blaðið - 18.07.2005, Side 22
22 I ÍPRÓTTIR
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2005 blaðiö
fermingunni
Hans hmstm
Wright-
Phillips
til Chelsea
Shaun Wright Phillips skrifar undir
samning við Englandsmeistara
Chelsea í vikunni eftir að hann
hefur lokið læknisskoðun hjá félag-
inu. Chelsea og Manchester City
komust loksins að samkomulagi
um kaupverðið á þessum 23 ára
gamla hægri kantmanni en það
ku hljóða upp á 21 milljón punda.
18 milljón punda boði Chelsea
var hafnað en eftir að Phillips gaf
það út að hann vildi fara komust
liðin að samkomulaginu. Phillips
var ekki fyrsti valkostur Jose Mo-
urinho sem ætlaði sér að krækja í
Steven Gerrard fyrirliða Liverpool
eða Michael Essien leikmann Lyon.
Gerrard ákvað að vera áfram hjá
Evrópumeisturunum og verðmið-
inn á Essien rauk upp úr öllu valdi.
Phillips er þriðji leikmaðurinn sem
Chelsea fær til sín í sumar en áður
höfðu þeir gengið frá kaupunum
á Asier Del Horno frá Athletic
Bilboa fyrir 8 milljónir punda
og Lassana Diarra frá Le Havre. ■
Þórey
önnur
Þórey Edda Elísdóttir stangar-
stökkvari úr Hafnarfirði varð í
öðru sæti á stigamóti alþjóðlega
frjálsíþróttasambandsins í
Madrid á laugardaginn. Þórey
stökk yfir 4,45 m en Yelena
Isinbayeva frá Rússlandi sigraði
en hún bætti einnig heimsmetið
er hún stökk yfir 4,95 m. í þriðja
sæti varð svo Tracy O'Hara frá
Bandaríkjunum með 4,30 metra.
Silja Úlfarsdóttir keppti einnig
um helgina í Belgíu en hún vann
400 metra grindahlaup á móti
þar á tímanum 59,59 sekúndum.
Það var talsvert frá hennar besta
tíma sem er 56,62 sekúndur. Silja
sigraði í hlaupinu með miklum
yfirburðum og var tæpum 3 sek-
úndum á undan næstu stúlku. ■
Armstrong
efstur í
Frakklandi
Bandaríkjamaðurinn Lance
Armstrong hefur örugga forystu í
heildarstigakeppi Tour De France
þegar aðeins sex dagleiðir eru
eftir. 1 gær var hjóluð ríflega 200
kílómetra leið frá Lezat-sur-Leze
til Saint-Lary Soulan í Pýrenea-
fjöllunum sem talin er vera ein
allra erfiðasta leiðin í Frakklands-
hjólreiðunum. Það var George
Hincapie sem sigraði hana en
Armstrong hefur góða forystu
sem ætti að duga þessum ótrúlega
íþróttamanni til sigurs. Arm-
strong barðist við krabbamein
fyrir nokkrum árum sem var
ekki langt frá því að leiða hann
til dauða en á ótrúlegan hátt er
hann aftur kominn og er ennþá
besti hjólreiðamaður í heiminum
í dag. Keppninni líkur í París á
sunnudaginn næstkomandi.
Tiger Woods sigraði á opna Breska
Tiger Woods sigraði með yfirburðum á
opna Breska meistaramótinu í golfi sem
lauk á St. Andrews vellinum í Skotlandi
í gær. Tiger lauk keppni á 274 höggum,
5 höggum á undan Colin Montgomerie
sem varð annar. Sigur Woods var nán-
ast aldrei í hættu en hann var efstur
eftir alla fjóra keppnisdagana. Eftir
tvo fugla á fyrstu 9 holunum í gær varð
draumur Montgomerie um sigur að
engu en Tiger lék gríðarlega öruggt og
gott golf allt mótið. Montgomeri var vel
studdur á heimavelli sínum í Skotlandi
en það dugði ekki gegn snilli Tigers sem
spilaði af miklum aga og tók þann pól í
hæðina að spara aðeins kraftana og slá
þess í stað styttra og öruggara til að forð-
ast háskalegar glompurnar á hinum goð-
sagnarkennda St. Andrews.
Verðskuldaður sigur
Sigurinn hjá Tiger var verðskuldaður
og var hann að vonum kampakátur þeg-
ar hann lyfti Silfurkönnunni frægu sem
hefur verið verðlaunagripur fyrir sigur-
vegara mótsins frá árinu 1872. „Þetta
gerist ekki betra' sagði Tiger eftir sig-
urinn. „Með því að vinna opna Breska
meistaramótið á vellinum þar sem golf-
ið var fundið upp, er draumur minn
að rætast. Þegar maður skoðaði stöðu
efstu manna fyrir daginn gat allt gerst.
Ég var mjög heppinn að slá boltann vel.
Það var frábært að geta stjórnað honum
svona og setja hann þar sem ég vildi.“
Sveiflaði eftir sex mánuði
Tiger heitir í raun Eldrick Woods og
er fæddur árið 1975 og verður því þrí-
tugur seint á árinu. Faðir hans gaf
honum viðurnefnið Tiger en maður að
nafni Vuong Dang Phong hafði sama
viðurnefni en Phong bjargaði lífi Earl
Woods í stríðinu í Víetnam. Tiger var
aðeins 6 mánaða þegar hann byrjaði að
sveifla ímyndaðri golfkylfu í bílskúrn-
um heima hjá sér en hann ólst upp í
smábænum Cypress rétt fyrir utan Los
Angeles í Bandaríkjunum. Faðir hans
stundaði golfið og sonur hans var ekki
lengi að fylgja í kjölfarið. Hann spilaði
9 holur á 48 höggum þegar hann var
aðeins þriggja ára gamall og spilaði á
sínu fyrsta atvinnumannamóti þegar
hann var 16 ára áður en hann gerðist
svo atvinnumaður síðla sumars árið
1996. Síðan þá hefur leiðin heldur betur
legið upp á við. Tiger er nú meðal launa-
hæstu íþróttamönnum í heimi og er af
flestum talinn besti kylfingur í heimi.
Hann hefur unnið allt sem golfari get-
ur unnið en þetta var í annað sinn sem
hann vann opna Breska meistaramótið.
Framtíðin er þvi björt fyrir Tiger Woods
sem hefur alla burði til að komast á stall
með manni eins og Jack Nicklaus sem
vakti einnig athygli um helgina. Hann
var að spila á sínu síðasta Breska meist-
aramóti eftir ótrúlegan feril. ■
Loeb á spjöld sögunnar
Sebastien Loeb ökuþór Citroen skráði
sig á spjöld sögunnar í rallheiminum
um helgina þegar hann sigraði í Argent-
ínurallinu og varð þar með fyrstur til
að vinna sex keppnir í röð og sjö á einu
tímabili. Frakkinn hóf þessa ótrúlegu
sigurgöngu í apríl þegar hann vann á
Nýja-Sjálandi. Hann hafði mikla yfir-
burði í rallinu sem fram fór í fjöllunum
nálægt Cordoba. Annar varð Svíinn
Marcus Gronholm sem ekur Peugeot, á
26,1 sekúndu á eftir Loeb. Petter Solberg
á Subaru er annar í heildarstigakeppn-
inni sem ekki er ýkja spennandi þar sem
Loeb hefur 27 stiga forystu. Fyrir keppn-
ina deildi Loeb metinu um fjölda sigra í
röð með landa sínum Didier Auriol sem
vann sex keppnir í röð árið 1992 en samt
sem áður varð hann ekki heimsmeist-
ari það ár. Auk þess sem Loeb sigraði á
Nýja-Sjálandi, Ítalíu, Kýpur, Tyrklandi
og Grikklandi vann hann fyrsta rall árs-
ins í Monte Carlo. ■
"Það gerist ekki betra" sagði Tiger Woods eftir sigur sinn á opna Breska meistaramótinu. Tiger vann mótið í annað skipti i gær á hinum
sögufræga St. Andrews velli í Skotlandi.
Stórskemmtilegu Símamóti lauk í gær
Glæsilegu Símamóti lauk í gær með úr-
slitaleikjum í Kópavoginum í gær en
1600 stúlkur hafa keppt á mótinu alla
helgina. Mótið sem áður hét Gull og Silf-
urmótið heppnaðist einstaklega vel að
sögn Ara Skúlasonar mótsstjóra en und-
irbúningur hefur staðið yfir nánast frá
þvi síðasta móti lauk. Þetta er í 22 sinn
sem mótið er haldið og hafa aldrei ver-
ið fleiri þátttakendur í mótinu en þeir
komu úr 162 liðum frá 29 félögum. Elstu
keppendur á mótinu voru 16 ára en þeir
yngstu allt niður í 5 ára og ljóst er að all-
ir fengu eitthvað við sitt hæfi í Kópavog-
inum. Auk stanslausrar knattspyrnuiðk-
unar fóru fram kvöldvökur og ýmislegt
fleira en-um 200 manns unnu í sjálf-
boðavinnu svo að allt gengi sinn gang.
600 manns voru í gistingu og 1000 í mat
auk þess sem huga þurfti að öllu skipu-
lagi, upplýsingaþjónustu og að uppfæra
góða heimasíðu mótsins þar sem öll úr-
slit komu inn um leið og leikjum var lok-
ið. Þá var fjöldi ljósmy ndara á vappi sem
tóku myndir og var þeim svo varpað á
risaskjái víðsvegar um svæðið.
Sannkallað risamót
Símamótið er nýtt nafn en 4 ára samn-
ingur við Símann tók gildi nú í ár. Mótið
er spilað á 14 völlum á svæði Breiðabliks
þar sem spilað er eftir riðlum áður en úr-
slitakeppni tók við. Þá var einnig spilað
á hraðmóti inní Fífunni sem er orðinn
stórskemmtilegur partur af glæsilegu
mótinu. Mótinu lauk með leik Landsliðs-
ins og Pressuliðsins en það eru úrvals-
lið mótsins og voru það Jörundur Áki
Sveinsson þjálfari A-landsliðs kvenna
og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari U-21
árs landsliðsins sem stjórnuðu liðun-
um. Landsliðið er úrval úr yngra ári í 3.
flokki og Pressuliðið úrval úr eldra ári
4. flokki en landsliðið vann leikinn 3-1.
Aðstandendur mótsins eiga heiður skil-
inn fyrir að gera mótið gott í alla staði
en Símamótið er fjölmennasta knatt-
spyrnumót sem haldið er á Jslandi.