blaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 18
18 I TÓMSTUNDIR
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2005 blaöiö
sigrinum
Hans Fíimtn
Kajakróður
Góð alhliða hreyfing
Kajakróður er tiltölulega nýtt áhuga-
mál á íslandi þó það sæki sífellt í sig
veðrið enda hafa selst yfir íooo bátar
hér á landi. Sífellt fleiri skemmta sér á
kajak dægrin löng alla daga ársins enda
heilsársíþrótt. Halldór Sveinbjörnsson
hefur verið hugfanginn af kajakróðri í
tíu ár og er einn af frumkvöðlum þess
á íslandi.
Keypti bát strax
,Fyrir rúmum tíu árum komu vinir mín-
ir úr Ultimate Thule á
ísafjörð en þeir voru
með kajakleigur hing-
að og þangað. Ég keypti
mér kynningu í hálf-
tíma og keypti síðan
bát af þeim þegar ég
kom í land. Þetta var
svo skemmtilegt. Síðan hef ég róið um
nánast öll höf og hef til dæmis róið vest-
fjarðahringinn. Ég hef líka róið fimm
sinnum fyrir Hornbjarg sem er óörugg-
ur staður. Það var erfitt en það er allt
hægt að gera á kajak ef þú kannt það.“
Nálægð við náttúruna
Á síðasta ári réri Halldór yfir 1300 kíló-
metra enda viðurkennir hann fúslega
að það sé með því skemmtilegasta sem
hann gerir. „Kajakferð er lúxusferð. Þú
tekur allt með þér í kajakinn og það er
heilmikið pláss enda hefur þurrfæði
aldrei verið tekið með í mínar ferðir. í
bakpokaferð er göngumaður með 20-30
kílóa poka á bakinu og rogast með þetta
en kajakinn verður bara skemmtilegri
þótt þú sért með 50-60 kíló í honum.
Þetta er rosalega skemmtilegur ferða-
máti.“ Þegar Halldór er spurður að því
hvað sé svona frábært við
kajakróður verður hon-
um ekki orða vant. „Eftir
að þú hefur farið í eina
útileguferð á kajak með
tjaldið, steikurnar, svepp-
ina og allt það dót, þá ertu
bara gjörsamlega háður
þessari íþrótt. Nálægðin við náttúruna
er svo frábær. Þú ert í nálægð við fugl-
ana og fiskana. Ég er til dæmis búinn að
grípa 10 fugla með höndunum á kajak.
Þeir synda og fljúga svo nálægt manni.
Sumir leggja fyrir sig skotveiði á kajak.
Ég byrjaði svoleiðis en mér fannst það
frekar grimmilegt því fuglinn átti ekki
séns.“
Kajakróður er
ofsalega góð
alhliða hreyfing
Kajakróður styrkir hjarta og lungu
Halldór talar líka um hollustu
kajakróðurs enda segir hann „þú verður
sterkur á því að róa. Það kom líka fram
í Lifandi vísindum nýlega að sterkir
armar halda sjúkdómum í skefjum.
Það var gerð rannsókn og kajakræðari
er með sterkara hjarta og lungu en
aðrir. Kajakróður er því ofsalega góð
alhliða hreyfing. Það var til dæmis
bakskurðlæknir sem spurði mig hvort
hann mætti ekki bara senda sjúklinga
til mín í endurhæfingu því þetta er svo
góð styrking fyrir bakvöðva og mikil
liðkun. Enda verða allir þokkalega
liðugir i bakvöðvunum og hryggnum
með því að stunda þessa íþrótt." Halldór
Halldór Sveinbjörnsson
hefur lært að kenna öðrum á kajak
og eru námskeiðin hans vel þekkt. „
Ég er með nemendur hvaðanæva af
landinu og menn hafa komið erlendis
frá til að læra á kajak á ísafirði. Eftir
námskeið hjá mér ertu næstum því
fullfær um að róa yfir Isafjarðardjúp
án aðstoðar.“ En Halldór tekur þó fram
að það sé fyrst eftir námskeið sem fólk
hefur vit og þekkingu til að velja sér
bát. „Námskeið kostar kannski 10-15
þúsund krónur en þú færð það margfalt
til baka því þú velur búnaðinn rétt.
En byrjunarkostnaðurinn er um 150
þúsund með galla og öllu“
Aldur afstæður
í kajakróðri er aldur afstæður. „Elsti
maður sem ég hef sett í kajak er sjötugur.
Nálægðin við náttúruna er mikil í kaja
Ég hef stundað ýmsar íþróttir um ævina
og er 48 ára gamall. Á kajak er erfitt að
slasa sig og ég hef til dæmis aldrei meitt
mig á kajak. Ef þú hefur farið á námskeið
og ferð eftir því sem kennarinn segir þér
eftir námskeiðið þá áttu ekki að geta
slasað þig. Það versta sem getur komið
fyrir er að þú blotnar.“ Að endingu segir
Halldór að hann sjái sko ekki eftir því
að hafa kynnst kajakróðri enda sé það
nú hans lífsstill. ■
svanhvit@vbl.is
Línuskautar
Skemmtileg og holl hreyfing
Á gönguferðum um Laugardalinn má
sjá fjölda fólks þjótandi um á línuskaut-
um, hvert á fætur öðru, marglituð og
hröð. Línuskautar urðu vinsælir fyrir
nokkrum árum og vinsældir þeirra virð-
ast ekkert dvína enda skemmtileg íþrótt
að sögn kunnugra.
Á skautum alla daga
Helgi Páll Þórisson hefur stundað línu-
skautaíþróttina frá 1991 eða frá því
á síðustu öld eins og hann segir sjálf-
ur. „Þetta var tiltölulega nýkomið til
Islands og fór þá að aukast eitthvað af
viti. Ég hef líka æft íshokkí síðan 1991
svo þetta lá beint við. Ég er að meðaltali
þrjá klukkutíma á dag á línuskautum,
alla daga vikunnar. Ég fer ekki mikið á
skautana utan kennslunnar
enda þarf maður að sinna
ýmsu öðru en þessu starfi,"
bætir Helgi Páll við og hlær.
,Ég fer lítið á línuskauta þess
utan enda þrír tímar á dag al-
veg nóg finnst mér.“
Stinnur kúlurass
Helgi Páll og félagi hans hafa haldið
úti síðunni www.linuskautar.is síðan
2001 auk þess að kenna á línuskauta og
sjá um viðburði tengda línuskautum.
,Ég hef þjálfað hokkí og skauta í sjö ár.
Aukningin á námskeiðin hjá okkur hafa
næstum tvöfaldast milli ára enda erum
við að kenna á bilinu 700-800 manns á
sumrin. „Þegar Helgi er spurður að því
hvað sé svona heillandi við línuskauta
segir hann að þetta sé skemmtilegra en
að hlaupa auk þess að vera holl og góð
hreyfing. Enda viðurkennir Helgi hlæj-
andi að hann sé með flotta lærvöðva og
stinnan kúlurass.
Ódýrt áhugamál
Helgi segir að línuskautahlaup sé ekki
dýrt áhugamál, að minnsta kosti ekki
miðað við mörg önnur. „Ef þú kaupir
sæmilega góða skauta, hlífar og hjálm
þá er byrjunarkostnaðurinn fimmtán til
tuttugu þúsund. Skautarnir sem ég er á
í dag kostuðu þrjátíu og átta þúsund, en
ég skipti um skauta á tveggja ára fresti.
Það segir sig sjálft, þegar þú ert kominn
á þetta stig í íþróttinni þá eru kröfurn-
ar aðrar. Svo eru ódýrari
skautar ekki eins vandað-
ir, ekki jafnvel bólstraðir
né eins vel gerðir. Þetta
þurfa að vera þægileg-
ir skautar, sérstaklega
fyrir mig sem er oft á
skautunum. Ég má ekki
við því að þetta klikki þegar ég þarf á
þessu að halda. „Helgi segir að það sé
mjög svipað að vera á íshokkískautum
og línuskautum og tæknin sé sú sama.
Þó séu línuskautarnir frjálsari. „Mað-
ur getur rennt sér út um allt og er ekki
bundinn við einn ákveðinn stað eins og
þegar maður spilar íshokkí."
Nokkrar vikur að ná góðri færni
Fyrir byrjendur á línuskautum segir
Helgi er mun betra að fá leiðsögn áður
en skundað er af stað, annars gæti það
endað með ósköpum. „Á námskeiðun-
um hjá okkur er 80% þátttakenda konur
á aldrinum 23-40 ára. Námskeiðið stend-
ur yfir eitt kvöld og kostar 1500 krónur
á einstakling, miðað við 15 manna hóp.“
Helgi talar um að flestir séu um 3-4 vikur
að ná tiltölulega góðri færni ef það skaut-
ar 2-3 sinnum í viku, eftir leiðsögn. Svo
sé best að velja skauta á bilinu 13-15 þús-
und, ekki velja skauta mikið undir því
verði. Þá ertu kominn með skauta með
góðum dekkjum og skórinn erþokkaleg-
ur. Það er það sem skiptir máli. Helgi
talar með mikilli ákefð og greinilegt að
línuskautar eru hans helsta áhugamál
enda segir hann, „ætli ég drepist bara
ekki á skautum, hvort sem það er línu
eða hokkí. Ég ætla að skauta þangað til
ég get það ekki lengur. Þetta er alltaf
jafn gaman. Menn finna sér íþrótt sem
þeim líkar við og eru bara í henni.“ ■
svanhvit@vbl.is
WmmiijsÍÐ
Útsala á sumarleikföngum
og ýmsum völdum vörum
Tómstundahúsið
Nethyl 2,
sími 5870600,
www.tomstundahusid.is
99..........
Skemmtilegra
en að hlaupa