisbúnaður, sem sérstaklega er ætlaður vanfærum konum. Hjá Öryggismiðstöð VÍS fæst t.d. með- göngubílbelti, sem er sérhannað til þess- ara nota, og ætti að nota það allt frá öðr- um mánuði meðgöngu. Beltið erþannig hannað að það njörvar móðurina líkt og hefðbundin bílbelti en setur fóstrið ekki í hættu. Venjuleg bílbelti liggja yfir kviðinn, en ef til áreksturs kemur getur það sett fóstrið í lífshættu, enda getur þrýstingurinn á beltið orðið gífurlegur ef hraðinn er mikill. Meðgöngubeltið er notað með venju- legu belti, en það samanstendur afpúða, sem settur er í bílsætið, beltum, sem fara utan um stólbakið og krækju, sem fest er um mjaðmahluta beltisins. Beltið kostar 4.990 krónur, en viðskiptavinir VÍS fá það á 2.990 kr. W -20% afsláttur W- Polar-rafgeymar af sendibíladekkjum á tilboðsverði Bón og alþrifá tilboðí Sækjum og sendum báðar leiðir. Verð frá kr. 850 GabríeT höggdeyfar eru orginal hlutirfrá USA og E.E.S. sett eru orginal hlutir frá Japan TRIDON varahlutir í miklu úrvali QSvarahlutir Sími 567 6744 • Bíldshöföa 14 • 110 Reykjavík Spyrnur og stýris- hlutir í flestar gerðir bíla www.kistufell.com BremsuklossasKipu ^^J^Rúðuþu Sækjum og sendum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.